Leita í fréttum mbl.is

Kosið um ESB: Bryndís Pétursdóttir í FRBL

Bryndís Pétursdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, skrifaði í byrjun ágúst tölfræðilega þétta grein um ESB og segir meðal annars:

"Kosið var um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórtán aðildarríkjum sambandsins af 27. Þessi ríki eru Danmörk og Írland árið 1972, Austurríki, Finnland og Svíþjóð árið 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland árið 2003.

Í flestum ríkjum voru niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar afgerandi. Aðild hefur oftast verið samþykkt með 60-90 prósentum atkvæða og kosningaþátttaka hefur almennt verið góð. Nokkur ríki skera sig þó úr hvað þetta varðar. Þannig var aðild samþykkt með litlum meirihluta í Svíþjóð (52,3%), Möltu (53,6%) og Finnlandi (56,9%) en kjörsókn í þessum ríkjum var góð (70-90%). Í öðrum ríkjum var stuðningur við aðild að ESB hins vegar afgerandi en kjörsókn lítil. Þannig var aðild samþykkt í Ungverjalandi með 83,3% atkvæða en aðeins 45,6% kjörsókn, í Slóvakíu með 93,7% atkvæða og 52,1% kjörsókn og í Tékklandi með 77,3% atkvæða og 55,1% kjörsókn. "

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband