8.9.2012 | 14:09
"Léttar" lygar og bull!
Í helgarblaði DV helgina 31.8-2.september er sagt frá hreinum lygum Nei-sinna, sem keyrðar hafa verið í formi auglýsinga í kvikmyndahúsum landsins í sumar. Þar kemur fram að ungur stjórnmálafræðinemi í H.Í, Viktor Orri Valgarðsson, fjalli um þetta á vefsíðnni www.hamragrill.is, en þar skrifar hann undir fyrirsögninni "Bullið" :
"Lýðnum er - held ég - ljóst að sú stjórnmálamenning, umræðuhefð, stjórnsýslubrask og samkeppnisklíkupólitík sem við höfum lifað frá örófi hrundi harkalega árið 2008. En upp rísa iðjagrænir Íslendingar; nýir stjórnmálamenn og lýðræðisborgarar sem taka við arfi áranna. Til þess að komandi kynslóðir stjórnmálamanna falli ekki eins og flís við rassa eldri uppalenda þurfum við sannarlega betra kerfi - en við þurfum líka fólk sem hefur vitund og vilja til þess að læra af mistökum fyrri tíða. Fólk sem stundar upplýsta og heiðarlega umræðu um samfélagsmál - án innihaldslausra upphrópana og áróðurs og án þess að draga fjölbreytileika viðhorfa í dilka. Það gerist ekki af sjálfu sér; við þurfum að taka meðvitaða ákvörðun um að haga okkur öðruvísi. Hvers vegna sé ég þá enn þá svona óheiðarleg áróðursmyndbönd - og það frá ungu fólki?"
Síðan segir Viktor: "Ég hef ekki dregið mig í dilka sannra Evrópusinna eða Evrópuandstæðinga, enda litla ástæðu séð til og haft margvíslegar skoðanir á málinu. Bíð bara forvitinn eftir að taka afstöðu til aðildarsamnings.
Ég get samt ekki orða bundist þegar logið er að almenningi - blákalt til þess að afla fylgi við fyirframgefnar kenndir með öllum ráðum. Svo eftirfarandi verð ég að leiðrétta:
a) Hverjir kusu eiginlega alla þessa gaura í framkvæmdastjórn ESB? - Enginn
Hið rétta er að Evrópuþingið kýs framkvæmdastjórn ESB, semsagt rúmlega 750 þingmenn sem eru kosnir beint af íbúum ríkjanna. Kosið er eftir að Leiðtogaráðið, skipað leiðtogum allra aðildaríkja, leggur fram tillögu um framkvæmdastjórnina; s.s. nánast nákvæmlega eins og skipun ríkisstjórna í þingræðisríkjum.
b) Er þá ekkert hægt að losa sig við þá ef þeir standa sig illa? - Neinei, þeir gera það ekkert
Hið rétta er að Evrópuþingið getur hvenær sem er kosið framkvæmdastjórn ESB burt. Árið 1999 sagði framkvæmdastjórnin af sér í heild, eftir ásakanir um spillingu og hótun um slíka vantrausttillögu.
c) En hver kaus forseta Evrópusambandsins? Enginn
Hið rétta er að forseti leiðtogaráðsins var kosinn af leiðtogaráðinu sjálfu, þeim sömu og sýsla um dagleg málefni sinna ríkja og skipa þúsundir embættismanna þar. Hann er hins vegar ekki forseti ESB heldur leiðtogaráðsins og formlega séð talsmaður þess út á við. Í reynd gegna leiðtogar tiltekinna ríkja hins vegar frekar því hlutverki og völd hans innan ESB eru lítil.
d) En hvað með Evrópuþingið ... [hér á milli kom eina efnislega rétta fullyrðingin í myndbandinu] ... já, en, ráða þeir einhverju? Geta þeir komið með tillögur? Sko, þeirra vinna er náttúrulega ekki að koma með tillögur. Þeirra vinna er að samþykkja það sem kemur frá framkvæmdastjórninni.
Hið rétta er að framkvæmdastjórnin leggur lagafrumvörp formlega fram, en Evrópuþingið getur farið fram á slíka framlagningu. Þegar frumvarp hefur verið lagt fram tekur að jafnaði við flókið ferli samákvörðunartöku (e. co-decision)þingsins og ráðherraráðsins, sem kasta frumvarpinu sín á milli með breytingum og athugasemdum, hafna því eða samþykkja.
Mér er alveg sama hvaða skoðanir þið hafið á Evrópusambandinu - en ekki ljúga að fólki og mála ímyndaða skratta á veginn. Þá fáum við aldrei betri stjórnmál.
Plís, hættum þessu bulli"
Í umfjöllun DV er vitnað í upplýsingafulltrúa Nei-sinna sem segir að menn hafi vilja hafa þetta á "léttu" nótunum. Hér er því virkilega um "léttar" lygar að ræða!
Í sömu grein eru svo athyglisverð ummæli frá Atla Gíslasyni, óháðum/flokkslausum þingmanni, en hann segir að ESB sé samband stórþjóða í Evrópu. Við bendum honum hinsvegar á að 15 af 27 aðildarríkjum sambandsins eru með færri en 10 milljónir íbúa!
Það er alveg á hreinu að sennilega er von á mun meir bulli og jafnvel ósannindum frá Nei-sinnum á komandi mánuðum!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.
Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu, enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 14:21
Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári.
Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru einungis sex sem geta talist stór, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Spánn og Pólland.
Fjögur þeirra eru með evru og Eistland tók upp evru í fyrra.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 14:31
Kosið verður um ESB aðild Ísland í næstu Alþingiskosningum, eftir nokkra mánuði.Með því að kjósa ekki Samfylkingu og Vg, geta kjósendur komið í veg fyrir að aðlögunarferli að ESB haldi áfram.Í kosningunni 20 okt geta kjósendur líka lagt sitt lóð á vogarskálarnar gegn ESB aðild með því að hafna því sem þar er lagt fram.Þær kosningar eru fyrst og fremst hugsaðar af ESB flokkunum ,Samfylkingu og Vg, til að styrkja þá í sessi.Með því að hafna þeim tillögum sem þar eru lagðar fram minnka líkurnar á inngöngu Íslands í ESB.NEI við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 8.9.2012 kl. 14:46
þetta virðist nú vera það eina sem Andsinnar kunna. Allavega þegar þeir fara að tjá sig um EU. Ljúga og bulla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2012 kl. 14:46
25.8.2012:
"Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal var meðal annars samþykkt ályktun um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri.
"En betur má ef duga skal og þessum árangri þarf að fylgja eftir með áframhaldandi samstarfi vinstri manna í íslenskum stjórnmálum á næsta kjörtímabili," segir í ályktuninni."
Vinstri grænir vilja áframhaldandi samstarf vinstri manna á næsta kjörtímabili
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 14:58
Eins og staðan er núna er líklegast að eftir næstu alþingiskosningar verði mynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn gæti fengið 33% atkvæða í kosningunum og mjög ólíklegt er að aðrir flokkar en Samfylkingin fái þau 20% atkvæða, eða fleiri, sem þyrfti til að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum einum.
Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina og tæplega 1,6% atkvæða eru á bakvið hvern þingmann.
Þar að auki hefur Sjálfstæðisflokkurinn lítinn áhuga á að vera í ríkisstjórn með Vinstri grænum, enda eru þessir flokkar mjög ólíkir og auðvelt að halda því fram að Vinstri grænir séu á móti öllu, þar á meðal stóriðju.
Því er langlíklegast að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn og hún mun að sjálfsögðu gera það að skilyrði fyrir myndun stjórnarinnar að hér verði þjóðaratkvæðagreiðsla um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir á næsta kjörtímabili.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 14:59
Það hefur nú ekki farið neitt lítið fyrir lygunum og bullinu hjá ykkur INNLIMUNARSINNUNUM í þessari umræðu allri um ESB..................................
