Leita í fréttum mbl.is

Verðbólga og krónan (fellur)

Í Morgunkorni frá Íslandsbanka segir þann 29.10:

"Fróðlegt verður að sjá hvernig spá Hagstofunnar verður hvað verðbólgu varðar, enda verða oft talsverðar breytingar á milli útgáfa þar sem forsendur breytast stöðugt frá einum tíma til annars. Í júlí reiknaði Hagstofan með 5,4% verðbólgu í ár, sem er á svipuðu róli og aðrar nýlegar spár sem birtar hafa verið reikna með. Á næsta ári reiknaði Hagstofan með 3,9% verðbólgu en 2,8% árið þar á eftir. Var þessi spá Hagstofunnar frá því í júlí töluvert bjartsýnni á verðbólguhorfur á næstu tveimur árum en flestar aðrar spár sem birtar hafa verið nú í haust, og kæmi því ekki á óvart að meiri verðbólgu yrði spáð nú. Á hinn bóginn áætlaði Hagstofan að gengi krónunnar myndi veikjast um 2,8% í ár og 0,6% á næsta ári en myndi styrkjast lítillega eftir það. Er sýn þeirra þar með heldur svartari en þeirra aðila sem hafa gefið út spá í haust sem reikna með að gengið muni styrkjast strax á næsta ári."

Einn helsti veröbólguvaldurinn er krónan og hún heldur áfram að falla, þrátt fyrir gjaldeyrishöft, nú er gengisvísitalan komin yfir 227 stig! Myndin er skjáskot af www.m5.is.

krona0608-2910

Meira að segja Morgunblaðið gerir þetta að umtalsefni í frétt fyrir fjórum dögum og þar segir: "Veiking krónunnar frá í ágúst hefur verið rúmlega 9% og hefur það unnið gegn styrkingu hennar framan af ári eftir að breytingar voru gerðar á fjármagnshöftunum í mars. Greiningardeild Arion banka bendir á þetta og segir að gangi veiking síðustu mánaða ekki til baka muni það orsaka umtalsverða verðbólgu næstu mánuði."

Ástandið í gjaldmiðilsmálum er eins og á skjálftasvæði! Stöðugur óstöðugleiki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Þessi pistill lýsir fáfræði á málinu.

Bragi, 29.10.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

....fyrirgefðu, "blogglausi Bragi" vilt þú þá ekki miðla af visku þinni?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 29.10.2012 kl. 21:44

3 Smámynd: Bragi

Nei.

Bragi, 29.10.2012 kl. 22:12

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Nú er allt að fara til fjandans í USA, hálf New York á kafi í söltum sjó. Dollarin mun veikjast um hríð a.m.k. Þetta mun hafa áhrif á blessaða EVRUNA okkar, sem mun trúlega hækka? Hækkun Evrunnar lítur vel út á pappírnum, en ekki er allt sem sýnist, því að það ástand, sem þá mun blasa við um gera ESB erfiðara fyrir eða hvað?

Kveðja,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.10.2012 kl. 05:44

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Villa: um en á að standa ....mun gera osfrv.

Kv., KPG:

Kristján P. Gudmundsson, 30.10.2012 kl. 05:46

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta verður bara sama gamla sagan. Saga sem menn og konur komin á sæmilegan aldur ættu alveg að muna og þekkja. (En virðst hinsvegar alveg hafa steingleymt gjörsamlega)

það verður alltaf að þrengja höftin. Verður alltaf að bæta við böndum.

þessvegna er aldrei hægt að ræða svokallaða krónu og hugmyndir um að skipta henni út fyrir alvöru gjaldmiðil ss. Evru - nema að hafa ofangreint jafnframt í huga.

Ætla íslendingar virkilega að lifa hérna undir klafa hafta og helsis sem einhverjar sérhagsmunahlíkur heimta að sett sé á það? Svo virðist vera. þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2012 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband