Leita í fréttum mbl.is

Myndræn útfærsla á aðildarviðræðum Íslands og ESB

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB birti þann 7.september áhugaverða mynd á Fésbókarsíðu sinni að loknum fundi með alþjóðanefnd ASÍ. Myndin skýrir sig sjálf og sýnir að aðildarviðræður ESB og Íslands eru á góðu róli!

En, það eru erfiðir/krefjandi kaflar eftir og þeir gera málið virkilega spennandi fyrir landsmenn og kosningabæra, sem fá að greiða atkvæði um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir! Smellið á myndina til að fá hana stærri.

stefan-samningar-esb

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2012:

"Aðildarviðræður við ESB ganga vel

Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.

Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.

Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.


Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.

Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu
.

Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta

Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.

Stefan Füle stækkunarstjóri ESB
skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
"

Þorsteinn Briem, 7.9.2012 kl. 19:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 7.9.2012 kl. 19:32

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála, það er krefjandi fyrir þjóð að taka afstöðu með eða á móti ESB. Er og hefur alltaf verið stórt verkefni.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.9.2012 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband