13.8.2012 | 12:34
Vilja menn gömlu aðferðina?
Það eru s.s. engar fréttir að Evrópa, Bandaríkin og stór hluti hins alþjóðlega hagkerfis glíma við mikinn vanda um þessar mundir.
Stöðugt er verið að finna lausnir og vinna í gangi til að takast á við vandann, og það er nú gert með því að funda um málin, en ekki með vopnaskaki, eins og hefði kannski verið gert einu sinni!
Að þessu hæðast menn á ákveðnum fjölmiðlum, sem eru á móti ESB-aðilidinni og tala í niðrandi tóni um neyðarfundi og þess háttar.
Vilja menn sem tala á þessum nótum tækla málin með "gömlu aðferðinni" ?
Annars er nokkuð athyglisvert svar sem kom við fyrirspurn um ástandið í Grikklandi, sem kom frá Illuga Gunnarssyni fyrir þinglok. Spurningar Illuga voru þessar:
1.Hvaða undirbúningur hefur farið fram hjá stjórnvöldum vegna mögulegrar útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft?
2.Hvaða vinnuhópar hafa verið stofnaðir í þessum tilgangi, hvernig eru þeir skipaðir og hver eru verkefni þeirra?
3.Hefur málið verið tekið upp með formlegum hætti í ríkisstjórninni og ef svo er, þá hvenær?
4.Hvernig er samráði við Seðlabanka Íslands vegna þessa háttað?
Það verður að segjast eins og er að það sem kemur hér fram í svarinu um Bandaríkin og Bretland, verður að teljast athyglsivert. Bretland er jú með sjálfstæðan gjaldmiðil og ætti því að geta gjaldfellt hann. En það er nokkuð sem talsmenn krónunna telja mikinn kost við hana. Ekkert er hinsvegar í kortunum í Bretlandi sem segir að þar séu menn að velta fyrir sér gengisfellingu á pundinu.
Leturbreyting er ES-bloggsins.
Heildarsvarið er þetta:
"1. Hvaða undirbúningur hefur farið fram hjá stjórnvöldum vegna mögulegrar útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft?
Stjórnvöld fylgjast grannt með alþjóðlegri efnahagsþróun og ekki síst í okkar helstu viðskiptalöndum. M.a. hefur fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins í Brussel fylgst með fundum og umræðum á vettvangi Evrópusambandsins. Reglubundið er farið yfir þróun efnahagsmála í umheiminum í ráðherranefnd um efnahagsmál þar sem embættismenn ráðuneyta, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri hafa gert grein fyrir mati á stöðunni á evrusvæðinu. Í grófum dráttum er matið eftirfarandi:
Í sumum aðildarlöndum Evrópusambandsins fara saman alvarleg bankakreppa og ríkisfjármálakreppa og flest bendir til að kreppan sé að að herða tök sín á evrusvæðinu. Staða ríkja innan evrusvæðisins er þó mjög misjöfn og því reynir á samstarfsvilja landanna við lausn vandans eins og m.a. hefur komið fram í umfjöllun um Grikkland og Spán. Í Bandaríkjunum eru nokkur batamerki, en atvinnuleysi er enn mikið og skuldir ríkissjóðs áhyggjuefni. Bakslag gæti því komið í efnahagsbatann í Bandaríkjunum ef vandinn í Evrópu vindur enn meira upp á sig. Skuldir og halli á rekstri hins opinbera í Bandaríkjunum eru raunar meiri en á evrusvæðinu. Sama á við um Bretland. Sterk tengsl fjármálakerfisins bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi við Evrópu valda því að markaðir í þessum löndum, t.d. hlutabréfamarkaðir, eru næmir fyrir ástandi og þróun mála þar. Því er líklegt að alvarleg kreppa í Evrópu verði jafnframt alþjóðleg kreppa. Vegna þess að kreppur af því tagi sem nú herja á mörg Evrópulönd ráðast af flóknu samspili efnahagslegra og pólitískra þátta eru þær lítt fyrirsjáanlegar. Áhrifin á íslenskt efnahagslíf eru að mörgu leyti óljós en vel fjármagnaðir viðskiptabankar og höft á fjármagnsflutninga draga verulega úr líkum á alvarlegum fjármálalegum óstöðugleika. Samið hefur verið um lengingu lána ríkissjóðs og gjaldeyrisforðinn er mikill sem hvort tveggja stuðlar að stöðugleika. Dýpkandi kreppa í okkar mikilvægustu viðskiptalöndum mun þó óumflýjanlega hafa neikvæð áhrif á innlendan hagvöxt og getur þar með gert örðugra að aflétta gjaldeyrishöftunum.
* Fjármögnun ríkissjóðs er enn viðkvæm fyrir áföllum en staða ríkissjóðs er rúm og ekki þörf fyrir endurfjármögnun næstu missirin.
* Efnahagsreikningar innlendra fjármálastofnana eru að mestu leyti í íslenskum krónum í formi innlána. Bein áhrif af stöðu mála á erlendum mörkuðum verða því takmörkuð.
* Fjárfesting lífeyrissjóða erlendis hefur legið niðri frá haustinu 2008. Eignir sjóðanna hafa aukist um tæpan þriðjung en hlutfall erlendra eigna hefur lækkað um 12% frá sama tíma.
* Minnkandi eftirspurn á heimsmarkaði mun að öllum líkindum hafa áhrif á verðlag mikilvægustu útflutningsafurða, fiskafurða og áls. Mikilvægir markaðir fyrir fiskafurðir eru í löndunum í Suður-Evrópu sem nú eiga í mestum vanda. Ef samdráttur verður verulegur og langvarandi má búast við meiri áhrifum en í kjölfar fjármálakreppunnar 20082009.
* Vaxandi hætta yrði á að áform um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og ferðamannaiðnaði festist sem aftur hefði neikvæð áhrif á aðra fjárfestingu.
* Verði upplausn á evrusvæðinu má búast við verulegum samdrætti í kjölfarið. Ef efnahagslegur samdráttur á heimsvísu verður 5% má búast við að hagvöxtur á Íslandi minnki um a.m.k. 1% frá því sem ella hefði orðið.
* Fjárfesting gjaldeyrisforðans byggist á mjög varfærinni stefnu og gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans er jákvæður, þ.e. eignir hans í erlendri mynt eru hærri en skuldir.
2. Hvaða vinnuhópar hafa verið stofnaðir í þessum tilgangi, hvernig eru þeir skipaðir og hver eru verkefni þeirra?
Sérstakir vinnuhópar hafa ekki verið settir á stofn af þessu tilefni, en allt hefðbundið viðbúnaðarkerfi virkjað. Ráðherranefnd um efnahagsmál fylgist reglubundið með framvindu mála, m.a. með því að fá mat fagstofnana á þjóðhagslegum áhrifum þróunarinnar í Evrópu. Milli Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins er skilgreint og náið samstarf varðandi fjármálastöðugleika. Umboð nefndar um fjármálastöðugleika hefur nýlega verið endurnýjað á grunni nýrrar verklýsingar og verður málið einnig til umfjöllunar á þeim vettvangi. Stýrihópur um losun gjaldeyrishafta, sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og viðskiptamála og fjármála ásamt seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins hefur fjallað um málið og samráðs er gætt á þeim vettvangi. Áhersla er lögð á að vakta þróunina sem best og að fyrir liggi skýr ábyrgð á viðbrögðum hjá þeim aðilum sem tilgreindir hafa verið og koma að mismunandi þáttum málsins. Sérstakir vinnuhópar til að fjalla um tiltekna þætti kunna að verða settir á laggirnar en enn sem komið er hefur það ekki þótt tímabært.
3. Hefur málið verið tekið upp með formlegum hætti í ríkisstjórninni og ef svo er, þá hvenær?
Já, málið hefur verið tekið upp í ríkisstjórn og var síðast rætt á fundi hennar hinn 5. þ.m.
4. Hvernig er samráði við Seðlabanka Íslands vegna þessa háttað?
Seðlabanki Íslands hefur það hlutverk að uppfæra stöðugt mat sitt á þjóðhagslegum áhrifum fjármálakreppunnar á evrusvæðinu. Bankinn hefur tekið saman og kynnt minnisblöð um hugsanleg áhrif fjármálakreppunnar á evrusvæðinu í ráðherranefnd um efnahagsmál og jafnframt gert minnisblöð um fjármagnshöftin og afnámsáætlun og rætt í stýrihópi um það efni. Seðlabankastjóri, eftir atvikum ásamt aðstoðarseðlabankastjóra, hefur mætt á fundi þar sem um þessi mál er fjallað að viðstöddum ráðherrum og embættismönnum."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.