Jóhann Elíasson, 8.9.2012 kl. 15:29
Jóhann Elíasson,
Teldu nú þessar "lygar innlimunarsinna" upp fyrir oss!
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 15:40
Fljótlegra væri að telja það sem satt er. Þ.E. ekkert.
Hörður Einarsson, 8.9.2012 kl. 15:49
Hörður Einarsson,
Nefndu nokkur DÆMI um þessar "lygar innlimunarsinna"!
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 15:57
Hver og einn getur fengið lygar ESB beint í æð með því að heimsækja Evrópustofu eða fara inn á heimasíðu hennar.Hvergi er stafkrók að finna um neina efnahagserfiðleika á evrusvæðinu eða að ESB ríki séu að snúast frá því að taka upp evru.Lygin er helsta tákn þessarar stofu sem lýgur með þögninni.Útsendara EB voru á ferð með lygar sínar á Ljósanótt í Reykjanesbæ um síðustu helgi.NEI við ESB.Og eru eflaust núna á ferð með Breimaketti úr Vesturbænum að gera lygaþarfir sínar á Ægissíðunni.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 8.9.2012 kl. 16:07
Hvaðan koma peningarnir fyrir nábrókum Sandgerðismóra?
Frá Evrópusambandinu.
Einungis typpagatið er greitt af Bandaríkjunum.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:43
Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:45
Ísland og Noregur eiga LANGMEST viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og eru 70% í Evrópusambandinu.
Er allt á niðurleið hér á Íslandi og í Noregi?!
Er allt á niðurleið í Svíþjóð og Sviss, sem eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu?!
Er allt á niðurleið í Austurríki, Hollandi og Þýskalandi?!
Evran er galdmiðill þeirra allra.
Í Austurríki er MINNA atvinnuleysi en hér á Íslandi og nú í sumar var JAFN MIKIÐ atvinnuleysi í Þýskalandi og hérlendis.
Í Þýskalandi, fjölmennasta RÍKI Evrópusambandsins, búa 82 milljónir manna en 320 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Í sumum fylkjum Bandaríkjanna hefur verið mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið.
Samt er Bandaríkjadollar gjaldmiðill þeirra allra.
Stýrivextir eru nú 5% LÆGRI á evrusvæðinu en hér á Íslandi og hafa verið MUN LÆGRI en hérlendis.
Og MUN ÓDÝRARA er að taka húsnæðislán í til að mynda Frakklandi en hérlendis.
Á evrusvæðinu eru nú 17 ríki og Eistland bættist í hóp þeirra Í FYRRA.
EKKERT þeirra ætlar að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu.
Og hvorki Noregur né Ísland ætla að segja upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:47
Meðallaun í 72 löndum - Ellefu Evrópusambandsríki fyrir ofan Ísland, þar á meðal Kýpur og Ítalía, en Spánn og Grikkland í næstu sætum
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:49
Í Evrópusambandinu býr HÁLFUR MILLJARÐUR manna en hér á Íslandi búa um 320 þúsund manns.
Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna
"The euro is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."
Economy of the European Union - The largest economy in the world
List of countries by Gross Domestic Product (nominal)
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:53
Evrópusambandið er að STÆKKA en EKKI minnka og Eistland tók upp evru Í FYRRA.
EKKERT ríki ætlar að segja upp aðild að Evrópusambandinu eða hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári.
"Within Croatia the EU accession referendum was held on 22 January 2012, and the 67 per cent of Croats taking part voted in favour of EU membership."
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:56
20.8.2012:
"Grikkland verður að vera áfram á evrusvæðinu til að lifa af efnahagserfiðleikana sem landið gengur í gegnum, að sögn fjármálaráðherra landsins, Yannis Stournaras.
Hann segir að Grikkir verði að koma á þeim niðurskurði sem önnur evruríki krefðust af þeim vegna þess að aðild Grikklands að evrusvæðinu væri gríðarlega mikilvæg.
"Við verðum að halda okkur á lífi og vera áfram undir regnhlíf evrunnar vegna þess að það er eini valmöguleikinn sem getur bjargað okkur frá fátækt sem við höfum ekki þekkt," er ennfremur haft eftir Stournaras á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Hann bendir á ef Grikkir komi ekki þeim aðhaldsaðgerðum í gang sem krafist er, sé veru þeirra á evrusvæðinu ógnað.
"Við búum við DÝRASTA VELFERÐARKERFIÐ á evrusvæðinu og getum ekki haldið því lengur úti með lánuðum fjármunum.""
Segir Grikki verða að vera áfram á evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 16:59
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu. Þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.
Og hér á Íslandi hafa verið GJALDEYRISHÖFT frá því gengi íslensku krónunnar HRUNDI haustið 2008.
"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.
Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.
Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Fjórfrelsið nær hingað til Íslands, þrátt fyrir tímabundin gjaldeyrishöft hér, og við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 17:08
Vitaskuld á ekki að halda uppi rangfærslum um Evrópusambandið eins og þeim, að enginn hafi kosið framkvæmdastjórnina né forseta Esb.
Slíkar baráttuaðferðir eru ekki verðugar upplýstum og heiðarlegum andstæðingum innlimunar okkar í þetta stórveldabandalag.
Og nú minnir þetta síðasta orð mitt ykkur eflaust á orð Atla Gíslasonar alþm., sem þið tilfærið hér ofar, að "ESB sé samband stórþjóða í Evrópu."
En þið rekið Atla ekki á gat í þessu máli, það þufti ekkert að fræða hann um, "að 15 af 27 aðildarríkjum sambandsins eru með færri en 10 milljónir íbúa." Hann veit hins vegar eins og ég, að bæði voru það stórríki, sem í upphafi voru meginburðarásar þessa bandalags (Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Ítalía) og höfðu þar mest vægi, auk hins meðalstóra Hollands (í íbúafjölda, á ég við), og ENN eru stórríkin þar lang-fyrirferðarmest: Þýzkaland, Frakkland, Bretland, Ítalía og Spánn, auk Póllands.
Með Lissabon-sáttmálanum, sem samþykktur hefur verið, fá fjölmennustu ríkin í bandalaginu stóraukið vægi í hinu volduga, löggefandi ráðherraráði og leiðtogaráði Esb. frá 1. nóv. 2014. Þýzkaland verður með 16,41% atkvæðamagns (nær tvöföldun frá því, sem nú er, þegar landið hefur 8,41% atkvæðanna), og samanlagt verða fjögur stærstu ríkin (af 27) með 53,64% atkvæða. Þetta eru, auk Þýzkalands, Frakkland, Bretland og Ítalía. Ef við bætum við 5. og 6. stærstu þjóðunum, Spánverjum og Pólverjum, verða sex stærstu ríkin með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%! Viðaukinn hugsanlegi, Ísland, hefði engin sjáanleg áhrif á það til breytingar, við yrðum með 0,06% atkvæða og Þýzkaland eitt sér með 273 sinnum meira vægi og Bretland 205 sinnum meira en við!
Þá má einnig benda á, að tíu fyrrv. nýlenduveldi munu (frá 1. nóv. 2014) ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi ! ÁTTA þessara fyrrv. nýlenduvelda (og þá er Svíþjóð og Danmörku sleppt) munu ráða 70,39% atkvæðavægis í ráðunum tveimur. Sjá grein mína um þetta hér: Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu.
Jón Valur Jensson, 8.9.2012 kl. 17:11
"Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.
Þögn er sama og samþykki.
Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.
Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 17:11
Aldrei hef ég haldið því fram að Evrópusambandið sé að hruni komið. Þvert á móti álít ég það upprennandi og valdfrekt stórveldi og stórhættulegt fullveldisréttindum landanna.
Jón Valur Jensson, 8.9.2012 kl. 17:16
Íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu GJALDÞROTA haustið 2008.
Íslenska ríkið hefði þá einnig orðið gjaldþrota ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjunum Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi.
Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, AUKA sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.
15.6.2011:
Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot
Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.
Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna
En hér á Íslandi eru enn GJALDEYRISHÖFT.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 17:18
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 17:21
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Jón Valur Jensson er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.
Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."
"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."
Evrópska efnahagssvæðið
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 17:24
Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.
Rúmlega 80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.
Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 17:26
Leirburður úr kjafti hans kemur,
kattarins sem er að breima,
Lyga-skaup hann aumur semur,
í Sörlaskjóli á hann heima.
Nei við ESB lygum.
Sigurgeir Jónsson, 8.9.2012 kl. 17:43
Steini Briem og ESB virðast vera eitt og sama málpípu-batteríið.
Svo einhliða er áróðurinn hjá þessum blessaða dreng, að það er eins gott að snúa sér að öðrum verkefnum, frekar en að reyna að rökræða við þennan hálfsannleiks-ESB-talgervil.
Gangi honum annars sem best, og okkur öllum, við að komast til botns í hvernig spillingarvefir stjórnsýslunnar eru í raun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 18:14
HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!
Andstæðingar AÐILDAR Íslands að Evrópusambandinu hafa ENGAN áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.
Þeir VILJA eingöngu taka við MEIRIHLUTANUM af lögum Evrópusambandsins, ÁN ÞESS AÐ HAFA NOKKUR ÁHRIF á lagasetninguna.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 19:28
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 19:29
Í Evrópusambandinu eru MÖRG smá ríki og þau hefðu AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI viljað fá aðild að sambandinu EF þau hefðu þar ENGIN áhrif.
Og íslenska ríkið tekur NÚ ÞEGAR upp MEIRIHLUTANN af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 19:31
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 19:35
EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.
25.5.2009:
"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.
Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.
Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.
The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent - "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."
EU source of less than 30% of Irish laws
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 19:39
Steini Briem. Allt þetta ESB-batterí er byggt á löglausum blekkingar-sandi. Það sem þú ert að segja um ESB, stangast á við Mastrekt-sáttmálann.
Segðu allan sannleikann, eða slepptu því að heilaþvo fólk. Ég held reyndar að þú viljir ekkert illt með þínum skrifum, en þú hefur ekki sett hlutina í raunhæft og réttlátt samhengi.
Almenningi ber skylda til að koma með sín sjónarmið, svo hægt sé að verja heildarhagsmuni fyrir siðspilltum sérhagsmunum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 20:01
Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:13
30.8.2012:
"Finnar kunna vel að meta skyr frá Íslandi og hefur skyrgámur farið þangað nánast í hverri viku allt þetta ár.
Fleiri sýna skyrinu áhuga og útlit er fyrir að skyr verði flutt út eða framleitt erlendis samkvæmt sérstöku leyfi fyrir HÁLFAN MILLJARÐ KRÓNA á þessu ári."
"Leikarinn Russell Crowe lýsti skyrfíkn sinni eftir dvöl hér á Íslandi í sumar og lagði Mjólkursamsalan drög að því að koma til hans skyrbirgðum."
Skyrgámur í hverri viku til Finnlands
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:41
7.9.2012:
"Nefnir [Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar] í því samhengi að aðeins sé heimilt að flytja um 380 tonn af skyri til landa Evrópusambandsins á ári hverju ÁN TOLLA.
Þessi framleiðslukvóti er allur nýttur til útflutnings til Finnlands og dugar reyndar ekki lengur til.
"Við þurfum að tryggja að við fáum aðgang að markaðinum, þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu, ef við ætlum að hafa raunverulegar tekjur af því að flytja út skyr," segir Einar.
Hann bendir á að erfitt hafi verið að selja mjólkurafurðir á bandarískum markaði og sölutölur þar hafi ekki hækkað síðustu fimm ár.
Markaður í Bandaríkjunum er ekki auðunninn og erfiðleikar með flutning setja íslenskum mjólkurvöruútflytjendum einnig verulegar skorður á þeim markaði.
Aðeins eru ein til tvær ferðir í mánuði með skipi vestur um haf og því sé í raun óvinnandi vegur að nota skipaflutninga, eins og hægt sé í útflutningi til Evrópu.
Því er flogið til Bandaríkjanna með skyr og það er mun óhagkvæmari flutningamáti.
Einar leggur áherslu á að til þess að nýta að fullu þá stöðu sem vöruheitavernd kunni að skapa sé mikilvægt að ná samningi við Evrópusambandið um stærri tollkvóta.
Þegar hefur verið leitað eftir fimm þúsund tonna kvóta en það gæti tekið langan tíma að fá botn í það mál í samningum."
Tollmúrar hamla meiri skyrútflutningi
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:42
Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á íslenskum landbúnaðarvörum í Evrópusambandslöndunum og þar af leiðandi yrði hægt að STÓRAUKA útflutning héðan á FULLUNNUM landbúnaðarvörum, til að mynda skyri og lambakjöti, til Evrópusambandslandanna.
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:43
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
"Undir lok síðasta árs unnu hagfræðingarnir Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands, og Erna Bjarnadóttir, hjá Bændasamtökunum, skýrslu fyrir samningahóp Íslands um landbúnað.
Í þessari skýrslu kemur fram svart á hvítu að með afnámi þessara tolla má reikna með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40-50%."
Árið 2010 komu 67%, TVEIR ÞRIÐJU, af mat- og drykkjarvörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og 88,3% af eldsneyti og smurolíum.
Vöruviðskipti við útlönd árið 2010
Þorsteinn Briem, 8.9.2012 kl. 20:43
Vilji Endurvinnslu-Steini vísnaflím, er honum það velkomið:
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1229848/#comment3293709
.
Sat á steypu Steini Briem
og starði út í heiðið blátt ;
yrkir steypu og fer með flím
um fósturjörð og hugsar smátt.
.
JVJ 20.3.2012 kl. 00:08
Jón Valur Jensson, 8.9.2012 kl. 23:44
5.6.2012:
Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50% árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.
Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.
Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 00:35
Grikkir hafa ENGAN áhuga á að hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn.
Og það á EINNIG við um ÖLL önnur ríki sem eru með evruna.
ÖLL evruríkin munu því stefna að því að fara eftir Maastricht-skilyrðunum í framtíðinni, enda hafa þau lært sína lexíu af því hafa ekki gert það undanfarin ár.
Og Ísland stefnir EINNIG að því að fylgja Maastricht-skilyrðunum.
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 00:38
Þau ríki Evrópusambandsins, sem skuldbinda sig til að fara eftir Maastricht-sáttmálanum, verða EKKI sambandsríki.
10.8.2012:
"Stjórnlagadómstóll Frakklands hefur úrskurðað að fyrirhugaður sáttmáli um fjármálastöðugleika sem ríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um, að undanskildum Bretlandi og Tékklandi, stangist ekki á við frönsku stjórnarskrána."
"Þar með er einni hindrun rutt úr vegi endanlegrar samþykktar sáttmálans sem þarf samþykki a.m.k. 12 evruríkja fyrir 1. janúar 2013 til þess að taka formlega gildi.
Til þessa hafa fimm evruríki endanlega samþykkt sáttmálann."
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 00:41
Frakkar hafa nefnilega samþykkt nú þegar svo mikið fullveldisframsal. Og það er raunar líka gert í hinum rómuðu "aðildarsamningum": nýja Esb-ríkinu er þar gert að samþykkja æðsta löggjafarvald Esb. og að lög þess séu YFIR lögum landsins, þ.e.a.s. svo mikil forgangslög, að þau RYÐJI LANDSLÖGUNUM BURT, ef Brussel-lög og landsins lög rekast á, og þetta samþykktu jafnvel sænsk og finnsk stjórnvöld, m.a.s. norsk líka, þótt norskur almenningur hefði vit á að hafna ósvinnunni 1994.
Jón Valur Jensson, 9.9.2012 kl. 01:56
20.8.2012:
"Aðildarviðræður við ESB ganga vel
Í síðustu viku afgreiddi utanríkismálanefnd Alþingis samningsafstöðu í þremur köflum og hafa þar með 28 af 33 samningsköflum verið afgreiddir frá nefndinni.
Í þetta sinn voru það kaflar um umhverfismál, skattamál og byggðaþróun.
Nefndin ræddi einnig í síðustu viku stöðu viðræðnanna og skoðaði sérstaklega stöðuna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Einnig var sérstök umfjöllun um gjaldmiðlamálin sem voru afgreidd frá utanríkismálanefnd og síðan ríkisstjórn í sumar.
Nú eru opnir 18 kaflar í viðræðum við ESB en í árslok er stefnt að því að allt að 30 samningskaflar verði opnir af þeim 33 sem samið verður um.
Enginn bilbugur er á samningaliði Íslands í því að ná sem bestum samningi fyrir Ísland sem borinn verði undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áhersla lögð á að opna sjávarútvegskaflann hið fyrsta
Utanríkisráðherra og samningamenn Íslands hafa lagt á það mikla áherslu við ESB að kaflinn um sjávarútvegsmál verði opnaður hið fyrsta en það hefur ekki gengið eftir hingað til.
Stefan Füle stækkunarstjóri ESB skýrði frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að mynd yrði komin á sjávarútvegsmálin fyrir alþingiskosningarnar næsta vor."
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 02:05
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 02:06
Evrópustofa - Upplýsingamiðstöð
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 02:11
Evrópuvefurinn - Upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 02:12
FÁRÁÐLINGARNIR OG LYGAMERÐIRNIR á þessu bloggi sögðust fyrir margt löngu ætla að fá lögbann sett á Evrópustofu!!!
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 02:16
Copy/peistið hans Endurvinnslu-Steina á sennilega fyrst og fremst að vera honum sjálfum til hugarhægðar.
Jón Valur Jensson, 9.9.2012 kl. 02:41
Jón Valur Jensson,
Það er sama hvað þú mylur hér skítinn úr nábrókum þínum.
Þið nábrókarlallarnir hafið haft marga mánuði til að fá lögbann sett á Evrópustofu!!!
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 03:06
Ég lýsi hana hér með vanvirðu við íslenzkt fullveldi, ólögmæta, óalandi og óferjandi, en fullkomlega verðuga Brimarhólmsvistar eða niðurholunar á Grænlandsjökli ! Kalla eftir aðstoð frá Vædderen sem fyrst.
Sjálfan þig lýsi ég óknyttastrák með óstöðvandi raðinnleggjaröskun.
Jón Valur Jensson, 9.9.2012 kl. 03:24
Jón Valur Jensson,
Sýslumaðurinn í Reykjavík álítur ykkur að sjálfsögðu FÁRÁÐLINGA að krefjast lögbanns á Evrópustofu og hefur rekið ykkur öfuga út!!!
Þar að auki hefur hann örugglega bent þér á að fara í klippingu.
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 03:50
Hvernig dettur fólki í hug að reyna að rökræða við svona heilaskertann copy/paste þráhyggju vanvita....mér er bara spurn :/
Anna Grétarsdóttir, 9.9.2012 kl. 16:08
Anna Grétarsdóttir,
Jamm, þú ert "heilaskertur þráhyggju vanviti"!!!
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 16:35
9.9.2012 (í dag):
22% Spánverja vilja peseta á ný en 70% evruna
Þorsteinn Briem, 9.9.2012 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.