16.10.2012 | 20:23
Össur um afleik Bjarna Ben
"Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.
Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum.
Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna."
Á þessum orðum hefst góð grein eftir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í FRBL þann 16.10. Lesið nánar hér.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Össur lék einn sinn stærsta afleik og eru þeir þó margir sem hann hefur leikið, með þessum ummælum sínum.Fulltrúi Samfylkingarinnar ásamt fleirum í nefnd um framtíð krónunnar lýsti því yfir ídag 16/10 að krónan yrði gjaldmiðill Íslands á næstu árum.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 16.10.2012 kl. 22:44
Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17.5.2011 um upptöku evru hérlendis:
"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:
Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.
Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.
Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.
Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.
Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."
"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.
Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.
Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."
"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."
"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.
Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.
Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.
Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.
Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.
Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."
"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.
Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."
"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.
Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."
Þorsteinn Briem, 17.10.2012 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.