Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Gunnarsson: Tryggjum efnahagslegt fullveldi Íslands

Á vefnum hjá Já-Íslandi stendur:"Í grein dagsins fjallar Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um EES-samninginn og kosti hans, sem og möguleikana sem aðild að ESB veitir okkur, en EES gerir ekki. Þá veltir Guðmundur upp spurningunni um fullveldisframsal og stjórnarskrána, sem og hugmyndir Stjórnlagaráðs um fullveldisframsal.

Ísland hefur verið aðili að EES frá árinu 1970. Kostir þess samstarfs fyrir Ísland hafa verið óumdeildir. Vegna EES samningsins bera u.þ.b. 90% af útfluttum sjávarafurðum frá Íslandi til ESB svæðisins enga tolla samkvæmt þeim skilyrðum sem samið var um í EES-samningnum. Evrópska efnahagssvæðið er stærsta markaðssvæðið sem Íslendingar hafa aðgang að, rúmlega 80% af öllum útflutningi frá Íslandi fer til ESB. Útflutningsverðmæti sjávarafurða á Íslandi er um 40% af heildarverðmæti vöruútflutnings landsins.

Það sem skiptir öllu máli fyrir bæði íslenskan sjávarútveg og landbúnað í tengslum við aðildarviðræður að ESB, er sú staðreynd að í aðild felst eina fyrirsjáanlega tækifæri íslendinga til þess að opna á stóran erlendan markað með fullunnar vörur. Allt slíkt er í dag takmörkunum háð sem myndu falla niður við aðild, en með því að hafna viðræðum að ESB má leiða að því allnokkrum líkum að EES samningurinn verði þá endurskoðaður og þar með muni efnahagslegt fullveldi Íslands glatast og ósigrandi skuldaveggur sem mun leiða til þess að lífskjör munu falla umtalsvert á Íslandi." 

Öll greinin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.


Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 1.11.2012 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband