Leita í fréttum mbl.is

Þórarinn G. Pétursson: Hefur miklar efasemdir um einhliða upptöku gjaldmiðils

EyjanÁ Eyjunni stendur: "Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hefur miklar efasemdir um einhliða upptöku myntar. Ef Ísland ætlar sér að taka upp aðra mynt, þá er evran besti kosturinn að hans mati.

Þórarinn hélt erindi á opnum fundi VÍB í Hörpunni í dag, þar sem einhliða upptaka gjaldmiðils var rædd.

Þórarinn sagðist ekki telja að einhliða upptaka erlends gjaldmiðils væri rétt leið fyrir Ísland og vísaði hann í reynslu ríkja í Suður- og Mið-Ameríku. Nefndi hann sem dæmi Panama, sem hefur lengstu söguna um dollaravæðingu, en ekkert annað ríki í heiminum fyrir utan Pakistan hefur þurft að leita á náðir AGS vegna bankakrísa.

Enn fremur benti Þórarinn á að þau lönd sem hafa tekið upp dollara, hafi þegar verið mjög dollaravædd áður en upptakan fór fram. Aldrei áður hafi einhliða upptaka verið reynd í landi sem þegar var ekki orðið dollaravætt og áhættan fyrir Ísland, verði þessi leið fyrir valinu, er því meiri."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Kratavæddur seðlabankinn! Íslendingar eiga að nota gull og silfur sem gjaldmiðil.

Örn Ægir Reynisson, 28.4.2012 kl. 23:01

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Meiri fíflagangurinn að reka kóngin Davíð á sínum tíma og gera norskan krata að seðlabankastjóra og brjóta með því stjórnarskrána og láta síðan kommúnista taka við. Það ætti að verða nóg að gera hjá landsdómi eftir næstu kosningar. Niður með Evrópusambandið. Paste/

Utanríkis­ráðherra Spánar líkir ESB við Titanic-farþegar á fyrsta farrými(Þjóðverjar) drukkni líka

Örn Ægir Reynisson, 28.4.2012 kl. 23:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert fábjáni, Örn Ægir Reynisson.

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 09:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kratavæddur seðlabankinn! Íslendingar eiga að nota gull og silfur sem gjaldmiðil.

Örn Ægir Reynisson, 28.4.2012 kl. 23:01

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 09:38

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meiri fíflagangurinn að reka kóngin Davíð á sínum tíma og gera norskan krata að seðlabankastjóra og brjóta með því stjórnarskrána og láta síðan kommúnista taka við. Það ætti að verða nóg að gera hjá landsdómi eftir næstu kosningar. Niður með Evrópusambandið. Paste/

Utanríkis­ráðherra Spánar líkir ESB við Titanic-farþegar á fyrsta farrými(Þjóðverjar) drukkni líka

Örn Ægir Reynisson, 28.4.2012 kl. 23:08

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 09:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Copy/Paste

Þorsteinn Briem, 30.4.2012 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband