Leita í fréttum mbl.is

Kosiđ um ESB: Bryndís Pétursdóttir í FRBL

Bryndís Pétursdóttir, alţjóđastjórnmálafrćđingur, skrifađi í byrjun ágúst tölfrćđilega ţétta grein um ESB og segir međal annars:

"Kosiđ var um ađild ađ Evrópusambandinu í ţjóđaratkvćđagreiđslu í fjórtán ađildarríkjum sambandsins af 27. Ţessi ríki eru Danmörk og Írland áriđ 1972, Austurríki, Finnland og Svíţjóđ áriđ 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland áriđ 2003.

Í flestum ríkjum voru niđurstöđur ţjóđaratkvćđagreiđslunnar afgerandi. Ađild hefur oftast veriđ samţykkt međ 60-90 prósentum atkvćđa og kosningaţátttaka hefur almennt veriđ góđ. Nokkur ríki skera sig ţó úr hvađ ţetta varđar. Ţannig var ađild samţykkt međ litlum meirihluta í Svíţjóđ (52,3%), Möltu (53,6%) og Finnlandi (56,9%) en kjörsókn í ţessum ríkjum var góđ (70-90%). Í öđrum ríkjum var stuđningur viđ ađild ađ ESB hins vegar afgerandi en kjörsókn lítil. Ţannig var ađild samţykkt í Ungverjalandi međ 83,3% atkvćđa en ađeins 45,6% kjörsókn, í Slóvakíu međ 93,7% atkvćđa og 52,1% kjörsókn og í Tékklandi međ 77,3% atkvćđa og 55,1% kjörsókn. "

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband