Það er alltaf áhugavert þegar Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, lætur frá sér heyra. Í nýjum pistli á Pressunni skrifar hann:
"Afstaða til aðildar Íslands að Evrópusambandinu er ekki sjálfstætt stefnumið, heldur fylgir öðrum almennum sjónarmiðum. Þessi mál eru mikilvæg enda þótt Íslendingar gerist ekki aðildarland.
Þjóðin á valkosti. Annar kosturinn er sérlausnir, sjálfsnægtir að einhverju marki, áhersla á eigið óhæði, forgangur innlendra aðila og eigin öryggismörk t.d. í fæðuframleiðslu, svo og varnaraðgerðir fyrir innlenda framleiðslu á sem flestum sviðum. Kjörorð þessa valkostar eru sérlausnir, sérstaða og óhæði.
Hinn kosturinn er opið hagkerfi og viðskiptalíf, alhliða samskipti við aðrar þjóðir, vaxandi vægi utanríkisviðskipta, þátttaka í fjölþjóðlegu samstarfi með sérhæfingu á tilteknum sviðum, gagnkvæmar skuldbindingar, samstaða og samþætting með öðrum. Kjörorð þessa valkostar eru opnun, sameiginleg þróun og samþætting.
Íslendingar höfðu áður valið síðarnefnda valkostinn með þátttöku í margs konar fjölþjóðasamstarfi og -stofnunum, síðast í EFTA og EES. Aðildin að EES er aukaaðild að Evrópusambandinu, en þar erum við nú annars flokks fylgiríki án áhrifa.
Umræður um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu snúast um þetta: Viljum við halda lengra áfram á braut opnunar eða halda óbreyttu - eða velja hinn kostinn? Nú bendir margt til þess að meirihluti á stjórnmálavettvangi Íslendinga hafi skipt um skoðun og vilji til frambúðar hverfa frá valkosti opnunar."
Síðar segir Jón:
"Álitamál um gjaldmiðilinn kristalla þessa valkosti. Hér er um tvennt að velja.
Annars vegar er sameiginlegur gjaldmiðill með stærstu útflutningsmörkuðum þjóðarinnar, Evrulöndunum, með sameiginlegum varasjóði og stofnunum. Hins vegar er krónan. Henni fylgja einhverjar takmarkanir eða höft og kostnaðarsamur varasjóður. Henni fylgja hærri vextir, hún er viðkvæm fyrir sveiflum og þetta markar lífskjaraþróunina. Ár eftir ár koma margar dreifðar ákvarðanir saman eftir nokkra mánuði í gengisfellingum. Allt þetta leiðir til krafna um ríkisábyrgðir, en þeim fylgir pólitísk íhlutun um viðskipti og atvinnulíf.
En málið er flókið og margar blikur á lofti. Önnur álitamál skulu nefnd.
Því er haldið fram að vandi Grikkja, Íra og Portúgala stafi af evrunni. En gengisfall drökmunnar hefði litlu bjargað í Grikklandi því vandinn felst ekki í misvægi í innlendum kostnaði sem erlend tekjuöflun jafnar. Sambærilegt á við um hinar þjóðirnar. Gengisfelling þjóðargjaldmiðils hefði frestað ytri sjúkdómseinkennum, leitt til samfélagsátaka og óeirða - en vandinn legið eftir. Annað dæmi: Ef Íslendingar hefðu haft evru 2008, hefði gjaldmiðillinn ekki hrunið og þá ekki lán almennings heldur."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er greinilega gaman hjá nafna mínum í EF-leiknum. En EF við hefðum ekki skrifað upp á EES-samninginn, hefði ekki verið um neitt útrásavíkinga-"ævintýri" að ræða, ekkert Icesave, ekkert Kaupthing Singer & Friedlander, Heritable Bank, "útrásina" (sem hrundi) í Danmörku o.s.frv. né fjárhagsbyrðarnar mestu á gömlu bönkunum, svo að olli næstum kollsteypu lýðveldisins og þjóðarinnar.
Svarið við fyrirsögn ykkar hér er JÁ! Strax með undirritun aðildarsamnings er nýja ESB-meðlimaríkið að heita því að meðtaka alla grunnsáttmála og öll lög ESB, einnig ókomin lög, og gefa þeim forgang (precedence) fram yfir þau öll landslög sem kunna að rekast á ESB-lögin (nánar HÉR). Þetta er óneitanlega = að glata æðsta fullveldi sínu á löggjafarsviðinu. Mér líður undarlega að vita minn gamla íslenzkukennara í MR kjósa slíkan óskapnað yfir þjóðina.
Valkostir hans tvenns konar eru athyglisverðir og segja þónokkuð um hans eigin afstöðu. Þennan valkost: "forgang innlendra aðila," virðist hann t.d. annaðhvort telja gott að losna við eða rétt að fórna honum fyrir eitthvað sem hann fær í staðinn. Er þá í lagi, JS, að fórna forgangi Íslendinga að fiskimiðunum?
Svo viðist hann telja það góðan valkost að hafa "opið hagkerfi og viðskiptalíf," eitthvað á að vera svo rosalega jákvætt og verðmætt við hugtakið "opið", en yrði það ekki opið í báða enda? T.d. bæði til útrásar ... og til innrásar erlendra útgerða, sem og til ábyrgðar landsmanna á fjármálalífinu umfram það sem okkur er hollt ... og til þungra skuldbindinga vegna vandræðaríkja í ESB og hinna blankari þar og til að láta undan fyrir kröfunni um að "samþætta" lífeyrissjóðakerfi Esb-landanna, okkur til skaðræðis? Evrópusambandið er sannarlega ekki hætt að þróast í valdsækni sinni og miðstýringarferlinu.
Svo er fráleitt að láta sem "alhliða samskipti við aðrar þjóðir" sé eitthvað sem geti fremur kallast góði valkosturinn við ESB, sem vanti hins vegar utan ESB. Þessu getur verið þveröfugt farið. Jafnvel "vaxandi vægi utanríkisviðskipta" er valkostur utan rétt eins og innan ESB.
Slepptu blekkjandi kjörorðinu "opnun", Jón, en hitt þarf ekki að efast um í predikun þinni: "sameiginleg þróun og samþætting," þ.e. í vaxandi samruna í og fullveldisframsali til valdfreks Evrópustórveldis.
Áfram fullvalda Ísland !
Jón Valur Jensson, 31.10.2012 kl. 00:24
Í Evrópusambandinu eru 27 fullvalda og sjálfstæð ríki.
Og Ísland varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918.
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 00:55
Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif, og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.
Það er nú allt fullveldið!
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 00:58
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 01:02
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 01:04
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 01:08
Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 01:21
Steini hrekkur upp með andfælum, hafandi séð óþægilegt innlegg fyrir sinn afleita málstað, og byrjar enn einu sinni að copypeista sjálfan sig og sína samherja, t.d. með þeirri marghröktu vitleysu, að Ísland sé "[að] 70% í Evrópusambandinu."
Nú er dagur hjá Steina, en nótt hjá mér, og ég nenni ekki að fórna svefni í þetta sinn, í því verður allur "sigur" hans fólginn.
Hvet hann samt til að lesa grein Frosta í Mbl. þennan þriðjudag, þar sést nú hve vitlaust það er að segja "viðræðurnar" hafa gengið hratt og vel.
Jón Valur Jensson, 31.10.2012 kl. 01:26
EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.
25.5.2009:
"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.
Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.
Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.
The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent - "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."
EU source of less than 30% of Irish laws
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 01:39
Þau ríki Evrópusambandsins, sem skuldbinda sig til að fara eftir Maastricht-sáttmálanum, verða EKKI sambandsríki.
10.8.2012:
"Stjórnlagadómstóll Frakklands hefur úrskurðað að fyrirhugaður sáttmáli um fjármálastöðugleika sem ríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um, að undanskildum Bretlandi og Tékklandi, stangist ekki á við frönsku stjórnarskrána."
"Þar með er einni hindrun rutt úr vegi endanlegrar samþykktar sáttmálans sem þarf samþykki a.m.k. 12 evruríkja fyrir 1. janúar 2013 til þess að taka formlega gildi."
Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 01:51
Athyglisvert þetta með að "samþætta" lífeyrissjóðakerfið, eins og sá þjófnaður á eigum alþýðunnar er lýst svo "traustvekjandi" en rétt!
Ætlar alþýðu-verkafólkið á Íslandi virkilega að leyfa þessum blekktu og gróða-blinduðu kynningarfulltrúum ESB, við allar réttlætingar/útskýringar á þessu verkamanna-lífeyrisráns-plani?
Hvenær var þrælahald og bankarán leyft að nýju í Evrópu? Eða var það kannski aldrei bannað, nema að nafninu til, eins og svo margt annað í þessu "fullkomna friðarbandalagi"?
Hvernig er hægt að réttlæta það að fátækt heiðarlegt verkafólk vinni nánast kauplaust, og leyfi "friðarbandalaginu" að ræna heiðarlega fengnum eigum og heimilum þeirra, til að bjarga steindauðum ræningjabönkum?
Hvers konar friður er það?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.10.2012 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.