Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Þ. Stephensen um friðarverlaunin og ESB

Í leiðara Fréttablaðsins þann 16.október skrifaði Ólafur Þ. Stephensen um þá staðreynd að friðaverðlaun Nóbels voru veitt Evrópusambandinu fyrir skömmu. Hann ræðir í byrjun meðal annars þá gagnrýni sem komið hefur fram vegna þessa, en segir svo:

"Sumt af þessari gagnrýni ber einkenni þeirrar öfgakenndu og vanþroskuðu Evrópuumræðu sem við erum orðin svo vön; Evrópusambandinu er stillt upp sem einhvers konar andlýðræðislegu og lítt friðelskandi skrímsli. Það er eins og sumir gleymi því að í ESB eru öll nánustu vina- og bandalagsríki bæði Íslands og Noregs, sem eru líkust okkur af löndum heims og við eigum nánust samskipti við. Ef Evrópusambandið er svona vont, hlýtur það að segja sína sögu um jafnnáin samstarfsríki þess – eða hvað?

Tímasetning verðlaunaveitingarinnar hefur verið gagnrýnd; að einmitt nú þegar ESB sé í kreppu fái það klapp á bakið fyrir afrek sín í fortíðinni. Staðreyndin er hins vegar að þetta er rétti tímapunkturinn til að minna á stórmerkilegan árangur Evrópusamstarfsins. Þeir sem gera lítið úr honum virðast hafa gleymt því að um aldabil var Evrópa álfa sífellds ófriðar. Friðurinn sem ríkt hefur undanfarna sex áratugi er langt frá því sjálfgefinn.

ESB snýst ekki bara um efnahagsmál. Upprunalegt markmið hinna evrópsku stofnana sem síðar urðu að ESB var að samtvinna efnahagslíf aðildarríkjanna svo rækilega að stríð þeirra á milli yrði óhugsandi. Engum dettur nú lengur í hug að Þýzkaland og Frakkland fari í stríð eina ferðina enn og taki álfuna alla með sér.

ESB gaf síðar ríkjum, sem hafa kastað af sér oki einræðis herforingjastjórna eða kommúnísks alræðis, fyrirheit um efnahagslegan ávinning af samstarfi á forsendum frjáls markaðar, en setti um leið skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Fyrir hálfri öld hefði fáa dreymt um að Suður- og Austur-Evrópuríkin yrðu sameinuð Vestur-Evrópuríkjunum í jafnnánu og friðsamlegu samstarfi og raun ber nú vitni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.10.2012:

"The European Union was awarded the Nobel Peace Prize Friday for its efforts to promote peace and democracy in Europe."

"The award was given to the 27-nation bloc because it had "for over six decades contributed to the advancement of peace and reconciliation, democracy and human rights in Europe," Nobel committee chairman Jagland said.

The committee praised the EU not only for rebuilding after World War II, but also for its role in spreading stability to former communist countries after the 1989 fall of the Berlin Wall.

"The stabilizing part played by the European Union has helped to transform a once torn Europe from a continent of war to a continent of peace," Jagland said.

The President of the European Parliament
Martin Schulz responded to the Norwegian Nobel Committee announcement on Twitter, saying that the "EU is an unique project that replaced war with peace, hate with solidarity."

"Deeply touched honoured that the EU has won the Nobel Peace Prize.

Reconciliation is what the EU is about.
It can serve as inspiration," he tweeted."

Þorsteinn Briem, 18.10.2012 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband