Leita í fréttum mbl.is

Sigríður Ingibjörg um "sönginn" og fleira í FRBL

Sigga-IngibjorgSigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, ritaði grein í FRBL um ESB-málið og upphlaup VG-liða, þann 16.ágúst. Greinin birtist hér í heildsinni:

"Sumarið 2009 samþykkti Alþingi að sækja um aðild að ESB. Allar götur síðan hafa verið háværar raddir um að draga umsóknina til baka eða fresta henni um óákveðinn tíma. Nú er söngurinn byrjaður að nýju og að þessu sinni eru forsöngvarar þingmenn og ráðherrar vinstri grænna.

Þingmenn úr öllum flokkum greiddu atkvæði með umsókninni, en þingmenn Vinstri græns gerðu það þrátt fyrir andstöðu við aðild að ESB. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Samningaviðræður eru eitt, aðild er annað. Vinstri grænum stóð auðvitað til boða að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Slík draumaríkisstjórn Ragnars Arnalds og Jóns Bjarnasonar hefði ekki sótt um aðild að ESB. Ef marka má djúpa speki þeirra félaga og ýmissa annarra minni spámanna í forystu flokksins, væri staða Vinstri græns augljóslega mun betri nú. Steingrímur J. og Lilja Mósesdóttir væru sjálfsagt perluvinir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hrókar alls fagnaðar í þingflokknum og Jón Bjarnason enn þá ráðherra. Eða hvað?

Draumaríkisstjórnin varð ekki að veruleika sumarið 2009, en gæti augljóslega orðið það sumarið 2013. Jafnvel fyrr. Miðað við málflutning margra þingmanna, og jafnvel ráðherra, vinstri grænna allar götur síðan 2009 voru það mistök að mynda ekki slíka stjórn. Samningaviðræður við ESB eru nefnilega ekki samningaviðræður við ESB heldur samsæri um „aðlögun" Íslands að ESB. Þessi málflutningur er furðulegur. Þó engin væri umsóknin um ESB væri aðlögun Íslands að ESB með sama hætti og nú er, enda hófst hún með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Vilji menn stöðva aðlögun Íslands að ESB þá er auðvitað heiðarlegast að hætta í EES. Eru vinstri græn tilbúin í slíka umræðu?
Það hefur margt breyst síðan 2009. Eitt hefur þó ekki breyst: Þau vandamál sem aðild að ESB getur hjálpað okkur að leysa eru enn til staðar og hverfa ekki þótt samningaviðræðum verði slitið. Þetta er kjarni málsins."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband