Leita í fréttum mbl.is

Dauðaóskhyggja Nei-sinna

DauðinnSamtök Nei-sinna blóðlangar að ESB-umsóknin deyji. Enda hafa þeir auglýst fund þar sem þeir spyrja hvort umsóknin sé dauð.

Dauðaóskhyggja Nei-sinna er með hreinum ólíkindum!

Þeir vilja þá halda áfram að hafa Evrópumálin hangandi yfir íslensku þjóðinni - í stað þess að fá skýra niðurstöðu í málið, með því að klára aðildarsamninga og ganga til atkvæða.

Nei-sinnar, sem óska umsókninni dauða, vilja hrifsa þann rétt af þjóðinni að fá að ganga til atkvæða um þetta mikilvæga mál.

Því er sú spurning alveg réttlætanleg hvort samtök Nei-sinna, séu ekki í raun samtök and-lýðræðissinna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vandamálið er að ríkisstjórnarflokkarninr eru með sitthvora stefnuna í evrópu og gjaleyrismálum.

VG - styður að viðræðurnar við esb - verði kláraðar en flokkurinn er alfarið gegn aðild íslands að esb.

Þannig að flokkurinn mun varla berjast fyrir að samingur þegar hann liggur fyrir verði samþykktur.

Eina leiðin til að ná einhverri sátt um esb - umsóknina er að þjóðn fái að kjósa um það hvort haldið verði áfram með aðlögun íslands að esb.

Óðinn Þórisson, 21.9.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 16:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu VILJA að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að TAKA UPP FLEST LÖG Evrópusambandsins.

Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins og Schengen-samstarfið.

Þorsteinn Briem, 21.9.2012 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband