Leita í fréttum mbl.is

Össur á Alþingi: Losun hafta mikilvægt verkefni

Össur SkarphéðinssonÁ RÚV segir: "Eitt mikilvægasta viðfangsefnið í samningaviðræðunum við Evrópusambandið er að semja við sambandið um afnám gjaldeyrishafta. Þetta sagði utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði að ólögmætum refsiaðgerðum Evrópusambandsins yrði harðlega mótmælt.

Össur flutti Alþingi skýrslu sína um utanríkismál í morgun. Hæst bar umfjöllun um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið en ráðherrann sagði að í lok júní yrði samningsafstaða Íslands tilbúin í 29 samningaköflum af 33.

„Staðan er þannig, eins og við vitum, að yfir okkur hangir snjóhengja í formi ríflega 1000 milljarða strokgjarnra króna í eigu útlendinga. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samninganna verður að ná samningi við Evrópu um afnám gjaldeyrishaftanna og bræða snjóhengjuna án þess að hún breytist í efnahagslegt hamfarahlaup sem flæðir yfir okkar efnahagskerfi,“ sagði Össur."

Menn sjá betur og betur eyðingarmátt haftanna og gjaldmiðilsvandans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Össur á alþingi bla bla bla það hlustar enginn á blaðrið í honum nema þið hérna hjá Evrópusamtökunum + örfáir uppskrælnaðir kommúnistar á síðustu metrunum. Paste/

Erlent | mbl | 25.4.2012 | 18:19 | Uppfært 21:36

Hrun ESB orðið að raunhæfum möguleika

Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins.

Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins. AP

„Í fyrsta skipti í sögu Evrópusambandsins er hrun sambandsins raunhæfur möguleiki,“ sagði forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz, á fundi í Brussel í dag með fulltrúum í framkvæmdastjórn ESB samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.

Schulz sagði að ástæðan fyrir því að svona væri komið fyrir ESB í dag væri fyrst og fremst sú að forystumenn ríkja þess heimtuðu að fá að taka sífellt fleiri ákvarðanir sjálfir þvert á þau vinnubrögð sem gilt hafi á vettvangi sambandsins.

Örn Ægir Reynisson, 27.4.2012 kl. 21:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dauði Arnar Ægis Reynissonar hefur alltaf verið raunhæfur möguleiki.

Þorsteinn Briem, 27.4.2012 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband