24.6.2012 | 19:06
Skriður að komast á sjávarútvegsmálin?
Í frétt á MBL.is segir: "Við þurfum að hefja viðræðurnar, takast á við vandamálin og þannig munum við ná samkomulagi sem Ísland mun fara eftir. Við erum reiðubúin að leggja fram samningsmarkmið okkar, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fjölmiðla í Brussel í gær samkvæmt fréttaveitunni Agence Europe aðspurður um viðræður um sjávarútvegsmál vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið.
Ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í gær en þar voru þrír nýjir samningskaflar opnaðir í viðræðunum um inngöngu Íslands í sambandið. Þar með hafa 18 kaflar verið opnaðir af 35 en af þeim hefur tíu verið lokað til bráðabirgða. Þeir kaflar sem talið er að verði erfiðastir, um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál, hafa hins vegar ekki verið opnaðir enn."
Sjávarútvegsmálin eru áhugaverð, bæði í Reykjavík og Brussel!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvar liggja þessir kaflar aðgengilegir á netinu?
Fær þjóðin ekki að skoða kaflann um samningsmarkmið okkar í sjávarútvegsmálum áður en ESB fær að sjá þau. Er ekki allt uppi á yfirborðinu, Jóhanna og Co?
Örn Johnson, 24.6.2012 kl. 23:12
Stöðva þennan kjána hann Össur og alla hina kjánana í Samfylkingunni. Þjóðin er ekkert á leið í Evrópusambandið.
Fyrrverandi stjórnarformaður Volkswagen: Hefði aldrei sótt um ESB-aðild í sporum Íslendinga
Örn Ægir Reynisson, 24.6.2012 kl. 23:52
Fjórfrelsið nær bæði til Íslands og Noregs en Herra Volkswagen minnist ekkert á það.
Og fjórfrelsið skiptir mestu máli í þessu samhengi.
Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif, og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.
Það er nú allt fullveldið!
Þorsteinn Briem, 25.6.2012 kl. 01:27
Hér á Íslandi er þingræði og meirihluti Alþingis, þingmenn í öllum stjórnmálaflokkum sem þar eiga sæti, hafa sótt um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður hins vegar um aðildarsamninginn þegar hann liggur fyrir, væntanlega á næsta ári, þannig að nú styttist óðum í það.
Utanríkisráðherra okkar Íslendinga á ekki endilega sæti á Alþingi og hann sækir að sjálfsögðu ekki einn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 25.6.2012 kl. 01:49
Steini Herra Volkswagen hefur meira vægi en þú.
Varðandi EES samningin þá ættum við að fara að ræða um hvað þessi mestu pólitísku mistök síðustu aldar hafa í raun gert fyrir okkur þegar upp er staðið.
Þegar kratin Jón Baldvin Hannibalsson (14) náði þessu lymskulega í gegn í stjórnamyndunaviðræðum
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 01:54
Steini þú talar alltaf um hvað Íslenskir stjórnmálaflokkar vilja fullir af Euro pelabörnum sem súpa reglugerðarverkið frá Brussel möglunarlaust.Það á eftir að fara fram umræða um þessi mál eldar halda áfram að loga.
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 02:01
Það hefur varla verið markmiðið með EES samningnum í upphafi að láta markaðin sem við seljum vörurnar okkar á hirða af okkur sjálfstæðið,landið og miðin nema kanski hjá krataflokknum sem hefur séð það gerast í hillingum framtíðinni.
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 02:32
Herra Volkswagen stjórnar ekki því hvað við Íslendingar gerum og hann hefur ekki atkvæðisrétt hér á Íslandi.
Fjórfrelsið gildir hér á Íslandi og í Noregi og íslenskir stjórnmálaflokkar, sem sæti eiga á Alþingi, hafa ENGAN áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Norðmenn hafa ekki heldur áhuga á að segja upp aðild Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu.
Norska krónan er hins vegar sterkur gjaldmiðill, enda hefur Noregur verið olíuríki síðastliðna áratugi.
Íslenska krónan er hins vegar ENGAN VEGINN sterkur gjaldmiðill.
Íslenskir stjórnmálaflokkar, sem sæti eiga á Alþingi, hafa ekki heldur lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.
EF Herra Volkswagen væri hins vegar EINGÖNGU að velta því fyrir sér hvort við Íslendingar ættum að nota evru sem gjaldmiðil okkar er hægt að benda honum á að hér á Íslandi hafa verið GJALDEYRISHÖFT síðastliðin FJÖGUR ÁR.
Og allt útlit er fyrir að gjaldeyrishöftin verði hér MÖRG ÁR Í VIÐBÓT, ef við fáum ekki aðstoð Seðlabanka Evrópu við að aflétta þeim og taka upp evru sem gjaldmiðil okkar, enda eigum við langmest viðskipti í þeim gjaldmiðli.
Þorsteinn Briem, 25.6.2012 kl. 02:41
Hvar búa svo Jón Baldvin og frú?
Sandy, 25.6.2012 kl. 06:34
ÖJ: http://www.vidraedur.is/vidraedurnar/samningskaflar/
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.6.2012 kl. 07:58
Íslendingar eru ekki einir um að fara að kveðja Evrópusambandið:
Berlusconi til baka?-Talar um brottför Ítalíu af evrusvæðinu
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 12:26
Samningsmarkið í sjávarútvegsmálum: Liggja tilbúin í stjórnarráðinu og í Brussel - ekkert rædd við samningshóp eða þingmenn
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 12:31
Eru sveitarstjórnarmenn utan vinnutíma í ESB-ferðum? Hvers vegna þetta pukur? Nöfnin á að birta
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 12:39
Lítið raunsætt á málið Ísland mun aldrei ganga í Evrópusambandið og Samfylingin nær ekki Bessastöðum þrátt fyrir kosningasvindl
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 12:48
Ólafur Ragnar Grímsson kemur ekki í veg fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og þá gildir einu hvort hann dettur af baki á Bessastöðum eða í Mosfellsbæ.
Og ég veit ekki til þess að kosið verði um aðild Íslands að Evrópusambandinu í forsetakosningunum hér í þessari viku.
Frambjóðendurnir í þessum kosningum eru sex en ekki tveir.
Þorsteinn Briem, 25.6.2012 kl. 13:22
Þjóðin sjálf kemur eðlilega í veg fyrir aðild: Vinstrivaktin paste/
Það er orðið lítið eftir af hinu opna lýðræðislega ferli sem þjóðinni var lofað í sambandi við ESB. Utanríkisráðherra hefur engar áhyggjur af því og ekki heldur af því að erfitt verði að semja, hann treystir fullkomnlega góðvilja ESB! Hvernig er komið fyrir þeirri þjóð sem felur Össur Skarphéðinssyni að fara með fjöregg sitt í skjóðu um alla tranta heimsins.
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 13:33
Hvernig líst ykkar annars á að Ítalía fari að yfirgefa evrusvæðið?
Örn Ægir Reynisson, 25.6.2012 kl. 13:35
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Sjávarútvegsmál:
"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.
Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."
"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."
"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.
Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum."
Þorsteinn Briem, 25.6.2012 kl. 13:38
Gengi íslensku krónunnar hefur HRUNIÐ.
Gengi evrunnar og Bandaríkjadollars hefur hins vegar EKKI hrunið.
Því síður Evrópusambandið eða Bandaríkin.
Þorsteinn Briem, 25.6.2012 kl. 13:43
Vingjarnlegt af þér Steini Briem að minna okkur svo rækilega á að við erum nú þegar með stóran hluta laga ESB. Þetta fengum við að miklum hluta með atbeina Vigdísar forseta sem hundsaði áskoranir þjóðar sinnar um að leggja EES málið í hendur hennar. Það er ykkur landsölumönnum líkt að hælast um af þessu þjóðþrifaverki.
Og svo þorðu þessir garpar í ríkisstjórninni ekki núna að hefja aðildarviðræðurnar með því að byrja á þeim köflunum sem mestu máli skipta. Það á að fullgilda allar reglugerðir aðrar áður svo hægt verði að segja að nú sé of seint að hætta við.
Aldrei hefur ómerkilegri ræfildómur stýrt íslenskri stjórnsýslu.
Enda ekki við garpslegum vinnubrögðum að búast af görmum sem óttast frelsið.
Árni Gunnarsson, 26.6.2012 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.