3.9.2012 | 18:15
Krónan fellur - þrátt fyrir loforð um annað
Íslenska krónan hefur fallið töluvert síðust daga og er nú Evran komin yfir 154 krónur og féll krónan um hálft prósent í dag. Ýmisir hafa sagt að krónan muni styrkjast á næstunni, en svo virðist ekki vera. Gjaldmiðill í höftum virðist ekki vera trygginf fyrir stöðugu gengi!
Mynd frá vefsíðunni www.M5.is sýnir þetta ágætlega. Er "rússíbaninn" byrjaður?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það var engin frétt hjá ykkur um hækkun krónunnar í sumar og lækkun evrunnar. Og það er ekkert langt síðan evran var um 165 kr. eða meira. Nú er hún 154 kr. En hvað ætlið þið yfirhöfuð að sanna með þessu? Hreint ekki neitt, og þið vitið ekki neitt um endanleg afdrif þessa heittelskaða gjaldmiðils ykkar sem vart er kominn á fermingaraldur og hefur enn ekki staðizt sína manndómsvígslu - og endar kannski á hillu sögunnar. "Farið hefur fé betra," geta þá ýmsar þjóðir sagt og hananú!
Jón Valur Jensson, 4.9.2012 kl. 02:00
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.
Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:17
15.5.2012:
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:19
Grikkir hafa ENGAN áhuga á að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og það á EINNIG við um ÖLL önnur ríki sem eru með evruna.
ÖLL evruríkin munu því stefna að því að fara eftir Maastricht-skilyrðunum í framtíðinni, enda hafa þau lært sína lexíu af því hafa ekki gert það undanfarin ár.
Og Ísland stefnir EINNIG að því að fylgja Maastricht-skilyrðunum.
5.6.2012:
Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50% árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.
Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.
Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:21
20.8.2012:
"Grikkland verður að vera áfram á evrusvæðinu til að lifa af efnahagserfiðleikana sem landið gengur í gegnum, að sögn fjármálaráðherra landsins, Yannis Stournaras.
Hann segir að Grikkir verði að koma á þeim niðurskurði sem önnur evruríki krefðust af þeim vegna þess að aðild Grikklands að evrusvæðinu væri gríðarlega mikilvæg.
"Við verðum að halda okkur á lífi og vera áfram undir regnhlíf evrunnar vegna þess að það er eini valmöguleikinn sem getur bjargað okkur frá fátækt sem við höfum ekki þekkt," er ennfremur haft eftir Stournaras á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Hann bendir á ef Grikkir komi ekki þeim aðhaldsaðgerðum í gang sem krafist er, sé veru þeirra á evrusvæðinu ógnað.
"Við búum við DÝRASTA VELFERÐARKERFIÐ á evrusvæðinu og getum ekki haldið því lengur úti með lánuðum fjármunum.""
Segir Grikki verða að vera áfram á evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:23
Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.
Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna
"The euro is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."
Economy of the European Union - The largest economy in the world
List of countries by Gross Domestic Product (nominal)
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:26
Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.
Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!
Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!
Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!
Evran er galdmiðill þeirra allra.
Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.
Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.
Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.
Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.
Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.
Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.
EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.
Og hvorki Noregur né Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:28
Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.
Það er nú allt fullveldið!
Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!
Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 03:31
Þegar Steina líður illa yfir skynsamlegum andmælum, dettur hann enn og aftur í raðinnleggjagírinn. Ég gef mér ekki tíma núna til að lesa þessar copy/paste-raðsendingar hans. En á ég kannski að fara að senda slíkar raðsendingar inn sjálfur? Hann mætti hugleiða það - og þið hér.
Svo vil ég spyrja ykkur: Lofaði nokkur einasta sál, að krónan skyldi aldrei falla eða lækka? Hvernig stendur þá á þessari furðufyrirsögn ykkar?
Gengislækkanir geta verið mjög gott hagstjórnartæki, eins og sýndi sig eftir haustið 2008. Slæm aukaáhrif af þeim breyta því ekki, að HIN leiðin, t.d. sú írska, er afleit, hún er MIKIÐ atvinnuleysi og bein KAUPLÆKKUN, það eru þá helztu ráð atvinnurekenda til að bregðast við hrikalegum aðstæðum.
Jón Valur Jensson, 4.9.2012 kl. 11:54
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.
Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.
EF Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 13:15
"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.
Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.
Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé."
Jöklabréf
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MIKLU HÆRRI EN Á EVRUSVÆÐINU og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 13:16
"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 13:21
Það sem Jón Valur skilur ekki er að gengislækkanir eru verðbólguhvetjandi. Skerða lífskjör og minnka kaupmátt.
Það sem Jón Valur skilur ennfremur ekki er að evran er ekki að fara neitt. Ég tel afskaplega ólíklegt að Evrópusambandið sé að fara eitthvað. Enda engin pólitískur vilji til þess innan Evrópu að enda það samstarf í dag.
Íslenska krónan mun hinsvegar ekki lifa af 21 öldina. Ég efast um að íslenska krónan muni lifa af næsta áratug.
Jón Frímann Jónsson, 4.9.2012 kl. 17:57
Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 4.9.2012 kl. 20:07
Ég hef hvergi talað um, að Esb. sé að hruni komið, Steini! Þvert á móti lít ég á það sem hættulegt, upprennandi stórveldi, sem ætlast til meira og meira fullveldisframsals af ríkjunum, eins og æðsti embættismaður þess, Barroso, lagði skýra og þunga áherzlu á fyrir örfáum dögum!*
En krónan okkar hefur staðizt í níu áratugi og getur það eflaust miklu lengur, ef vilji er fyrir hendi. Hann er ekki fyrir hendi hjá evrókrötum sem sækja sannfæringu sína til Brussel og eru "kaþólskari" en Brusselpáfarnir í trú sinni á evruna!
* Sjá hér í frétt frá 1. þessa mánaðar:
"MarketWatch
BRUSSELS--European Commission President Jose Manuel Barroso made his clearest call yet for fundamental change to the European Union treaties, saying Saturday the region needs "a leap in quality" in terms of integration.
In a speech at a Yale Law School conference in The Hague, Mr. Barroso said the EU was facing a "make-or-break moment" because of the economic crisis, which has "shown the limits of individual action by nation states."
"Europe and the principles of the Treaty need to be renewed. We need more integration [samlögun, samruna Esb-ríkjanna], ... This European renewal must represent a leap in quality and enable Europe to rise to the challenges of the world today," he said
Mr. Barroso, European Council President Herman Van Rompuy, European Central Bank President Mario Draghi and Jean-Claude Juncker, president of the euro-zone finance ministers grouping, have been charged with developing a blueprint for deeper regional integration by the end of the year.
However until now, many in Brussels, including at the EU's executive, were reluctant to dive into a contentious debate about changing the EU's basic treaties. Previous attempts at treaty changes, which need approval by each of the EU's 27 member states, have taken years and proven a distraction from efforts to improve the region's economy.
However, in his first major speech since returning from the summer break, Mr. Barroso said it was clear that the monetary union can only be protected if member states agree to a much greater pooling of sovereignty.
"The crisis has made it clear that we must not only complete the economic and monetary union, but also pursue greater economic integration and deeper political and democratic union with appropriate mechanisms of accountability," he said ..."
Sjá hér á MarketWatch:
http://www.marketwatch.com/story/barroso-signals-need-for-eu-treaty-changes-2012-09-01
Leturbr. og hornklofa-aths. frá mér, JVJ.
Jón Valur Jensson, 4.9.2012 kl. 20:55
Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.
Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.
Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,15% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,59% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):
Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994 - 2009
Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.
Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.
Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.
Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.
Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.
Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.
Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.
Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.
Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.
Það er hlýtt og notalegt.
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 21:11
Afar mikilvæga grein um sjávarútveginn og þýðingu hans fyrir efnahagslíf Íslands skrifaði Fannar úr Rifi á sitt Moggablogg í desember 2008. Þessi grein er ágætt mótvægi við blekkingar-geipan Steina af þessum málum hér ofar.
Hagsmunir Íslands liggja í sjávarútvegi.
4.12.2008 | 13:17
Það hefur eitthvað borið á því í umræðunni undanfarið að vægi sjávarútvegs sé orðið óverulegt í íslensku samfélagi. Sérstaklega hefur þessi umræða verið í kringum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Ég ákvað því að taka saman tölurnar um það hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er í raun og veru fyrir íslenskt samfélag í sköpun á útflutningsverðmætum.
Ég fann hvergi heildartölu um það hversu margir starfa eingöngu í sjávarútvegi. Aðeins hversu margir vinna við sjávarútveg og landbúnað. Af þeim sökum tek ég landbúnað einnig með í útreikningana en hef tölurnar um útflutningsverðmæti þessara tveggja greina aðskildar.
Allar tölur sem ég birti hérna eru fengnar af vef Hagstofu Íslands. Þeir sem vilja geta fundið allar þessar tölur þarna og sannreynt þær sjálfir. Ég tók hinsvegar ekki saman af hvaða svæðum nákvæmlega ég tók tölurnar, þ.e.a.s. af hvaða undirsíðum hagstofunnar ég fæ þessar tölur.
Allar tölur eru miðaðar við gengi viðkomandi árs. Þær eru ekki reiknaðar á núvirði. Allar tölur eru í milljónum króna fyrir utan þær er sýna verðmæta sköpun á hvern starfsmann.
En hérna eru tölurnar: [Sjá viðhengi hér á eftir]
.
Verðmæti starfa í þessum tveimur greinum og þá sérstaklega í sjávarútvegi hvað varðar útflutningsverðmæti er gríðarlegt. Hver einasti starfsmaður í sjávarútvegi og landbúnaði (meðaltal á hverju ári miðað við heildar-starfsmannafjölda og útflutningsverðmæti) er [með] um 18 milljónir króna á ári [
í framag í útflutningsverðmætum]
. Á meðan eru öll önnur störf saman í landinu að skapa um 1,7 milljónir á hvern einstakling í útflutningsverðmætum.
Miðað við hversu fáir starfa í heildina í sjávarútvegi og landbúnaði, þá eru þessar greinar og þá sérstaklega sjávarútvegurinn langmikilvægasta atvinnugrein landsins. Til að taka aðeins í lokin saman kostnað sjávarútvegs, þá er langstærsti kostnaðarliðurinn í launum. Ég hef ekki aðgang að launum sem heildarhluta af útflutningsverðmæti. Næststærsti kostnaðarliðurinn er eldsneytiskostnaður. Heildarinnflutningur á jarðefnaeldsneyti til allrar notkunar á Íslandi í fyrra (2007) var um 25 milljarðar króna eða um 1/5 af heildar-útflutningsverðmætum í sjávarútvegi.
Af þessum tölum að dæma þá er allt tal um að sjávarútvegur sé ekki lengur mikilvægur fyrir íslenskt efnahagslíf í raun lygi eða einfeldningsháttur. Sjávarútvegur er nú sem fyrr mikilvægasta atvinnugrein Íslands þó svo að hluti þjóðarinnar hafi misst tengsl sín við sjávarútveg og margir spekingar telji að sjávarútvegur þvælist fyrir öðrum greinum.
Hagsmunir og framtíð Íslendinga liggja í íslenskum sjávarútvegi – að veiðar og vinnsla verði á Íslandi, þannig að þeir fjármunir sem sjávarútvegurinn skapar renni ávalt inn í landið öllum landsmönnum til hagsbóta.
301K View Download
197K View Download
Jón Valur Jensson, 5.9.2012 kl. 00:21
Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.
Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.
Staðbundinn þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.
Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.
En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland.
Aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.
Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.
Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 02:59
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Sjávarútvegsmál:
"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.
Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."
"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."
"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.
Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum."
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:03
Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?
Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 500 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.
Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.
Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.
Niðurfelling allra tolla sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.
Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008 og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.
Styrkir frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.
Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í útgerð og fiskvinnslu.
Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.
Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:07
Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:08
AFLI SPÆNSKRA SKIPA HEFUR MINNKAÐ MUN MEIRA EN BRESKRA SKIPA FRÁ ÁRINU 1986.
Árið 2007 var afli breskra skipa um 600 þúsund tonn, um 200 þúsund tonnum, eða 25% minni en þegar Spánn fékk aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu árið 1986.
Og árið 2007 var afli spænskra skipa um 800 þúsund tonn, um 400 þúsund tonnum, eða 33% minni en árið 1986.
Frakkland stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.
Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005
FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:09
Afli skipa sem veiða í Norðursjó hefur minnkað mikið undanfarna áratugi, rétt eins og íslensk fiskiskip hafa veitt minna af til dæmis þorski og rækju en áður.
Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu en þær stærstu eru nú Danmörk, Spánn, Bretland og Frakkland.
Stór hluti af afla spænskra skipa kemur hins vegar úr Miðjarðarhafinu.
Fiskafli skipa í Evrópusambandinu árið 2005
Frakkland stofnaði ásamt fleiri ríkjum Efnahagsbandalag Evrópu (EEC) árið 1957. Bretland og Danmörk fengu aðild að Efnahagsbandalaginu árið 1973 en Spánn og Portúgal árið 1986.
Afli breskra skipa var um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,2 milljónir tonna árið 1973 en um 600 þúsund tonn árið 2007.
Afli danskra skipa var einnig um 50% minni árið 2007 en 1973, um 1,4 milljónir tonna árið 1973 en um 700 þúsund tonn árið 2007.
Afli spænskra skipa var um 33% minni árið 2007 en 1986, um 1,2 milljónir tonna árið 1986 en um 800 þúsund tonn árið 2007.
Afli franskra skipa var um 30% minni árið 2007 en 1957, um 700 þúsund tonn árið 1957 en um 500 þúsund tonn árið 2007.
Afli portúgalskra skipa var um 40% minni árið 2007 en 1986, um 400 þúsund tonn árið 1986 en um 250 þúsund tonn árið 2007.
FAO - Fiskafli árið 2007 - Country Profiles 24.6.2010
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:11
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:15
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26:
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:16
Nei við inngöngu Íslands í ESB.
Sigurgeir Jónsson, 5.9.2012 kl. 03:32
Ísland er NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 11:49
Nú komst Steini í algert óstuð við að lesa upplýsandi pistilinn hans Fannars úr Rifi og sendi inn NÍU raðinnlegg, þ.m.t. afar löng. Í lokin bítur hann höfuðið af skömminni með því að skrökva því einu sinni enn að við séum "70% í Evrópusambandinu" sem er tóm þvæla og vitleysa, og enn höfum við ekki beygt okkur fyrir því með því algera réttinda-afsali aðildarsamnings sem eins og venjulega felur í sér, að nýja Esb-ríkið meðtaki ÖLL lög Esb. og að þau lög hafi ALGERAN FORGANG fram yfir íslenzk lög, hver sem þau eru, á hvaða sviði sem er, eldforn lög, 20. aldar lög eða lög á ókomnum áratugum og öldum!
Þar að auki fæli innlimun í sér almennan aðgang Esb-ríkja að íslenzkri fiskveiðilögsögu - jafn aðgangur er princípið í Brusselgarði.
Jón Valur Jensson, 5.9.2012 kl. 11:59
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:13
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.
Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í AÐILDARSAMNINGI Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur."
"Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku."
Í þessu tilviki "er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja [í þessu tilviki einnig Danmerkur]."
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:16
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Jón Valur Jensson er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.
Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."
"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."
Evrópska efnahagssvæðið
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:18
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:20
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:23
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:24
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.