21.9.2012 | 07:58
Styrkir frá menntaáætlun ESB til nemenda Listaháskólans
Í frétt á vefsíðu Listaháskóla Íslands segir:
"Í gegnum Leonardo Starfsmenntaáætlun ESB styrkir Listaháskólinn tíu nýútskrifaða nemendur til starfsþjálfunar í Evrópu.
Þeir sem hljóta styrk þetta árið eru Arnar Freyr Guðmundsson BA í grafískri hönnun, Björn Halldór Helgason BA í tónsmíðum, Dóra Hrund Gísladóttir BA í myndlist, Finnur Karlsson BA í tónsmíðum, Gintare Maciulskyte BA í myndlist, Guðrún Theódóra Alfreðsdóttir BA í vöruhönnun, Olga Sonja Thorarensen BA í leiklist, Pétur Ármannsson BA í leiklist, Signý Þórhallsdóttir BA í fatahönnun og Sigríður M. Sigurjónsdóttir BA í fatahönnun.
Listaháskólinn leggur áherslu á að styðja við bakið á nýútskrifuðum nemendum með því að opna fyrir þeim tækifæri til starfsþjálfunar erlendis í sinni grein. Að mati skólans er afar mikilvægt fyrir nemendur að kynnast atvinnuumhverfinu að loknu námi og læra á lögmálin og venjurnar sem þar gilda. Fyrir marga er starfsnámið vendipunktur sem ræður oft miklu um það hvort viðkomandi getur nýtt þekkingu sína og kunnáttu sem fullgildur atvinnumaður. Þá gefur starfsnám erlendis nemendum aukið sjálfstraust til að lifa og starfa í fjölmenningarlegu samfélagi, þeir læra að hugsa og tjá sig um starfsgrein sína á nýju tungumáli og ávinna sér um leið tengsl á alþjóða vettvangi."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er mikil auglýsingastarfsemi hjá ykkur fyrir stórveldið.
Jón Valur Jensson, 21.9.2012 kl. 11:30
"Á undanförnum 15 árum hafa nærri 14 þúsund Íslendingar farið utan í starfsþjálfun og nám á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins.
Og mun fleiri hafa tekið þátt í margvíslegum verkefnum.
Samtals eru STYRKIR Menntaáætlunar Evrópusambandsins og forvera hennar um FIMM MILLJARÐAR KRÓNA á þessu tímabili."
Afmælishátíð Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2010
Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 12:38
Það eru sem sagt "LANDRÁÐ" hjá þúsundum Íslendinga að þiggja alla þessa styrki frá Evrópusambandinu!!!
Og hverjir ætli hafi nú staðið fyrir öllum þessum "LANDRÁÐUM"?!
Ætli það hafi ekki verið Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra, sem þegið hefur styrki frá íslenska ríkinu til að skrifa um Evrópusambandið!!!
Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 12:43
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 12:48
Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu VILJA að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins.
Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið.
Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 12:49
Þú misnotar orðið 'landráð', Steini, og skrifar með upphafsstöfum í þokkabót, sennilega til að reyna að gera aths. mína afkáralega, en inntakið er ekki frá mér, heldur allt frá þér! Þetta er því e.k. sýnikennsla þín í því, hvernig EKKI á að haga sér í rökræðum, enda er þetta einföld rökvilla: að þykjast geta sýnt fram á að eitthvað, sem aldrei var haldið fram, sé vitleysa. Þú getur flett þessu upp í rökfræðibókum.
Jón Valur Jensson, 21.9.2012 kl. 23:04
Vitaskuld kallaði ég námsmenn og starfsþjálfunarfólk, sem þiggur styrk frá landi eða stórveldi, ekki 'landráðamenn' þess vegna. Ýmsir geta þó framið landráð, einkum stjórnmálamenn, stjórnarerindrekar, njósnarar og skemmdarverkamenn eða samherjar erlends ríkis í stríði gegn landi hans sjálfs. Um þetta geta menn lesið landráðabálk almennra hegningarlaga.
Svo er ég og margir mínir samherjar andvígir EES-samningnum og ekki síður Schengen-samkomulaginu.
Jón Valur Jensson, 21.9.2012 kl. 23:10
Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995
12.1.1993:
Evrópskt efnahagssvæði - Frumvarpið samþykkt: 33 sögðu já en 23 nei og 7 greiddu ekki atkvæði.
Af þeim 33 sem samþykktu frumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið voru 23 sjálfstæðismenn, eða 70% þeirra sem samþykktu frumvarpið.
Já sögðu:
Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Hermann Níelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karl Steinar Guðnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, Pálmi Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanhildur Árnadóttir, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þuríður Pálsdóttir og Össur Skarphéðinsson.
Og Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.
Schengen-samstarfið
Annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar 23. apríl 1995 - 28. maí 1999
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 00:58
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 01:00
Niður með Esb.
Jón Valur Jensson, 22.9.2012 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.