20.8.2012 | 18:21
Evru-brotthvarf yrði dýrt: RÚV.is
Á RÚV stendur:
"Úrsögn Grikklands Grikklands úr evrusamstarfinu er möguleg, en verður dýrkeypt ef til þess kemur. Þetta segir Þjóðverjinn Jörg Asmussen, sem situr í stjórn Evrópska seðlabankans, í viðtali við blaðið Frankfurter Rundschau.
Aðspurður um hugsanlega úrsögn Grikkja úr evrsamstarfinu segist hann vona að þeir verði þar áfram, en ákvörðun þess efnis sé í höndum Grikkja sjálfra. Úrsögn Grikkja verði hinsvegar dýrkeypt, leiða til minni hagvaxtar og aukins atvinnuleysis í Grikklandi, Þýskalandi og í Evrópu allri."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.
Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna
"The euro is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."
Economy of the European Union - The largest economy in the world
List of countries by Gross Domestic Product (nominal)
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 18:25
5.6.2012:
Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50% árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.
Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.
Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 18:26
"Aðildarviðræður við ESB ganga vel
Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.
Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.
Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.
Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.
Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta
Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.
Stefan Füle stækkunarstjóri ESB skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
Samningsafstaða liggur fyrir í gjaldmiðilsmálum
Samningsafstaða Íslands í gjaldmiðilsmálum var send til Evrópusambandsins í byrjun mánaðarins eftir hefðbundið samráðsferli í samningahópi og aðalsamninganefnd, ráðherranefnd um Evrópumál, utanríkismálanefnd Alþingis og ríkisstjórn.
Í afstöðunni leggur Ísland áherslu á að við aðild að ESB taki það þátt í störfum Efnahags- og myntbandalagsins gegnum ERM2 og taki upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa.
Stefnt verði að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin um fjármál hins opinbera, verðbólgu og langtímavexti.
Eins þurfi að gera lagabreytingar til að styrkja sjálfstæði Seðlabanka Íslands.
Þá hefur verið settur saman sérstakur hópur í samvinnu íslenskra stjórnvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópska seðlabankans, ásamt sérfræðingum, með það fyrir augum að leita leiða út úr gjaldeyrishöftunum og hópurinn fundar í næsta mánuði."
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 18:27
Það er sama hvað þið bullið Steini Briem og Evrópusamtökin þá erum við ekkert á leið í ESB því almenningur vill það ekki og það mikill meirihluti.En varðandi Grikkja og Spán fljótlega og sennilega fleirri ESB lönd þá er það eina sem gæti bjargað efnahag þessara þjóða er koma sér frá evru og ESB líka því betra er fyrir þessi lönd að þurfa að taka á því í eitt ár til að ná upp efnahag aftur utan evru heldur en að verða öreigar innan ESB næstu tugi árin og með evru...Nú verður gaman að sjá hvað koma mörg copy-paste innlegg frá Steina Briem :D
Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.8.2012 kl. 21:58
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 22:02
Eins og staðan er núna er LÍKLEGAST að mynduð verði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir næstu alþingiskosningar.
En ríkisstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks er einnig möguleiki.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ENGAN áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar MJÖG ÓLÍKIR og auðvelt að halda því fram að að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.
Þar að auki er MJÖG ÓLÍKLEGT að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum einum eftir næstu alþingiskosningar.
Því er LANGLÍKLEGAST Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 22:05
"KJARABÆTURNAR" komu Grikklandi á vonarvöl. Það dýrkeyptasta við það að Grikkland myndi yfirgefa evruna yrði hversu TRÚVERÐUGLEIKI EVRUNNAR MYNDI HRAPA. Grow up Steini Briem að lesa þetta rugl þitt vekur upp hjá manni vorkunnsemi í þinn garð. Ég hef alla tíð verið fremur aumingjagóður, það er minn stærsti galli STUNDUM VORKENNI ÉG YKKUR INNLIMUNARSINNUM VEGNA ÞESS HVE ÞIÐ ERUÐ EINFALDIR OG AUÐTRÚA................
Jóhann Elíasson, 20.8.2012 kl. 22:12
Marteinn Unnar Heiðarsson,
Trúlega kemur "Evrópuherinn" og tekur þig í bólinu í Hólunum!
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 22:20
"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 22:24
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine–European Union relations
Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.
Accession of Croatia to the European Union
Accession of Serbia to the European Union
Þorsteinn Briem, 20.8.2012 kl. 22:26
Andlegri heilsu þinni hrakar stöðugt Steini............
Jóhann Elíasson, 21.8.2012 kl. 00:00
Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.
Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!
Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!
Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!
Evran er galdmiðill þeirra allra.
Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.
Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.
Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.
Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.
Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.
Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.
EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.
Og hvorki Noregur né Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 01:21
Steini byrjaður að cópera sjálfan sig kjánalega í bunum ...
En Þjóðverjinn Jörg Asmussen, sem situr í stjórn Evrópska seðlabankans, er náttúrlega hlutlaus í þessu máli, sem örpistillinn hér efst fjallaði um, eða hvað?!
Jón Valur Jensson, 21.8.2012 kl. 01:48
Evrópustofa - Upplýsingamiðstöð
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 01:59
Evrópuvefurinn - Upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 02:00
FÁRÁÐLINGARNIR OG LYGAMERÐIRNIR á þessu bloggi, sem líta út eins og órangútan-apar, sögðust fyrir margt löngu ætla að fá lögbann sett á Evrópustofu.
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 02:12
Athyglisverð grein í Economist um sama mál: http://www.economist.com/node/21560269
Þeir reikna kostnaðinn við brotthvarf Grikkja á 320 milljarði evra fyrir Evrópusambandið (Þjóðverjar standa undir þriðjungi). En brotthvarf Grikkja einna myndi gera vont verra vegna stöðu Spánar, Portúgals, Írlands og Kýpur. Um leið og fjárfestar sjá að það er hægt að hverfa úr Evru-samstarfinu muni þeir missa trú á að ofantalin ríki myndu hanga mikið lengur inni, heildarkostnaðurinn yrði stjarnfræðilegur og ógjörningur að sjá hann fyrir.
Plan B væri þá að losna við öll vandræðaríkin á einu bretti: Grikkland, Spán, Portúgal, Írland og Kýpur. Beinn heildarkostnaður yrði 1.150 milljarðir, þarf af 400 milljónir evra á Þjóðverja eða 20% af vergri þjóðarframleiðslu.
Plan C væri að halda öllum ríkjunum innan Evru og styrkja Evrusvæðið þ.a. líktist meira t.d. bandaríska módelinu. Fjárhagslega yrði Evrusvæðið þá í raun orðið sambandsríki. Economist telur þetta langbesta kostinn en þeir eru ekki bjartsýnir á að af verði - og að tíminn sé naumur áður en Grikkland hreinlega neyðist út.
Á hliðarlínunni bíða Pólverjar, þeir gætu gengið í Evruna svo snemma sem 2015 skv. en eru auðvitað ekki alltof áfjáðir við núverandi aðstæður. Skv. Economist þá eru þeir að vega og meta kosti og galla þess að bíða - ef núverandi krísa leiðir til nánara Evrubandalags innan Evrópubandalagsins þá ættu Pólverjar á hættu að verða útundan ef þeir tilkynna ekki fljótlega um inngöngu. Sjá http://www.economist.com/node/21560598
Að lokum skemmtileg grein um peninga almennt, með vísbendingar um framtíð dollara og evru: http://www.economist.com/node/21560554
PS. Sjálfur er ég ekki sérlega hlyntur Evrópubandalaginu eða Evrunni og tel engar líkur á að Íslendingar myndu samþykkja inngöngu næstu áratugina. En á móti tel ég versta kost í stöðunni sundurlimun Evrusvæðisins, það eru bara bjálfar sem halda að Íslendingar séu einhvernveginn ónæmir fyrir slíku. Efnahagslegar afleiðingar á Íslandi yrðu verulega slæmar.
En afleiðingarnar fyrir Grikki sjálfa af úrgöngu úr Evru gætu vel orðið betri en ef þeir myndu hanga inni ...
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.8.2012 kl. 05:03
Brynjólfur Þorvarðsson,
Þau ríki Evrópusambandsins, sem skuldbinda sig til að fara eftir Maastricht-sáttmálanum, verða EKKI sambandsríki.
10.8.2012:
"Stjórnlagadómstóll Frakklands hefur úrskurðað að fyrirhugaður sáttmáli um fjármálastöðugleika sem ríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um, að undanskildum Bretlandi og Tékklandi, stangist ekki á við frönsku stjórnarskrána."
"Þar með er einni hindrun rutt úr vegi endanlegrar samþykktar sáttmálans sem þarf samþykki a.m.k. 12 evruríkja fyrir 1. janúar 2013 til þess að taka formlega gildi.
Til þessa hafa fimm evruríki endanlega samþykkt sáttmálann."
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 12:53
Brynjólfur Þorvarðsson,
Evrópusambandið er að STÆKKA en EKKI minnka og Eistland tók upp evru Í FYRRA.
EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu eða hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári.
"Within Croatia the EU accession referendum was held on 22 January 2012, and the 67 per cent of Croats taking part voted in favour of EU membership."
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 13:04
Brynjólfur Þorvarðsson,
Þú nefnir hér ekki þau atriði SEM MESTU MÁLI SKIPTA varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands að sambandinu.
Hér á Íslandi er mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildarsamninginn tekur fólk afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
"Undir lok síðasta árs unnu hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands, og Erna Bjarnadóttir, hjá Bændasamtökunum, skýrslu fyrir samningahóp Íslands um landbúnað.
Í þessari skýrslu kemur fram svart á hvítu að með afnámi þessara tolla má reikna með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40-50%."
Árið 2010 komu 67%, TVEIR ÞRIÐJU, af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.
Vöruviðskipti við útlönd árið 2010
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi hafa verið gjaldeyrishöft frá því gengi íslensku krónunnar HRUNDI haustið 2008.
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Fjórfrelsið nær hingað til Íslands, þrátt fyrir tímabundin gjaldeyrishöft hér, og við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.
Og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ENGAN áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, frekar en Norðmenn.
Norska krónan er hins vegar sterkur gjaldmiðill og Norðmenn, ásamt mörgum Evrópusambandsríkjum, lánuðu okkur Íslendingum stórfé þegar gengi íslensku krónunnar HRUNDI haustið 2008.
Og fjórum árum síðar eru hér enn GJALDEYRISHÖFT.
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 13:24
21.8.2012 (í dag):
Spá aukinni verðbólgu hérlendis
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 13:38
Steini, ég veit ekki af hverju þú ert að bauna á mig. Ég var bara að benda á að það yrði mjög dýrt ef Grikkir yfirgefa Evrusvæðið (þ.e.a.s. fyrir Evrópusambandið og sér í lagi Þjóðverja) en kannski ekki svo slæmt fyrir Grikki sjálfa.
Varðandi áhrif á Íslandi tel ég að brotthvarf Grikkja gæti dregið verulega úr hagvexti á Evrusvæðinu og þar sem mest okkar erlendu viðskipti eru við það svæði (geri ráð fyrir að svo sé enn) þá myndi það auðvitað hafa slæm áhrif á okkur líka.
Varðandi það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið ... ég held að það yrði aldrei samþykkt af almenningi nema eitthvað mjög mikið kæmi til. Þriðja greinin sem ég vísa til í upphaflegu færslu minni er kannski vísbending: Íslendingar eru trúlega of litlir til að standa undir eigin gjaldmiðli og ekki getum við endalaust búið við gjaldeyrishöft.
En við sjáum til. Málið er eiginlega ekki til raunverulegrar umræðu núna hvað mig varðar: Ef einhver heldur að Ísland sé á leið inn í Evrópusambandið þá er sá hinn sami afbrigðilega bölsýnn/bjartsýnn. Fyrir meðalmanninn er alveg eins gott bara að gleyma þessu.
Brynjólfur Þorvarðsson, 21.8.2012 kl. 14:56
Brynjólfur Þorvarðsson,
Grikkir hafa einfaldlega ENGAN áhuga á að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og það á EINNIG við um ÖLL önnur ríki sem eru með evruna.
ÖLL evruríkin munu því stefna að því að fara eftir Maastricht-skilyrðunum í framtíðinni, enda hafa þau lært sína lexíu af því hafa ekki gert það undanfarin ár.
Og Ísland stefnir EINNIG að því að fylgja Maastricht-skilyrðunum.
5.6.2012:
Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50% árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.
Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.
Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 15:49
20.8.2012 (í gær):
"Grikkland verður að vera áfram á evrusvæðinu til að lifa af efnahagserfiðleikana sem landið gengur í gegnum, að sögn fjármálaráðherra landsins, Yannis Stournaras.
Hann segir að Grikkir verði að koma á þeim niðurskurði sem önnur evruríki krefðust af þeim vegna þess að aðild Grikklands að evrusvæðinu væri gríðarlega mikilvæg.
"Við verðum að halda okkur á lífi og vera áfram undir regnhlíf evrunnar vegna þess að það er eini valmöguleikinn sem getur bjargað okkur frá fátækt sem við höfum ekki þekkt," er ennfremur haft eftir Stournaras á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Hann bendir á ef Grikkir komi ekki þeim aðhaldsaðgerðum í gang sem krafist er, sé veru þeirra á evrusvæðinu ógnað.
"Við búum við dýrasta velferðarkerfið á evrusvæðinu og getum ekki haldið því lengur úti með lánuðum fjármunum.""
Segir Grikki verða að vera áfram á evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 16:07
Brynjólfur Þorvarðsson,
Í þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildarsamninginn tekur fólk afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
En fyrir þig skipta þær að sjálfsögðu engu máli!
ENDA BÝRÐU Í DANMÖRKU.
Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.