Leita í fréttum mbl.is

Valborg Ösp um húsnæðismál og fleira í FRBL

Valborg ÖspValborg Ösp Á. Warén, stjórnmálafræðingur skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið, sem lýsir aðstæðum ungs fólks hér á landi (í samanburði við Evrópu) og þar eru húsnæðismál helsta umfjöllunarefnið: Valborg skrifar:

"Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum.

Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég!

En ein af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Valborgu finnst greinilega gríska leiðin áhugaverð.Það er ganga í ESB eins og Grikkir gerðu og taka upp evru.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 15.5.2012 kl. 12:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn kemur hér Sandgerðismóri í nábrókum sínum.

Ef ríki hafa tekið of mikið af erlendum lánum geta þau að sjálfsögðu orðið gjaldþrota og þá gildir einu hvort gjaldmiðill þeirra er til að mynda Kanadadollar, Bandaríkjadollar eða íslenskar krónur.

Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breimaköttur gengur laus í Sörlaskjólinu.

Sigurgeir Jónsson, 15.5.2012 kl. 20:29

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhönnu og Steingríms-stjórnin lofaði að afnema verðtryggingu á lánum.

En það er með þau loforð eins og önnur frá ESB-stjórninni, að svik er "heiðurs"afrek þessarar banka-lífeyrissjóðs-stjórnsýslu-mafíu á Íslandi.

Verðmæti breytast ekki við að fara frá einu stórveldi til annars. Siðferðis-brenglunin í stjórnsýslunni er vandamálið, en ekki gjaldmiðillinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 22:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012 (í dag):

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 22:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5%.

OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.


Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 22:59

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Það eru ekki gjaldmiðlamálin sem eru vandamálið, heldur hertekin stjórnvöld Íslands og annarra landa, bæði fyrr og síðar.

Í herlausu landi finna valdasjúkir menn/heimsveldi aðrar leiðir en hernað með hermönnum og skriðdrekum, til að hertaka landið, og þá fara þeir í mútuþega-þrælana og tölvublekkinga-tölurnar í bönkunum og lífeyrissjóðunum.

Bankarnir og lífeyrissjóðirnir eru forystu-sauðir svikulla auðmanna-stjórnsýslu á Íslandi.

Stjórnmálamenn eru bara valdalaus peð á taflborði heimsauðvalds-manna á toppnum. Þetta vita flestir sem leita að sannleiknum og heiðarleikanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 23:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.4.2012:

"Verðbólgan var hvergi meiri á Evrópska efnahagssvæðinu en hér á landi í mars síðastliðnum, á sama tíma og dregið hefur úr verðbólgu í flestum löndum Evrópu.

Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem verðbólgan er mest hér á landi.


Verðbólga mældist 2,7% á evrusvæðinu
í mars síðastliðnum, miðað við samræmda vísitölu neysluverðs."

Verðbólgan hvergi meiri á Evrópska efnahagssvæðinu

Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 23:44

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagur okkar Íslendinga BATNAÐI MIKIÐ með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞAR NOKKUR ÁHRIF.

Stýrivextir hér á Íslandi eru háir vegna þess að VERÐBÓLGAN ER SÚ MESTA Í EVRÓPU en vextir byrja að lækka hér um leið og aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gengi íslensku krónunnar hefur fallið mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum, allur innflutningur verður því dýrari OG VERÐBÓLGAN EYKST.

Ef raunvextir væru hér mjög neikvæðir hefði fólk ekki áhuga á að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fengju aftur STÓRFÉ ÓKEYPIS FRÁ BÖRNUM OG GAMALMENNUM, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 15.5.2012 kl. 23:51

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Hver stjórnar verðbólgunni á Íslandi, ef það eru ekki mútu-þrælarnir í íslensku ríkisstjórninni? Og ASÍ-talgervill ESB, sem er Gylfi Arnbjörnsson alþýðu-svikari allra tíma. Maðurinn hlýtur að skammast sín mjög mikið fyrir að svíkja skjólstæðinga sína 100%, í boði ESB-herliðsins í bönkunum og lífeyrissjóðunum.

M.b.kv.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2012 kl. 23:58

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 16.5.2012 kl. 00:05

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hver stjórnar verðbólgunni?

Þegar krónan fellur kemur verðbólguskot... sem dæmi

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2012 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband