Leita í fréttum mbl.is

Er ekki tími til kominn að fatta?

Margrét TryggvadóttirPistill Margrétar Tryggvadóttur um Alþingi og vinnubrögðin þar hefur farið eins og eldur í sinu um netið og ræddi hún innihald hans og fleira í Silfri Egils þann 6.maí síðastliðinn. 

Í pistlinum kemur Margrét inn á ESB-málið með "skemmtilegum hætti, þ.e. hvernig sumir viti bornir menn leyfa sér að bulla rakalausan þvætting og ósannindi um það mál. Margrét segir:

"Í gærkvöldi sótti ég góðan fund um kosningakerfið og stjórnarskrána á vegum stjórnarskrárfélagsins og að honum loknum fór ég heim og kveikti á alþingisrásinni til að fylgjast með umræðum. Þær voru í það heila yfirmáta heimskulegar. Því var t.d. haldið fram að „flýtirinn“ við að stofna umhverfis- og auðlindaráðuneyti væri vegna þess að ræðumaður hefði heyrt því fleygt að ESB ætlaði sér að verða olíuríki og til þess þyrfti það að komast yfir auðlindir Íslands. Þarna yfirsást ræðumanni algjörlega að á bls. 17 í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um stofnun ráðuneytisins þannig að umræddur „flýtir“ ætti frekar að kallast droll. Þá er stjórnarsáttmálinn skrifaður áður en sótt var um aðild að ESB þótt vissulega stæði það til og áður en nokkur olía fannst á Íslandsmiðum. Þá er þeirri spurningu auðvitað algjörlega ósvarað hvort það borgi sig að reyna að pumpa þessu upp af hafsbotni en sennilega pössuðu þessar staðreyndir ekki inn í samsæriskenninguna. Það sem mér fannst sorglegast var að sjá var hvernig þingmenn, sem ég VEIT að eru alls ekki svo vitlausir að þeir trúi þessu bulli fóru í andsvör, ekki til þess að mótmæla ruglinu heldur viðhalda klikkaðri umræðu og halda þinginu í gíslingu. Þannig taka þeir í raun undir vitleysuna af því að þeir eru „í liði“ með samsæriskenningasmiðnum, þótt það sé ekki ætlun þeirra." 

Það er í raun rannsóknarefni hvernig andstæðingar ESB-halda áfram að hamra á þessu bulli um að ESB ætli sér að taka yfir hér allar auðlindir, já og kannski bara norðurljósin líka! Ofsóknaræðið er nánast ótakmarkað!

Því þegar á þá gengið, þá geta þeir ekki bent á eitt einasta dæmi sér til stuðnings!

Engir nema Íslendingar geta afsalað sér náttúruauðlindum landsins. Það stendur hinsvegar ekki til í sambandi við ESB-málið.

Hvenær ætla Nei-sinnar að fatta þetta?

(Mynd: Skjáskot af RÚV og leturbreyting er ES-bloggins)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Ljóst er að Hreyfinginn er lítið illgresi sprottið upp af Samfylkingunni. Er Margret Tryggvadóttir einn af múturþegum ESB á alþingi?

Örn Ægir Reynisson, 8.5.2012 kl. 11:50

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Paste/

Stríðið vegna evrunnar magnast á æðstu stöðum ESB

  Anna Diamantopoulou sem áður sat í framkvæmdastjórn ESB "

„Það líkist aðeins stríði þegar þjóð tapar 20% af landsframleiðslu sinni á 18 mánuðum. Það líkist stríði þegar aftur er gripið til skömmtunar í evrópskum höfuðborgum. Það líkist stríði þegar milljónir ungs fólks, hinir bestu og gáfuðustu, yfirgefa land sitt. […]

Grikkir, Ítalir, Spánverjar, Portúgalir, Írar og jafnvel Frakkar eru í miðjum skógareldi sem breiðir ótrúlega hratt úr sér. Það er misskilningur að eldur af þessu tagi stöðvist við landamæri. Leiðtogaráð ESB hefur verið gert áhrifalaust af fjármálaaflstöð þess, Þýskalandi.“

Stríðinu við skuldavandann á evru-svæðinu er alls ekki lokið. Það er háð innan einstakra ESB-ríkja og nú verður einnig barist á æðstu valdastöðum innan ESB.

Eins og kunnugt er fer þessi vandi alveg fram hjá ríkisstjórn Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telurvandi evrunnar sé fyrir löngu leystur og hún bíði sterkari en nokkru sinni fyrr eftir því að Íslendingar hefji að nota hana í stað krónunnar.

Örn Ægir Reynisson, 8.5.2012 kl. 12:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.

Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
"

"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga."

"Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.

Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."

Þorsteinn Briem, 8.5.2012 kl. 14:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 8.5.2012 kl. 14:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 8.5.2012 kl. 14:29

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Örn: Hallærislegar dylgjur og fullyrðingar þínar eru ekki svara verðar, en dæmigerðar fyrir skrif þín.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.5.2012 kl. 14:29

7 Smámynd: Snorri Hansson

Örn hefur að öllu leiti rétt fyrir sér

Snorri Hansson, 8.5.2012 kl. 18:34

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta var sorgardagur á Alþingi.

Ragnhildur Elín á að skammast sín.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.5.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband