6.8.2012 | 13:36
Dauf heyrúlluherferð!
Sumarið 2012 fer í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta síðan mælingar hófust og var meðalhitinn í júlí heilum 1.9 gráðum hærri en í meðalári.
Sólríkt hefur verið með afbrigðum og þurrt, svo mikið að bændur hafa kvartað - laxveiðiár eru margar hverjar sem sprænur.
Ritari, sem kominn er af léttasta skeiði og man mörg sumrin, er á þeirri skoðun að sumarið 2012 sé eitt það albesta sem hann hefur upplifað.
Sá hinn sami hefur líka flandrað um landið og keyrt fram hjá mörgum íslenskum sveitabæjum. Og þar hefur t.d. verið í gangi heyskapur.
Eitt af því sem Bændasamtökin, sem eru jú alfarið á móti ESB-aðild (að mestu leyti eftir að hafa kynnt sér reynslu EINS ESB-ríkis, Finnlands), brugðu á það ráð að gera rúllubaggaáróðursmiða með boðskap gegn ESB. Rúllubaggamiðana á s.s. að líma á rúllubaggana (svona til að auka aðeins á plastið!!).
Sumir forsprakka Nei-samtakanna hafa hoppað hæði sína af gleði og telja þetta mjög vel heppnaða herferð.
Ritari, sem eins og áður sagði, hefur flandrað helling um landið í sumar, hefur hinsvegar aðeins séð þessa and-ESB-límmiða á örfáum bæjum. Og hefur þó keyrt um mikil landbúnaðarhéruð eins og Borgarfjörð, Skagafjörð og um sveitir Norðurlands! Kannski fór þetta allt saman á Suðurlandið og Austur
Samkvæmt opinberum upplýsingum kostar stykkið 3000 íslenskar krónur eða um 20 Evrur.
En hver borgar fyrir framleiðsluna á þessu og auglýsingarnar? Eru það hin skattafjármögnuðu Bændasamtök Íslands?
Ef svo er, þá eru það almennir skattborgarar sem eru að borga þennan brúsa!
Já, Bændasamtök Íslands fara sínu fram - það er engin spurning!
Ps. En eins og myndin ber með sér má skapa list úr heyrúllum!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Aðeins örfár hræður hérlendis vilja ganga í ESB
ESB ásælist Grænland og Ísland-Hverjir eru Trójuhestarnir? Trójuhestarnir eru ásamt fleirum gamlir, afdankaðir sósíalistar, kommúnistar, maóistar og Trotskyistar, sem hafa gerzt handbendi „auðvaldsaflanna“ í Evrópu!
Og þangað vill ríkisstjórn Íslands fara:
Það skortir forystu í Evrópu og það er hættulegt
Mario Monti: Evrukreppan er að leiða til átaka sem geta splundrað Evrópu
Westerwelle: Megum ekki „tala Evrópu í sundur“-FT: Er Rajoy heyrnarlaus gagnvart vanda Spánar
Evrópa: Neytendur draga saman seglin-minnka matarkaup-minni bílasala-minni hagnaður fyrirtækja
Örn Ægir Reynisson, 6.8.2012 kl. 14:53
FT: Wall Street býr sig undir brottför ríkja af evrusvæðinu
Grikkland: Uppnám vegna peningaflutninga bankamanns úr landi
Fjármálaráðherra Bæjaralands: Rétti tíminn fyrir Grikki að flytja að heiman frá mömmu - eiga ekki lengur heima á evru-svæðinu
Örn Ægir Reynisson, 6.8.2012 kl. 14:57
Björn Bjarnason: Pólitískum fórnarlömbum evrunnar fjölgar
Styrmir Gunnarsson: Evrukreppan fer að hafa neikvæð áhrif hér eins og annars staðar
Björn Bjarnason: Þjóðin vill þáttaskil - beitir forseti sér fyrir þingrofi og kosningum?
Örn Ægir Reynisson, 6.8.2012 kl. 15:06
Gat nú verið,síðuhaldari er enn að reyna að sverta okkur bændur eins mikið og hann getur með því að gera því skóna að rúllumiðarnir séu gefnir af bændasamtökunum. Honum til upplýsinga skal það staðfest að þeir kosta 3000 krónur og hver og einn sem vill líma þá á rúllurnar hjá sér skal greiða fyrir þá sjálfur. Er ekki nóg komið af þessum styrkja áróðri, er ekki kominn tími á aðeins málefnalegri umræðu. !!!
Sigurður Baldursson, 6.8.2012 kl. 18:05
SB: Lestu færsluna! En einhver hlýtur að framleiða dótið! Hver gerir það? Bændasamtökin?
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.8.2012 kl. 18:28
Vá maður ,hvað þú ert steiktur. Það er ónefnd prentsmiðja út í bæ sem framleiðir dótið. Bændasamtökin eiga ekki prentsmiðju ,
Sigurður Baldursson, 6.8.2012 kl. 20:03
Er þetta sú "upplýsta umræða" sem ESB sinnar vilja? Er það með þessum hætti sem þeir byggja sinn málstað? Eða eru aðildarsinnar svona illa upplýstir?
Bændasamtökin koma hvergi nærri þessum límmiðum sem bændur geta keypt til að setja á sínar rúllur og reyndar hver svo sem er, ef því er að skipta. Heimsýn lét útbúa miðana og selur þá hverjum sem er, á kostnaðarverði. Það er því ekki verið að nota fé Bændasamtakanna í þessu skini, þó margt væri vitlausara.
Þá skal síðuhaldara bent á þá staðreynd að bændasamtökin hafa eitt allra hagsmunasamtaka rannsakað af viti áhrif aðildar á sína félagsmenn. Það starf hófst við síðustu aldamót og var hressilega slegið í klárinn eftir að umsókn hafði verið send. Finnland er eitt þeirra ríkja sem bændasamtökin hafa leitað upplýsinga frá, ekki eina. Skemmst er frá að segja að þó einhverjir kostir gætu falist í aðild fyrir bændur, eru ókostirnir svo margir að aðild er ekki talin þeim til framdráttar. Því vinna þeir gegn aðild og gera það af vel upplýstu máli.
Það væri gaman ef síðuhaldari gæti bennt á einhver samtök sem hafa rannsakað aðild fyrir sína aðildarfélaga betur en bændasamtökin.
Reyndar er lítil von til þess, þar sem skrif síðuhaldara lýsa vel vanþekkingu hans á svo einföldu máli sem auglýsingamiðum gegn aðild og tilurð þeirra.
Samt ákveður hann að miðla þeirri vanþekkingu sinni!!
Gunnar Heiðarsson, 6.8.2012 kl. 22:44
Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar á þessu ári, 2012, eru um 4,5 milljarðar króna og þar af eru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.
Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.
Samtals er því kostnaður ríkisins vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna á þessu ári.
Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.
Kostnaður ríkisins vegna hvers sauðfjárbús er því að meðaltali um 2,5 milljónir króna á þessu ári.
Landbúnaður og þróun dreifbýlis
Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:12
Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:15
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan frá Íslandi á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandsríkjanna.
Á móti kemur að innflutningur á landbúnaðarvörum þaðan myndi aukast eitthvað hérlendis.
Tollar falla einnig niður á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum og því yrði hægt að STÓRAUKA sölu þangað á FULLUNNUM íslenskum sjávarfurðum.
Og AUKIN sala héðan á FULLUNNUM sjávarfurðum þýðir að sjálfsögðu AUKNA ATVINNU hérlendis, en EKKI minni, með aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:17
Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Geymsluþol nýmjólkur er of lítið til að það borgi sig að flytja hana hingað með skipum þúsundir kílómetra frá öðrum Evrópulöndum og of dýrt yrði að flytja mjólkina með flugvélum.
Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna árið 2009 og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Flutt voru út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.
Og flutt voru hér út 1.589 lifandi hross, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:20
Innflutningur á svínakjöti, kjúklingum og eggjum gæti hins vegar orðið töluverður en hér eru einungis um tíu svínabú og kjúklinga- og eggjaframleiðendur.
Eitt svínabú í Danmörku gæti nú annað allri eftirspurn okkar Íslendinga eftir svínakjöti.
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:26
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til LANDBÚNAÐAR í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.
Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum."
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:33
Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:38
Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:
"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."
"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.
Sænskir bændur eru bjartsýnir og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.
ÚTFLUTNINGURINN er MIKLU MEIRI nú en þá.
Sérstaklega er þó útflutningsVERÐMÆTIÐ MEIRA en það var.
Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af FULLUNNUM búvörum.
Útflutningurinn hefur með öðrum orðum AUKIST hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 00:40
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2012, eru um 6,1 milljarðar króna og þar af eru beinar greiðslur til kúabænda um 5,2 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.
Árið 2008 höfðu 738 mjólkurbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður kúabóndi er með 30-40 kýr.
Kostnaður ríkisins vegna hvers mjólkurbús er því að meðaltali um 8,3 milljónir króna á þessu ári, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.
Landbúnaður og þróun dreifbýlis
Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 01:36
þetta er sennilega heimaframleitt. Límmiðaplastið altso. Beint frá býli.
þetta er nefnilega góð ábending. Follow the money. þetta er náttúrulega innflutt. Einhver ætlar að fá easy money kallinn minn.
það hefði alveg verið hægt að skrifa bara með túss ESB á plastið. Sama gagn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2012 kl. 12:42
"SS er í samstarfi við TRIOPLAST AB í innflutningi á heyrúlluplasti og ábreiðum fyrir heystæður.
TRIOPLAST er einn virtasti framleiðandinn á heyrúlluplasti.
Teno Spin heyrúlluplastið er landsþekkt og plastið sem bændur treysta, enda verið notað af fjölda bænda í yfir 30 ár."
Rúlluplast - Sláturfélag Suðurlands
Trioplast AB er sænskt fyritæki og Svíþjóð er í Evrópusambandinu.
"Eigum fyrirliggjandi á lager heyrúlluplast í öllum gerðum frá Duoplast og Trioplast."
Fóðurblandan - Heyrúlluplast
Duo Plast er þýskt fyrirtæki og Þýskaland er í Evrópusambandinu.
"Bústólpi selur einnig fóðursíló og aðrar vörur tengdar fóðrun og jarðrækt. Má þar nefna sænska rúlluplastið Triowrap og Teno Spin sem selst mjög vel, enda þekkja bændur þetta plast sem gæðavöru."
Um Bústólpa - Bústolpi ehf.
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 13:39
Seldust þær ekkert? Kostuðu í upphafi 5000 krónur, en nú 3000 krónur.
Sema Erla Serdar, 7.8.2012 kl. 17:21
Mjög góður árangur að fá þó það væri ekki nema 10 bændur til að setja upp þessa límmiða. Ég taldi 7 í skagafirðinum einum, plús einn sem hafði handskrifað skilaboðin. Fyrir hvaða málstað myndu menn annars setja upp svona auglýsingu á eigin kostnað? Ekki stjórnmálaflokk, ekki neina framleiðsluvöru (nema sína eigin) og svo sannarlega ekki til að mæla með aðild að ESB.
Viðar Freyr Guðmundsson, 7.8.2012 kl. 17:49
10.10.2011:
"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.
Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."
Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 18:09
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 18:12
"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14
"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.
In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4."
Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 18:14
STYRKIR TIL LANDBÚNAÐAR Í SVÍÞJÓÐ OG FINNLANDI.
"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.
Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72
"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.
In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.
Aid is paid for traditional agricultural production sectors in the region, i.e. animal husbandry, including reindeer husbandry, plant production and horticulture (greenhouse production and storage aid).
Northern aid scheme also includes transportation aid for meat and milk in northernmost Finland.
In 2007 northern aid was paid to almost 35,000 beneficiaries in Finland. The payments to the production of 2007 have been estimated at 328 million euros, of which the share of animal husbandry is 78%.
Of the total aid 48% is paid as production aid for milk and 19% as various forms of aid for beef production. About 55% of the cultivated arable area of Finland is located in the area covered by the northern aid scheme."
Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 18:17
Bændasamtök Íslands fá um 416 milljónir króna úr ríkissjóði á þessu ári, 2012.
Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 67
Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.