Leita í fréttum mbl.is

Bændablaðið á jákvæðu nótunum: Sagt frá Norðurslóðaverkefni ESB!

bændablaðiðÞað er ekki á hverjum degi sem jákvæðar fréttir um ESB birtast í Bændablaðinu, en svo bregðast krosstré sem önnur tré!

Í nýjasta eintaki Bændablaðsins (sem kom með Mogganum fimmtudaginn 3.maí, eða var það öfugt?) er sagt frá þátttöku Sjúkrahússins á Akureyri í viðamiklu Norðurslóðaverkefni á vegum ESB. Í frétt BBL segir:

"Sjúkrahúsið á Akureyri er þátttakandi í stóru samstarfsverkefni á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins, sem heitir "Recruitment and Retention of Health Care Providers and Public Service Sector Workers in Remote Rural Areas". Slík verkefni bjóða upp á möguleika á því að finna nýjar leiðir til að fást við sameiginleg viðfangsefni og uppgötva ný tækifæri.

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða-, fræðslu- og gæðasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir að megininntak verkefnisins felist fyrst og fremst í því að finna lausnir á viðvarandi vandamálum sem tengist því að ráða og halda í heilbrigðisstarfsfólk á strjálbýlum svæðum í Norður-Evrópu. Samstarfsaðilar koma frá Noregi, Svíþjóð, Kanada, Írlandi, Grænlandi og Skotlandi, en Skotar leiða verkefnið. Auk Sjúkrahússins á Akureyri taka þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga."

Ennfremur segir í fréttinni: ,,Við munum m.a. leita svara við því af hverju heilbrigðisstarfsfólk er hikandi við þá tilhugsun að vinna í strjálbýli og hvað þarf til þess að það haldi áfram að vinna í strjálbýli. Einnig verður horft á hvaða þættir það eru sem veita heilbrigðisstarfsfólki ánægju af því að vinna í strjálbýli og þá með tilliti til fjölskyldu, skóla, afþreyingarmöguleika og fleira,"segir Hildigunnur."

Er um stefnubreytingu að ræða hjá Bændablaðinu eða er þetta undantekningin frá reglunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband