Leita í fréttum mbl.is

Ítarleg fréttaskýring um aðildarviðræðurnar við ESB

Fréttablaðið birti þann 10.apríl ítarlega fréttaskýringu um aðildarviðræðurnar við ESB, sem hefst á þessum orðum:

"Á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins (ESB) síðastliðinn föstudag (30.mars, innskot, ES-bloggið) voru fjórir samningskaflar í aðildarviðræðunum opnaðir og tveimur þeirra lokað umsvifalaust. Þannig hafa fimmtán kaflar verið opnaðir og tíu þegar verið lokað. Hvert er hins vegar ferlið á bak við opnun og lokun kaflanna og hvað ræður því hvenær og í hvaða röð þeir eru opnaðir?

Samningskaflarnir svokölluðu eru 35 talsins en aðallega er þó talað um þá 33 sem lúta að afmörkuðum málaflokki í löggjöf ESB. Um þriðjungur kaflanna heyrir að öllu leyti undir EES-samninginn, um þriðjungur er að nokkru leyti innan EES, en síðasti þriðjungurinn er alfarið utan EES.

Staða málaflokkanna með tilliti til EES skiptir hins vegar ekki höfuðmáli hvað varðar „opnun“ kaflanna, það er hvenær samningsviðræður hefjast fyrir alvöru í þeim. Til dæmis eru viðræður ekki enn hafnar í sumum kaflanna sem lúta að EES-samningnum á meðan sumum málaflokkum sem standa algerlega utan EES, til dæmis um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, var lokað samdægurs, þar eð staða Íslands skaraðist ekki við lög ESB."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB kom ekki með neitt nýtt í þessari fréttaskýringu.En það þrengist um málflutning og lygar þessa "Stór ríkissambands".Það er að renna upp fyrir æ fleiri íslendingum að ESB er að hafa íslendinga að fíflum með þessum viðræðum.Þess vegna á að setja ESB úrslitakosti og tilkynna þeim að ef samningur verði ekki kominn á borðið fyrir árslok þá verði kosið um það á íslandi hvort ekki eigi að slíta viðræðunum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 10.4.2012 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband