Leita í fréttum mbl.is

Evrópuskóli unga fólksins að Laugarvatni

Á JáÍsland.is segir: "

Hefurðu áhuga á Evrópumálum en langar að vita meira?- Ertu Evrópusinni?- Langar þig til að hafa áhrif á starfið, kynnast fólki og láta til þín taka?

Ef svo er, þá gæti Evrópuskóli Ungra Evrópusinna verið eitthvað fyrir þig! Stefnan er tekin á Laugarvatn helgina 15. og 16. september næstkomandi. Haldið verður úr bænum árla laugardags og komið heim síðdegis á sunnudegi. Rúta mun flytja mannskapinn á Farfuglaheimilið að Laugarvatni þar sem skólinn mun fara fram.

Á dagskrá er meðal annars: 

- Erindi frá færum fyrirlesurum á sviði Evrópumála- Málefnavinna- Ræðuþjálfun-Umræða um stöðu aðildarviðræðna- Almenn fræðsla um Evrópumál- Baðferð í Laugarvatn Fontana… að ógleymdri Evrópugleði á laugardagskvöldinu með þéttri skemmtidagskrá!

Skólagjald er aðeins 1.500 kr. Innifalið í því er gisting að Laugarvatni, rútuferðir báðar leiðir, fyrirlestrar í hæsta gæðaflokki, kvöldskemmtun og allar máltíðir á meðan námskeiðinu stendur!

Skólinn er opinn öllum áhugasömum Evrópusinnum á aldrinum 18-35 ára sem langar að vita meira um Evrópumál. Við vekjum athygli á því að um takmarkað framboð skólasæta er að ræða. Þó hvetjum við þau sem eru ókunnug starfinu sérstaklega til að taka þátt. Við tökum fram að Ungir Evrópusinnar eru þverpólitísk hreyfing sem tengist ekki neinum stjórnmálaflokkum.

Skráning fer fram í netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is. Skráningarfrestur stendur til 5. september nk.

Í umsókn þarf að koma fram

  • Nafn
  • Kennitala
  • Símanúmer
  • Loks eru umsækjendur beðnir um að greina frá í örstuttu máli hvers vegna þau hafa áhuga á að sækja námskeiðið!

Ekki hika við að senda okkur fyrirspurnir á Facebook síðuna okkar ef þið hafið einhverjar spurningar, eða í netfangið ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is. Þá má líka hringja á skrifstofu Já Ísland í síma 517-8874.

ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MIKILVÆGARA AÐ TAKA ÞÁTT Í EVRÓPUUMRÆÐUNNI EN NÚNA – OG VIÐ LOFUM GÓÐU STUÐI! Nánari dagskrá verður kynnt síðar!

Með kveðju,

Stjórn Ungra Evrópusinna"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hitler gleypti unga fólkið og helti yfir það áróðri sínum.Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.8.2012 kl. 21:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.8.2012 (í dag):

Samstarfshópur vísindamanna frá Noregi, Austurríki og Bretlandi fékk í fyrra mjög stóran styrk til þingstaðarannsókna frá HERA-áætlun Evrópu.


Rannsóknir á þingstöðum hérlendis fengu hluta af þeim styrk nú í ár og vonast er til að unnt verði að halda þeim áfram á næstu árum.

Fornir þingstaðir rannsakaðir


"HERA – Humanities in the European Research Area - is a partnership between 21 Humanities Research Councils across Europe and the European Science Foundation (ESF), with the objective of firmly establishing the humanities in the European Research Area and in the European Commission Framework Programmes."

HERA - Humanities in the European Research Area

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 22:21

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hitler var naskur á áróðurinn,hann vissi að lengi býr að fyrstu gerð.Fánar voru áberandi í áróðri Nazista.Áróðursmeiatarar ESB eru sama sinnis .Evrópufáninn er eitt af grundvallaratriðum í áróðri ESB, og hann er settur á sama stall og fáni þjóðríkjanna.Honum er meira að segja klínt á bílnúmer.Hér á Íslandi gegnir ESB fáninn miklu hlutverki í áróðrinum og er meðal annars tákn þessarar síðu og Evrópusamtakanna.Eflaust verður ESB fáninn áberandi á Laugarvatni og fánanum veifað framan í ungviðið.En skyldi nafnið Briem vera af Germönskum stofni.Helst hallast ég að því þótt löngum hafi verið sagt annað.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 21.8.2012 kl. 22:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á undanförnum 15 árum hafa nærri 14 þúsund Íslendingar farið utan í starfsþjálfun og nám á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins.

Og mun fleiri hafa tekið þátt í margvíslegum verkefnum.

Samtals eru STYRKIR Menntaáætlunar Evrópusambandsins og forvera hennar um FIMM MILLJARÐAR KRÓNA á þessu tímabili.
"

Afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2010

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 23:19

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er næsta furðulegt að ESB skuli ekki hafa náð meiri árangri með stöðugum áróðri og fjáraustri honum samfara, hér á landi síðastliðin tuttugu ár en raunber vitni.ESB hefur meðal annars ausið peningum í það sem kallast fræðasetur og er staðsett í Sandgerði.Þar hafa ESBsinnar ráðið ríkjum og ESB sá sér leik á borði að koma sér að.En nú herðir ESB áróðurinn í örvæntingu samhliða því sem það reynir að koma í veg fyrir að íslendingar fái að kjósa um það hvort þeir kæri sig nokkuð um að gerast hjú gömlu nýlenduveldanna og drottnaranna í Evrópu.Nei við ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 21.8.2012 kl. 23:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru sem sagt "LANDRÁÐ" hjá þúsundum Íslendinga að þiggja alla þessa styrki frá Evrópusambandinu!!!

Og hverjir ætli hafi nú staðið fyrir öllum þessum "LANDRÁÐUM"?!

Ætli það hafi ekki verið Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra, sem þegið hefur styrki frá íslenska ríkinu til að skrifa um Evrópusambandið!!!

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 23:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

12.1.1993:


Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.


Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.


Já sögðu:


Árni R. Árnason
, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hermann Níelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Og Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.


Schengen
-samstarfið


Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 - 28. maí 1999

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband