Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Alexander um ESB og neytendamál

gunnar-alexander-ólafssonHagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafssonskrifaði grein um ESB-málið þann 7.ágúst í FRBL og segir til að byrja með: "Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB gerir það að verkum að Íslendingar njóta þess ekki til fulls að vera fullir aðilar að innri markaðnum. Viðskiptakostnaður er mun hærri nú vegna tollafgreiðslu og umsýslukostnaðar ýmiss konar. En almennt verður að taka fram að áður en hægt er að taka afstöðu til aðildar að ESB verður aðildarsamningur að liggja fyrir.

Ef skoðaðir eru þrír þættir sem skipta neytendur mestu máli; húsnæðislán, matarkostnaður og neytendavernd, þá er ljóst að aðild að ESB hefur verulega þýðingu fyrir neytendur. Við aðild Íslands að ESB myndi vaxtakostnaður neytenda lækka töluvert og þar hafa húsnæðislánin mesta þýðingu. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti kostnaðarliður í bókhaldi hvers neytanda. Í könnun sem NS gerðu árið 2005 kom fram að kostnaður íslenskra neytenda vegna húsnæðislána er umtalsvert hærri en á öðrum Norðurlöndum og löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil. Lántökukostnaður, kostnaður við greiðslu afborgana og uppgreiðslugjald var almennt hærra á Íslandi en í þeim löndum sem könnunin náði til. Í sömu könnun kom fram að vextir á íslenska húsnæðismarkaðnum voru þeir hæstu meðal þeirra landa sem könnunin náði til og raunvextir voru að jafnaði 2 til 5 prósentustigum hærri hér á landi en á hinum löndunum í könnuninni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það sem Gunnar Alexander segir en það allt er hægt að laga án ESB eða er það ekki. Það er líka hægt að hafa allt eins og það er verandi í ESB. Það breytir engu.

Valdimar Samúelsson, 7.8.2012 kl. 17:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.

"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu VEXTIR á húsnæðislánum BYRJA AÐ LÆKKA TALSVERT ÁÐUR EN EVRAN YRÐI TEKIN UPP.

Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.

Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.

Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.

Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.

AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.

Aðalsteinn Leifsson
, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."

Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 17:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 17:57

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar eigum LANGMEST viðskipti við Evrópska efnahagssvæðið og höfum ENGA góða ástæðu til að skipta þeim evrum, sem við fáum fyrir sölu á vörum og þjónustu til evrusvæðisins, í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi GRÍÐARLEGUM KOSTNAÐI.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu
og 84% af útflutningi okkar fóru þangað.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 17:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MIKLU HÆRRI en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.

OG HÉR Á ÍSLANDI ERU GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 18:04

6 Smámynd: Ólafur Als

Vextir munu ekki lækka við það eitt að ganga í ESB. Þar þarf fleira til. Að halda öðru fram er lygi.

Vöruverð hefur stundum lækkað við inngöngu í ESB en ekki í stórum mæli. Í stöku landi hefur verðlag jafnvel hækkað. Að halda öðru fram er lygi.

Vextir af húsnæðislánum ráða m.a. verðlagi á húsnæði. Í löndum þar sem vextir eru lágir er húsnæðisverð alla jafna hærra og svo öfugt. Að halda öðru fram er lygi.

Kostnaður við að skipta á milli gjaldmiðla er óverulegur miðað við þann kostnað sem felur í sér að samræma efnahag margra landa til þess að bera uppi sameiginlegan gjaldmiðil. Að halda öðru fram er lygi.

Ólafur Als, 7.8.2012 kl. 18:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,15% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,59% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994 - 2009


Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 18:50

8 Smámynd: Elle_

Vextir munu ekki lækka við það eitt að ganga í ESB. Þar þarf fleira til. Að halda öðru fram er lygi.

Elle_, 9.8.2012 kl. 00:44

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef raunvextir væru hér mjög neikvæðir hefði fólk ekki áhuga á að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fengju aftur STÓRFÉ ÓKEYPIS FRÁ BÖRNUM OG GAMALMENNUM, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 9.8.2012 kl. 13:12

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 9.8.2012 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband