15.5.2012 | 11:21
Valborg Ösp um húsnæðismál og fleira í FRBL
Valborg Ösp Á. Warén, stjórnmálafræðingur skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið, sem lýsir aðstæðum ungs fólks hér á landi (í samanburði við Evrópu) og þar eru húsnæðismál helsta umfjöllunarefnið: Valborg skrifar:
"Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum.
Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég!
En ein af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Valborgu finnst greinilega gríska leiðin áhugaverð.Það er ganga í ESB eins og Grikkir gerðu og taka upp evru.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 15.5.2012 kl. 12:52
Enn kemur hér Sandgerðismóri í nábrókum sínum.
Ef ríki hafa tekið of mikið af erlendum lánum geta þau að sjálfsögðu orðið gjaldþrota og þá gildir einu hvort gjaldmiðill þeirra er til að mynda Kanadadollar, Bandaríkjadollar eða íslenskar krónur.
Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 13:34
Breimaköttur gengur laus í Sörlaskjólinu.
Sigurgeir Jónsson, 15.5.2012 kl. 20:29
Jóhönnu og Steingríms-stjórnin lofaði að afnema verðtryggingu á lánum.
En það er með þau loforð eins og önnur frá ESB-stjórninni, að svik er "heiðurs"afrek þessarar banka-lífeyrissjóðs-stjórnsýslu-mafíu á Íslandi.
Verðmæti breytast ekki við að fara frá einu stórveldi til annars. Siðferðis-brenglunin í stjórnsýslunni er vandamálið, en ekki gjaldmiðillinn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 22:03
15.5.2012 (í dag):
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 22:54
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5%.
OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 22:59
Steini Briem. Það eru ekki gjaldmiðlamálin sem eru vandamálið, heldur hertekin stjórnvöld Íslands og annarra landa, bæði fyrr og síðar.
Í herlausu landi finna valdasjúkir menn/heimsveldi aðrar leiðir en hernað með hermönnum og skriðdrekum, til að hertaka landið, og þá fara þeir í mútuþega-þrælana og tölvublekkinga-tölurnar í bönkunum og lífeyrissjóðunum.
Bankarnir og lífeyrissjóðirnir eru forystu-sauðir svikulla auðmanna-stjórnsýslu á Íslandi.
Stjórnmálamenn eru bara valdalaus peð á taflborði heimsauðvalds-manna á toppnum. Þetta vita flestir sem leita að sannleiknum og heiðarleikanum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 23:41
18.4.2012:
"Verðbólgan var hvergi meiri á Evrópska efnahagssvæðinu en hér á landi í mars síðastliðnum, á sama tíma og dregið hefur úr verðbólgu í flestum löndum Evrópu.
Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem verðbólgan er mest hér á landi.
Verðbólga mældist 2,7% á evrusvæðinu í mars síðastliðnum, miðað við samræmda vísitölu neysluverðs."
Verðbólgan hvergi meiri á Evrópska efnahagssvæðinu
Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 23:44
Hagur okkar Íslendinga BATNAÐI MIKIÐ með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!
Ísland er 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF.
Stýrivextir hér á Íslandi eru háir vegna þess að VERÐBÓLGAN ER SÚ MESTA Í EVRÓPU en vextir byrja að lækka hér um leið og aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gengi íslensku krónunnar hefur fallið mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum, allur innflutningur verður því dýrari OG VERÐBÓLGAN EYKST.
Ef raunvextir væru hér mjög neikvæðir hefði fólk ekki áhuga á að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fengju aftur STÓRFÉ ÓKEYPIS FRÁ BÖRNUM OG GAMALMENNUM, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 23:51
Steini Briem. Hver stjórnar verðbólgunni á Íslandi, ef það eru ekki mútu-þrælarnir í íslensku ríkisstjórninni? Og ASÍ-talgervill ESB, sem er Gylfi Arnbjörnsson alþýðu-svikari allra tíma. Maðurinn hlýtur að skammast sín mjög mikið fyrir að svíkja skjólstæðinga sína 100%, í boði ESB-herliðsins í bönkunum og lífeyrissjóðunum.
M.b.kv.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 23:58
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
Þorsteinn Briem, 16.5.2012 kl. 00:05
Hver stjórnar verðbólgunni?
Þegar krónan fellur kemur verðbólguskot... sem dæmi
Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2012 kl. 00:06
Meðallaun í 72 löndum - Ellefu Evrópusambandsríki fyrir ofan Ísland, þar á meðal Kýpur og Ítalía, en Spánn og Grikkland í næstu sætum
Þorsteinn Briem, 16.5.2012 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.