Leita í fréttum mbl.is

Ætla Nei-sinnar að skila styrkjum?

VínylplataNei-sinnar  þessa lands (og samtök þeirra) klifa stöðugt á því að draga beri umsókn Íslands að ESB til baka. Samtök þeirra hafa þegið styrki til kynningar og annarrar starfsemi, rétt eins og hin ýmsu JÁ-samtök.

Lýðræðisleg staða fylkinganna er því jöfn, en Nei-sinnar eru hinsvegar eins og gömul og rispuð plata: "Draga til baka, draga til baka...hætta við, hætta við!!!"

Ef svo færi, ætla þá Nei-sinnar að borga alla styrki til baka, sem þeir hafa fengið?

Varla, en þeim virðist fyrimunað að geta tekið þeirri áskorun að kljást lýðræislega um málið og þeim það virðist fara mjög í taugarnar á þeim að landsmenn eigi að fá að kjósa um málið!

Hvað er að beinu lýðræði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gott ef þið mynduð nú svara því sem allir vita reyndar. Enginn óttast lýðræðið meira heldur en Evrópusambandið og hjálparkokkar þess hér á landi.

Þjóðin var ekki spurð álits áður en farið var út í að sækja um aðild að ESB heldur var beitt svikum og lygum.Nú er verið að aðlaga allt stjórnkerfi landsins á móti meirihlutavilja landsmanna og talað um að þjóðin eigi kjósa um einhvern samning sem allir vita hvað hefur upp á að bjóða framsal á fullveldi og yfirráðum á auðlindum landsins með einhvern ákveðin árafjölda til aðlögunar þetta vita allir og vilja hætta þessum heimskulegu viðræðum og fara að einbeita sér að uppbyggingu hér innanlands í stað þess að öll orkan fari í að verja sjálfstæði landsins fyrir Evrópusambandinu og trójuhestum þess hér á landi!

Örn Ægir Reynisson, 19.6.2012 kl. 20:47

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Össur hafði eftir ESB að hægt yrði að kjósa um "samning" eftir eitt og hálft ár, eftir að sótt yrði um, sem var í júní 2009.Nú þegar margbúið er að krefja ESB um að fá að kjósa reynir ESB að ljúga því upp að andstæðingar aðildar vilji ekki fá kosningu.Málflutningur af því tagi sem ESB er með er ekki nokkrum manni boðlegur.Krafan er skýr, "samning" á borðið strax svo hægt sé að kjósa um hann.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 19.6.2012 kl. 20:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gaman að sjá þessa vesalinga gapa hér árum saman.

Samt FULLYRÐA þeir stöðugt að Ísland fái ekki aðild að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 19.6.2012 kl. 23:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er afar sérstakt og ég segi fyrir minn hatt - að eg barasta botna ekki í þessu uppleggi andsinna. þeir eru eins og alveg hættir að reyna að tjá sig um efnisatriði málsins en eru eins og höktandi eldgamall kolatogari: Draga til baka, draga til baka.

Mér dettur aðeins í hug ein skýring á þessu háttalagi. Fyrr á árum þa þóttust andsinnar allt vita um hvað aðildarsamningur innifæli. það hefur samám saman verið að koma í ljós að nánast allt, 100%, hefur verið rangt sem þeir hafa gasprað og gapað um misserum, árum og áratugum saman. þessvegna vilja þeir ekki samninginn á borðið. því hann afhjúpar bullumþrugl þeirra og þeir þurfa að leggja í svo mikla própagandavinnu til að endurvinna gaspur sitt og byggja upp nýjar vístöðvar, grafa nýjar skotgrafir o.s.frv. Mer dettur engin önnur skýring í hug.

Varðandiþað hvort andsinnar muni skyla styrkjum er þeir fá - þá tel ég næstum 0% líkur á því. Easy money.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2012 kl. 00:42

5 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Við í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland erum að fá styrk, rétt er það, ekki veitir af að reyna að verjast áróðurshrinu Evrópusambandsins í gegnum hina ólögmætu "stofu" með sakleysislega gervinafninu: Evrópustofu, sem er einungis stofa 42,5% af Evrópu, þ.e. ESB, en við Íslendingar tilheyrum hins vegar 57,5 prósentunum af landi Evrópu. Því verður ekki neitað, að Evrópusambandið vill komast yfir ALLA EVRÓPU, þeir segja það sjálfir þar, en okkur er ekkert um það gefið hér á Íslandi, ekki nema rúmlega 5. hverjum manni.

Þegar búið verður að verja fé til fræðslustarfs, til greiðslu í prentsmiðju o.m.fl., þá getum við ekki "skilað" því til baka, en verði eitthvað (og helzt sem mest) styrktarfé ónotað, þegar hætt yrði við hina ólögmætu umsókn Össurarhópsins, þá myndum við með gleði skila hverjum eyri til baka í ríkissjóð.

Það get ég alveg sagt ykkur fyrir hönd samtakanna.

Jón Valur Jensson, formaður stjórnar.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 20.6.2012 kl. 00:46

6 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þetta átti að vera: ... rétt rúmlega 4. hverjum manni.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 20.6.2012 kl. 00:47

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB trauð styrkjunum upp á íslendinga á þeim forsendum að það væri samkvæmt reglum ESB vegna aðildarumsóknar,svo það er engin ástæða til að skila þeim þótt aðildarviðræður verði settar í salt til næstu áratuga.Hægt er að endurskoða hvort eigi að skila þeim eftir 50 ár.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.6.2012 kl. 07:59

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef maður vill sjá "málefnalegan og réttlátan"  málflutnig fer maður á þessa síðu...................

Jóhann Elíasson, 20.6.2012 kl. 08:10

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er víst svokallaður nei-sinni. Ekki hef ég fengið styrki fyrir skoðanir mínar. Hverju á ég að skila?

Þessar alhæfingar eru ekki til fyrirmyndar hjá Evrópusamtökunum.

Hvernig dettur fólki í hug að þessir styrkir sem verið er að keyra áróður ESB áfram á, séu einhverjir góðgerðarsamtaka-styrkir?

Það hafa margir láðið blekkjast af píramídasvindli upp í gegnum árin. Þetta er ein birtingarmynd af slíkum bellibrögðum, sem græðgin kokgleypir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.6.2012 kl. 08:41

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahahaha ,,samstaða um rannsóknir á esb" að fá easy money. þessi var góður. Give me a brake.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.6.2012 kl. 11:25

11 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Jón V: Hlökkum til að sjá rannsónir ykkar! Látið nú hendur standa fram úr ermum!

Anna: Ef þú værir samtök, þá hefðir þú getað fengið styrk!

Jóhann: Það er gott að þú kemur hingað, miklu betra að vera hjá okkur en hinum :)

SB: Notum falleg orð og verum kurteis!

Sólin rokkar! Gleðilegar sumasólstöður!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.6.2012 kl. 17:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hvarflar ekki að mér að vera kurteis við þá sem eru með stöðugar  svívirðingar í minn garð, hvort sem það er hér eða annars staðar.

Ég er kurteis við þá sem sýna mér kurteisi.

Evrópusamtökin skrifa hér undir nafnleysi og eiga ekki að tala niður til fólks hér á blogginu og haga sér eins og þau séu foreldrar þess.

Skrifið um Evrópusambandið og sleppið uppeldishlutverkinu, takk fyrir!

Þorsteinn Briem, 20.6.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband