Leita í fréttum mbl.is

Oddný Harðardóttir í Wall Street Journal - gjaldmiðilsmálin framtíðarmál

Á vefsíðu samtakanna Já Ísland segir: "Þrátt fyrir ólguna á evrusvæðinu þjónar það íslenskum hagsmunum best að ganga í Evrópusambandið og verða hluti af evrusvæðinu, segir Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, í viðtali við The Wall Street Journal í fyrradag.

Viðtal við Oddnýju er uppistaðan í umfjöllun The Wall Street Journal um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Oddný segir mikilvægt fyrir Ísland að taka upp nánara samband við helstu viðskiptaþjóðir með aðild að ESB. „Það er mjög mikilvægt fyrir Ísland, sem er lítið land, að vera í sambandinu eins og okkar góðu nágrannar.“

Blaðamaður The Wall Street Journal nefnir að Oddný taki þarna aðra afstöðu en forveri hennar, Steingrímur J. Sigfusson, sem sé eindregið andsnúinn aðild og hafi sagt að krónan hafi komið Íslendingum að miklu gagni í kjölfar efnahagshrunsins en þá tapaði hún meira en 40% af verðmæti sínu. Núna sé efnahagslífið hins vegar í vexti og atvinnuleysi á undanhaldi. Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála sé nú hvernig nálgast eigi gjaldmiðlamálin til framtíðar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband