Leita í fréttum mbl.is

Benedikt Jóhannesson endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirSjálfstæðir Evrópumenn héldu góðan aðalfund síðdegis þann 23.október. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum sté Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fyrrum ráðherra í pontu og hélt þar ræðu um meðal annars stjórnmálaástandið og Evrópumálin. Fékk ræða hennar mjög góðar viðtökur og spunnust líflegar umræður í kjölfarið.

Þorgerður benti meðal annars á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið drífandi þátttakakandi í öllum stórum árkvörðunum á sviði utanríkismála hér á landi frá stofnun lýðveldis. Hún taldi það sama ætti að eiga við um ESB-málið og telur það fráleita hugmynd að slíta aðildarviðræðum.

Hún sagði einnig að það þyrfti að leggja mikla áherslu á það að halda Sjálfstæðisflokknum sem breiðu og víðsýnu stjórnmálaafli hér á landi.

Hún lagði einnig á það mikla áherlsu að fram þyrfti að fara skynsamleg og málefnaleg umræða um Evrópðumálin, sem ekki væri byggð á upphrópunum og gífuryrðum. Fundarmenn tóku undir þetta.

Eins og sagt var hér að framan spunnust skemmtilegar umræður í framhaldi af ræðu Þorgerðar og fór fjöldi manns í pontu.

BenediktÁ fundinum var Benedikt Jóhannesson, endurkjörinn formaður Sjálfstæðra Evrópumanna til næstu tveggja ára. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hefði vilja leggja fyrir ykkur eina spurningu varðandi þennan heilaga ESB feril. Var haldin stjórnarráðsfundur í Stjórnarráði eftir að Alþingi samsamþykkti þingsályktunina  um að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að ESB. Aftur var haldin stjórnarráðsfundur út af þessu væntanlegu stjórnarerindiað. Svarið þessu.  Er þetta ekki hæstu gráðu landráð.?

Valdimar Samúelsson, 25.10.2012 kl. 13:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætlar frú Þorgerður að halda því fram að það hafi ekki farið fram skynsamleg og málefnaleg umræða,um það feigðarflan að ganga í ESB. Þær skipta þúsundum ræður nar í máli og riti,sem upplýsa okkur, um það hættuspil.Flestir Íslendingar vilja það alls ekki. Viðbrögð okkar eru því ekki eins sýnileg og á þessum fundi. En tjáningar þörfin er mikil. Við getum því á okkar litla ,,heimavelli,, leyft okkur umræðu,sem lafðin kallar gífuryrði,þegar okkur virkilega þykir.

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2012 kl. 14:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er Sandgerðismóri?

Þorsteinn Briem, 25.10.2012 kl. 16:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.10.2012 kl. 16:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.10.2012 kl. 16:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 25.10.2012 kl. 17:47

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Benidikt er snillingur

Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband