Leita í fréttum mbl.is

Bensínlíterinn yfir 260 krónur, dísill hækkar, gengi krónunnar lækkar!

Gjörgæslugjaldmiðill Íslendinga, krónan heldur áfram að falla og því verða nauðsynlegar vörur á borð við bensín og annað, dýrari í verði. Bensínlítrinn hjá Shell kostaði í dag um 261 krónu! Á myndinni frá www.m5.is má sjá hvernig krónan er að falla, gengisvísitalan er nú í rúmum 216. stigum. Krónan veldur óstöðugleika.

gengi-10-9

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 10.9.2012 kl. 19:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evran er núna 156,77 ísl. kr., en var fyrir nokkrum mánuðum um 165 kr. Hvað eruð þið þá að býsnast hér yfir "falli" krónunnar nú um stundir?!!

Krónan er sveigjanleg, og það er gott,* og evran er enginn klettur til að byggja á, eins og flestum á nú að vera kunnugt. Að jafnvel forystumenn Vinstri grænna geri það nú að "samningsmarkmiði" að "fá" evru sýnir bezt rakin svik þeirra við grasrót sína.

Þar að auki er þetta lúalega lélegt af ykkur á þessari vefsíðu að notfæra ykkur ofsköttunarstefnu Steingríms og Jóhönnu í benzín- og olíumálum til þess að gera lítið úr íslenzku krónunni og gylla evruna fyrir lesendum. Það er krafa mín, margítrekuð, og krafa stjórnarandstöðuflokkanna, að vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði olíu verði dregið úr prósentuálagningu ríkisins. Krónutöluálagningin hefði átt að haldast óbreytt, segi ég, en engar kröfur gerið þið um það! Ykkur nægir að reyna að láta Ísland koma illa út í samanburði við einhver Esb-lönd!

Væri farið að kröfu minni um krónutöluálagningu ríkisins á benzín og olíu, hefði það strax kjarabætur í för með sér fyrir einstaklinga og fyrirtæki og gera flutninga og ferðalög út á land ódýrari og myndi m.a.s. lækka verðlagsvísitöluna og þar með minnka afborganir fóks af húsnæðislánum!

En það verður engu tauti komið fyrir Steingrím & Jóhönnu, þau eru gaddfreðin í sinni ofsköttunarstefnu og sjá seint ljósið, óttast það jafnvel eins og tröllin í þjóðsögunum!

* Þrennt hefur einkum hjálpað hér nokkurri viðreisn efnahagslífs eftir bankakreppu:

1° Fall krónunnar.

2° Góð loðnuveiði.

3° Himnasending í makrílveiðum, sem góður ráðherra (Jón Bjarnason, sem oft hefur verið atyrtur hér eða sproksettur) úthlutaði íslenzkum fiskveiðiflota allgóða aflahlutdeild í (mætti vera enn meiri), þvert gegn háværum frekjukröfum Brussel-manna og Esb-nágrannaþjóða og hótunum Esb. um viðskiptaþvinganir! Og ætlið þið evrófílarnir hér nokkurn tímann að fráskilja ykkur frá þeirri ógnunarstefnu?

Jón Valur Jensson, 11.9.2012 kl. 01:34

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef fall krónunnar er að hjálpa núna þá var of hátt gengi krónunnar að skemma og eyðileggja árin 2004-2007 ekki satt?

En hvað krónan okkar er "elskuleg"

Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 12:53

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"

Einn af hverjum fimm Spánverjum vill snúa baki við evrunni og taka upp peseta á ný sem gjaldmiðil, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

22% aðspurðra sögðust vilja taka pesetann upp á ný, en Spánverjar tóku upp evruna árið 2002, samkvæmt könnuninni sem birt er í El Pais í dag. 70% aðspurðra töldu rétt að vera áfram í evrusamstarfinu. 8% vildu ekki svara eða höfðu ekki myndað sér skoðun."

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/09/09/22_prosent_vilja_peseta_a_ny_en_70_prosent_evruna/

Skrítið að Spánverjar vita ekki af þessari "gengisfall töfrum"... kannski er málið að senda Jón Val til spánar og upplýsa vitleysingana um þessa "kjarabót" sem gengisfellingin er.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 12:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.9.2012 (í dag):

"Mikil veiking á gengi íslensku krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira.

En veikingin á sér eðlilegar skýringar.

Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina.

Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð.

Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur.


Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum.

10. ágúst síðastliðinn kostaði evran ríflega 146 krónur en nú kostar hún tæplega 157 krónur, sem er veiking um 6% á einum mánuði."

Lítið þarf til að sveifla gengi íslensku krónunnar upp og niður

Þorsteinn Briem, 11.9.2012 kl. 13:12

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Skatturinn sem ríkið leggur á innflutt bensín er föst krónutala á hvern líter en ekki prósentuálagnng. Ætti ekki að vera lágmarkskröfur að menn þekktu grundvallarstaðreyndir áðu en þeir fara að þenja sig á blogginu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.9.2012 kl. 13:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þórdís Bára Hannesdóttir,

Jamm, það er lágmarkskrafa að þú "þekkir grundvallarstaðreyndir áður en þú ferð að þenja þig hér á blogginu"!!!

Hér er EKKI verið að ræða um skatt á bensín eða heimsmarkaðsverð á olíu.

Þegar gengi íslensku krónunnar fellur þarf að sjálfsögðu að greiða FLEIRI íslenskar krónur fyrir hvern innfluttan bensínlítra.

Verðbólgan hér á Íslandi getur þar af leiðandi AUKIST og þá HÆKKA hér öll verðtryggð lán.

Þorsteinn Briem, 11.9.2012 kl. 13:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson átti nú að fá þessa pillu.

Þorsteinn Briem, 11.9.2012 kl. 14:15

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður nú ekki samið til eilífðarnóns um veiðar úr makrílstofninum, frekar en öðrum flökkustofnum.

"Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem ekki eru staðbundnir, heldur flakka á milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld."

Norðmenn væru nú tæpast tilbúnir að gera samning til eilífðarnóns um að við Íslendingar fengjum að veiða töluvert úr makrílstofninum en eftir örfá ár gengi hann ekkert inn í íslensku lögsöguna.

Þorsteinn Briem, 11.9.2012 kl. 14:18

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson heldur náttúrlega að Noregur eigi aðild að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 11.9.2012 kl. 14:22

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, af hverju ætti ég að halda það?!!!

Og Sleggjuhvellur, það var sannarlega slæmt, að gengi krónunnar skyldi vera skráð svona hátt á bóluárunum:

1) Það stuðlaði að ofeyðslu hér, miklum innflutningi og óhagstæðum viðskiptajöfnuði.

2) Það stuðlaði að oftöku erlendra lána, sem síðan reyndust mönnum og fyrirtækjum þungbær, þegar leiðrétta varð gengið.

3) Það minnkaði tekjur útflutningsgreina og veikti samkeppnisstöðu íslenzks iðnaðar.

En þetta var ekki krónunni sem slíkri að kenna, heldur vitlausri efnahagsstjórn, m.a. háum stýrivöxtum, sem löðuðu t.d. jöklabréfin hingað, sem hækkuðu þá enn gengið. Ennfremur báru bólufyrirtækin hér sína ábyrgð, m.a. með því að skrá "viðskiptavild" til eigna og gera allt til að líta út sem traustverðug til lántöku hjá erlendum bönkum. Þetta gerðu stórfyrirtækin m.a. með því að nýta sér nýja endurskoðunarstaðla, ættaða (og innfærða) úr ESB, sem áttu stóran þátt í hruninu.

Jón Valur Jensson, 12.9.2012 kl. 00:42

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bulli Þórdísar um krónutöluálagningu benzíns svara ég á bloggi mínu.

Smellið hér á nafn mitt:

Jón Valur Jensson, 12.9.2012 kl. 00:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 00:54

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 42,14% og breska sterlingspundinu um 28,24%.

OG VERÐ Á OLÍU ER SKRÁÐ Í BANDARÍKJADOLLURUM.


Í fyrra, árið 2011,
HÆKKAÐI gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni um 3,38% og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 109,42%.

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 02:18

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

1) Það stuðlaði að ofeyðslu hér, miklum innflutningi og óhagstæðum viðskiptajöfnuði.

2) Það stuðlaði að oftöku erlendra lána, sem síðan reyndust mönnum og fyrirtækjum þungbær, þegar leiðrétta varð gengið.

3) Það minnkaði tekjur útflutningsgreina og veikti samkeppnisstöðu íslenzks iðnaðar.

þetta hefði ekkert gerst ef við hefðum verið með evru.

velkominn í ESB JÁ hópinn Jón Valur  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2012 kl. 09:29

19 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

,,Væri farið að kröfu minni um krónutöluálagningu ríkisins á benzín og olíu, hefði það strax kjarabætur í för með sér" Þetta sagðir þú orðrétt Jón Valur.

Ég sagði ,,Skatturinn sem ríkið leggur á innflutt bensín er föst krónutala á hvern líter en ekki prósentuálagning" :að er staðreynd og ekkert bull. Þú getur ekki viðurkennt villu þína og heldur áfram bullinu:).

Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.9.2012 kl. 10:12

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt að álögur á bensín sé föst krónutala.

Svo er lagður 25,5% vaskur ofan á heildarverðið.

Því má segja að álögur ríkissins sé bæði % og föst kr tala.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.9.2012 kl. 12:48

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í febrúar síðastliðnum var innkaupsverð á bensíni hér á Íslandi um 94,50 krónur, flutningur, tryggingar og álagning um 32,40 krónur, FAST kolefnisgjald 5 krónur, FAST bensíngjald samtals um 64 krónur og virðisaukaskattur um 50 krónur.

Í ágúst 2007 var innkaupsverð á bensíni um 34,40 krónur en í febrúar síðastliðnum um 94,50 krónur, tæplega ÞRISVAR SINNUM HÆRRA en í ágúst 2007.

Bandaríkjadollar kostaði um 61 íslenska krónu 1. ágúst 2007 en um 123 krónur 1. febrúar síðastliðinn, 102% eða TVISVAR SINNUM MEIRA en í ágúst 2007.

Bensín kostaði hér um 120,70 krónur í ágúst 2007 en um 245,90 krónur í febrúar síðastliðnum, 104% eða TVISVAR SINNUM MEIRA en í ágúst 2007.

Á sama tímabili hækkaði hins vegar gengi Bandaríkjadollars gagnvart evrunni einungs um 4,4%.


Og heimsmarkaðsverð á olíu er skráð í Bandaríkjadollurum
.

Samsetning bensínverðs - DataMarket

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 14:13

22 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sleggjan og Hvellurinn: virðisaukaskattur er á allar vörur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.9.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband