Leita í fréttum mbl.is

Byggðamálakaflinn klár í ESB-samningaviðræðum

Stefán Jóhannesson

Í fréttum RÚV 31.ágúst kom fram að byggðakaflinn í samningaviðræðum Íslands og ESB, er klár. Sett er fram sú skoðun að Ísland sé allt svokallað harðbýlt svæði og að það sé grunnforsenda Byggðakaflans. Þetta kom fram í viðtali við aðalsamningamann Íslands, Stefán Hauk Jóhannesson.

Í fjölmiðlum hafa menn hinsvegar verið að rífast um það hvort kaflinn sé farinn úr nefnd Alþingis eða ekki, en Árni Þór Sigurðsson, VG, segir að kaflinn sé klár og farinn/afgreiddur úr nefndinni.

Stefnt er á að opna kaflann um byggðamál nú í haust.

ESB hefur nú þegar sagt að það viðurkenni sérstöðu Íslands á þessu sviði og landbúnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 4.9.2012 kl. 20:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012:

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.

Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu
.

Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta

Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.

Stefan Füle stækkunarstjóri ESB
skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
"

Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 21:17

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 03:21

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei við inngöngu Íslands í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.9.2012 kl. 03:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvern fjandann halda menn að stjórnir EU á næstu árum láti sig varða um á hvaða beitu þeir og Samfylkingin veiða íslenska kjósendur?

Hverjum kemur til hugar að EU verði árið 2030 eitthvað líkt í laginu og EU árið 2012?

Hverskonar dónaskapur er þetta, að tala við okkur kjósendur og lesendur þessarar síðu eins og krakkakjána?

Árni Gunnarsson, 5.9.2012 kl. 11:03

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er þakklætisvert ef þú heldur þessu vel til haga Steini Briem að við erum nú þegar búin að lögfesta 70% af regluverkinu.

Gerðu þetta sem oftast.

Það minnir lesendur væntanlega á það hvernig áróður ykkar landsöludindlanna verður þegar aðlögunarviðræðunum verður lokið og komið að því að kjósa um samninginn.

Þá verður gott fyrir ykkur að geta minnt á að við séum nú þegar komin með 100% af súpunni.

En nú vilja þeir herða stjórnsýslutökin á aðildarríkjunum enn meira!

Ekki þarf að óttast að knéföllum þínum frammi fyrir hátigninni fækki við það Steini Briem.

Árni Gunnarsson, 5.9.2012 kl. 11:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Jón Valur Jensson
er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 11:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 11:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 11:38

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 11:39

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 13:28

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nei og aftur NEI við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 5.9.2012 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband