16.8.2012 | 20:40
Guðmundur Steingrímsson í DV: Er gott að vita ekki?
Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, skrifaði fína grein í DV þann 15.8 um ESB-málið og birtist hún hér í heild sinni:
ER GOTT AÐ VITA EKKI?
Það liggur fyrir að skoðanir á hugsanlegri aðild Íslendinga að Evrópusambandinu eru skiptar. (Þessi setning er það sem enskir kalla understatement.) Sjálfur hef ég átt í rökræðum um ESB í ótal eldhúsum, heitum pottum, vinnustöðum, sumarhúsum, skólastofum, leigubílum og guð má vita hvar síðan 1986 eða svo, með hléum. Oft hafa þessar rökræður verið tilfinningaþrungnar og markaðar alls kyns ásökunum á báða bóga um vanþekkingu, bjánaskap og svik við hinar fögrustu hugsjónir.
Nú hafa Íslendingar sótt um aðild, enda var meirihluti fyrir því á þingi. Samninganefndin er vel skipuð og viðræðurnar sjálfar hafa gengið vel. Því er þó ítrekað haldið fram að viðræðurnar séu í raun aðlögun að sambandinu. Mér hefur ætíð fundist það skrýtinn málflutningur. Ef Íslendingar segðu nei við samningi, hvað myndi þá standa eftir sem breyting á íslensku samfélagi vegna viðræðnanna? Ef ekki er hægt að nefna neitt markvert sem svar við þessari spurningu, er varla hægt að tala um að viðræðurnar feli í sér aðlögun.
Staðreyndirnar koma í ljós
Viðræðurnar hafa haft eitt gott í för með sér: Staðreyndir hafa komið upp á yfirborðið. Það vantar ekki yfir lýsingarnar um það hvað ESBaðild muni fela í sér. Eftir því sem viðræðunum vindur fram kemur betur í ljós hvaða yfirlýsingar eru réttar og hverjar rangar. Á tímabili var því til dæmis haldið fram að Íslendingar þyrftu að ganga í evrópskan her ef þjóðin gengi í sambandið. Nú er komið í ljós að það er auðvitað ekki rétt. Eins hefur stundum borið á yfirlýsingum um að ESB ásælist á einhvern hátt orkuauðlindir Íslendinga. En eftir að kaflinn um orkumál var opnaður hafa þær raddir að mestu þagnað. Fullyrt er að íslenskur landbúnaður muni bera skarðan hlut frá borði, en kaflinn um landbúnað bíður enn umfjöllunar. Sem og kaflinn um sjávarútveg. Hvað reynist rétt og hvað rangt í þeim efnum á allt eftir að koma í ljós. Stærsta breytan sem mun ráða afstöðu flestra til Evrópusambandsaðildar á eftir að líta dagsins ljós: Samningurinn sjálfur.
Spurningar hverfa ekki
Framtíðarsýn þeirra sem vilja hætta viðræðunum er forvitnileg. Fyrir þjóð sem er áhrifalaus þiggjandi yfirgripsmikilla lagasetninga af hálfu ESB í gegnum samninginn um EES hlýtur það alltaf að verða áleitin spurning hvort ekki eigi að stíga skrefið til fulls, ganga í sambandið og fá sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Sú spurning mun ekki hverfa. Í hvert einasta skipti sem krónan fellur með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu, þannig að skuldir fólks stórhækka vegna verðtryggingar, munu spurningar um gjaldmiðilssamstarf við Evrópuþjóðirnar vakna aftur. Vaxandi ólund vegna gjaldeyrishafta mun hafa sömu áhrif sem og kostnaður almennings vegna hárra vaxta.
Ég telst til þeirra Íslendinga sem vilja komast til botns í þessu máli, langþreyttur á óupplýstum rökræðum í eldhúsum og heitum pottum. Evrópusamstarf hefur hingað til reynst þjóðinni farsælt. Ég tel að ESB-aðild geti mögulega verið rökrétt næsta skref. Aðild gæti bætt lífskjör og gert Íslendinga að mikilvægum þátttakendum í samvinnu sjálfstæðra ríkja í Evrópu. Ég leyfi mér að spyrja: Ef sá hluti þjóðarinnar fær að ráða ferðinni sem sér enga ástæðu til að kanna þennan möguleika til hlítar til að komast að því hvað er rétt og hvað er rangt og vill frekar halda áfram deilum á kaffistofum um þetta mál án niðurstöðu um ókomna framtíð, hvert verður þá hlutskipti okkar hinna? Eigum við bara að vera kampakát með það? Alsæl í dýrtíðinni og óvissunni? Er gott að vita ekki neitt?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Guðmundur vill ekki leyfa íslendingum að kjósa um það nú, hvort þeir vilji ganga í ESB.En það verður gert í Alþingiskosningum í apríl hvort sem honum líkar betur eða ver.Guðmundur hefur verið á villigötum frá 1986.Hann hefði átt að hlusta á föður sinn varðandi ESB, en ekki Halldór Ásgrímsson.
Sigurgeir Jónsson, 16.8.2012 kl. 21:20
Getur þú Sigurgeir sagt mér og fleirum á rökstuddu manna máli af hverju ekki að sjá hvað þessi samningur sem vid munum geta kosið um inniheldur?
Vilberg Helgason, 17.8.2012 kl. 00:23
Vilberg Helgasson. Það er ekki um neinn varanlegan samning að ræða. Það eru reglur Evrópusambandsins sem gilda. Þetta vita allir nema þeir Íslendingar sem vilja ganga í Evrópusambandið. Þeir hafa auðvita rétt til að hafa rangt fyrir sér, en við hin höfum líka heimild til að hafa rétt fyrir okkur. Reglur Evrópusambandsins ættir þú að byrja á að lesa Vilberg og ekki hætta lestrinum fyrr en þú hefur skilið megin atriðinn, sem varða líf og dauða þjóða.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.8.2012 kl. 07:32
Hrólfur Þ Hraundal,
"Það er ekki um neinn varanlegan samning að ræða."
HVERNIG VÆRI NÚ AÐ ÞÚ HÆTTIR ÞESSUM STÖÐUGA LYGAÞVÆTTINGI ÞÍNUM??!!
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 14:16
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 14:20
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 14:27
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"Aðildarsamningarnir sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en í viðauka við þá eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR og aðlaganir á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 14:29
Þetta er afhjúpandi klausa um hvernig verið er að blekkja áhrifalausa kjósendur á svívirðilegan hátt, með því að segja að áhrifalaus þjóð geti að lokum greitt atkvæði um samninginn! Þarna skín óheiðarleikinn og blekkingin í gegn.
Hvernig væri að segja bara frá staðreyndunum eins og þær raunverulega eru? Og vinna heiðarlega og af réttlæti, fyrir almenning, en ekki ólýðræðislegt og siðblint setuliðið í Brussel?
Það er þessi óheiðarlegi blekkingarvefur pólitískrar stjórnsýslu, sem er rót alls ills.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2012 kl. 15:09
Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 15:16
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 15:20
Steini. Er það eina leiðin fyrir almenning á Íslandi, að safna undirskriftum, til að stjórnvöld virði lýðræðið og stjórnarskrána?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2012 kl. 15:36
Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.
Það er nú allt fullveldið!
Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!
Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.