Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Andri Thorsson í FRBL: Hlutir sem skipta máli

Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið þann 5.nóvember, um ESB-málið og andstæðinga þess. Greinin hefst á þessum orðum:

 "Ég heyrði byrjunina á uppgjöri vikunnar í útvarpsþætti nú fyrir helgi. Einn var spurður að því hvað honum hefði nú fundist eftirtektarverðast í nýliðinni viku og svaraði eitthvað á þessa leið: „Það var verið að taka upp tvo nýja kafla í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins…" Smá þögn og maður sá fyrir sér furðu lostin andlit viðmælenda þar til hann losaði um spennuna á hárréttu augnabliki: „Djók!" Fór svo að tala um hluti sem skipta máli: landsleikinn og veðrið.


Allir hlógu – líka ég. Það var svo fyndið hvernig hann sagði það. Og ekkert gat verið jafn innilega óáhugavert og fréttir af þessum viðræðum við bandalag sem færustu lesendur þjóðarsálarinnar segja að við munum aldrei nokkurn tímann ganga í. 

Manni skilst að nú fari aðalsamningamaður Íslendinga um landið og kynni fólki stöðuna í þessum viðræðum. Ætli það séu ekki hálfgerð svipugöng? Um leið og hann byrjar að tala fara allir að halda fyrir eyrun og æpa. Það má enginn heyra það sem hann kann að hafa að segja. Það má ekki byggja Evrópu-umræðuna á staðreyndum. Það má alls ekki komast að því hvað aðild að ESB gæti þýtt fyrir lífskjör á Íslandi.


Hætta skal leik…
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja ekki ljúka viðræðum heldur hætta þeim. Þeir vilja koma í veg fyrir að niðurstaða fáist úr viðræðunum og kosið verði um aðild í kjölfar þess. Ein skýring er langsamlega nærtækust á þessari afstöðu: Andstæðingar aðildar óttast að aðild verði frekar samþykkt í kosningum um niðurstöður aðildarviðræðna en kosningum þar sem enginn veit neitt um neitt – þeir vilja ekki að neinn viti neitt um neitt. Þeir vilja að við rífumst á grundvelli þess sem við höldum, okkur minnir, okkur finnst, við óttumst, einhver sagði að einhver hefði sagt. Þeir vilja að við rífumst um grundvöllinn. Þeir vilja að við rífumst. Þeir deila og drottna. Við deilum og brotnum.

Þeir telja líklegra að málstaður sinn sigri viti þjóðin ekki hvaða kostir bjóðast með aðild að Evrópusambandinu. Þeir telja að eftir því sem fólk viti meira um það hvað aðild að ESB táknar, þeim mun líklegra sé það til að kjósa þá aðild. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá hlær best sem síðast hlær!!!

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 08:44

2 Smámynd: K.H.S.

Þetta er náttúrulega mest  uppspuni hjá Gumma, eins og venjulega. Einhverju skrökað á menn og búnar til sögur, enda var  maðurinn titlaður stórskáld í þakkarumfjöllunum fjölmiðla kæra Jóns.

Það var ekkert farið að tala um fótbolta og veður, heldur miklu mikilvægari mál en ESB umsóknarruglið hennar Jómóu. Það voru rædd mál sem skipta máli og ættu að vera nr 1 hjá ríkisstjórninni.

K.H.S., 6.11.2012 kl. 12:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig gat GAT.gatað svona,? Við vorum löngu búin að vita allt um Esbéið,enda gengur þar allt eftir eins og við sögðum. Bara ekki það að bleðillinn sem nefnist Evra,eins og uppáhalds leikmaður minn í Manutd, er í útrýmingarhættu.

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2012 kl. 18:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helga Kristjánsdóttir,

Það hefur einmitt EKKERT gengið eftir af því sem þú hefur gapað um á þessu bloggi!!!

Og nær daglega rek ég hér lygaþvættinginn ofan í sótsvart kommúnistakokið á þér!!!

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 19:39

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég ætla að benda á að eitt sinn viðurkenndi Guðmundur Andri Thorsson, sá ágæti drengur, að hann hefi haft rangt fyrir sér. Það fannst mér mikið þroskamerki hjá Guðmundi Andra.

Betur að fleiri pennar viðurkenni mistök.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 19:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrst andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi eru svona gríðarlega vissir um að Evrópusambandið og evran séu að hruni komin hljóta þeir að samþykkja að leggja eina milljón króna inn á reikninginn minn um næstu áramót ef það gerist ekki.

Þögn er sama og samþykki.

Reikningsnúmerið mitt er 0311-26-6300.

Steini Briem, 5.8.2011 kl. 18:37"

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 19:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 41,84%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 118,05%.

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 20:01

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar HRUNDI þegar íslensku bankarnir OG Seðlabanki Íslands urðu GJALDÞROTA haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Og fjórum árum síðar eru hér enn GJALDEYRISHÖFT.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 20:19

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Flutt verður tillaga á aðalfundi Evrópusamtakanna 15.nóv. þess efnist að viðræðunum við Evrópusambandið verði hætt.Breimakötturinn í Sörlaskjólinu þjáist nú af njálgnum, sem aldrei fyrr.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 6.11.2012 kl. 21:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sandgerðismóri með sína stöðugu skitu verður flengdur opinberlega 15. nóvember, ásamt kaþólikkanum, besta vini barnanna.

Því næst verður Sandgerðismóra drekkt í Sandgerðishöfn.

Í annað sinn
.

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 21:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75%.


Og hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 21:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 21:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.6.2012:

Landsframleiðsla Grikklands myndi falla um 25-50%
árið eftir að landið yfirgæfi evrusvæðið og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem unnin var af franska bankanum Société Générale.

Og kaupmáttur Grikkja með nýjan gjaldmiðil yrði 50% minni en hann er nú með evruna sem gjaldmiðil.

Kaupmáttur Grikkja yrði helmingi minni með nýjan gjaldmiðil

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 21:56

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini minn. Mér finnst þú vera fullur af hatri og hefndarhug út í einhverja pólitíska andstæðinga. Hvað er að hjá þér Steini minn?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 22:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

Ég VORKENNI þér og öðrum andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu á þessu bloggi, því flestöll eruð þið SJÚKIR LYGAMERÐIR, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 22:48

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

NÝLEGT DÆMI:

"ESB-áróðurs-talsmenn á Íslandi þekkja ekki raunveruleikann í landbúnaðar-kúgunaraðgerðum ESB í Finnlandi.

Það er er kaldhæðnislegt að upphefja framleiðslu íslenskra skyr-afurða á kostnað ESB-kæfðra finnskra afurða!

Það vita það allir sem þekkja til landbúnaðar í Finnlandi, að enginn getur lengur lifað af slíkri framleiðslu þar, vegna kúgunar ESB-veldisins.

Samviskulaus og grímulaus áróður kerfis-ráðnu ESB-böðlanna er ólíðandi blekking, á Íslandi og víðar í veröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir
, 4.11.2012 kl. 01:59
"

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 22:54

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

• The milk market in Finland increased at a compound annual growth rate of 0.5% between 2004 and 2009.

• The fresh liquid milk (unflavored) segment led the milk market in Finland in 2009, with a share of 72.7%.

• The leading player in milk market in Finland is Valio Group."

Steini Briem, 4.11.2012 kl. 02:35"

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 22:57

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The [Valio] company pays all the milk profit it generates to its owners, the Valio Group milk producers.

In 2010, Valio paid Valio Group dairy co-operatives 777 million euros
[um 140 milljarða íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] for raw milk.

Adding together Valio’s purchases of the commodities and services it requires, the purchases of milk producers in various parts of Finland, and Valio’s payroll and taxes, around 1.0 billion euros [um 180 milljarðar íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] stays in Finland.

Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.

Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000.
"

[Valio Group greiddi því hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]

"Valio pays a high price for raw milk by European standards.

In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk
[73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009.
"

[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13  kr/l."]

Valio Group key figures 2010 - All of Valio's profit goes to its milk producers

Steini Briem, 4.11.2012 kl. 04:28"

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 22:59

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, MJÖG SVIPAÐ verð á mjólk til bænda í Finnlandi og hér á Íslandi.

Og kúabændur BÆÐI hér á Íslandi og í Finnlandi fá þar að auki greidda STYRKI.

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 23:06

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til LANDBÚNAÐAR í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

Þorsteinn Briem, 6.11.2012 kl. 23:10

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini. Þekkir þú persónulega einhverja bændur í Finnlandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 23:51

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég bjó í áratug á íslenskum bóndabæ, á fimm þúsund vini á Facebook í nær öllum ríkjum heimsins og hef í marga áratugi skrifast á við fólk úti um allan heim.

Nú í kvöld fékk ég til dæmis tölvupósta frá Frakklandi, Ítalíu, Kína, Japan, Íran og Sádi-Arabíu.

Þar að auki hef ég búið í Eistlandi og oft komið til Finnlands.

Bæði ríkin eru í Evrópusambandinu og evran er gjaldmiðill þeirra.

Og hér er hluti af tölvupósti til mín frá finnskum bónda:

Suðvestur-Finnlandi 22.8.2012:


"For example we had close to -30 degrees Celsius many days last winter, and I live near Turku, where the weather is usually the mildest.

Now it has been raining almost the whole summer and we've been missing the heat
that sometimes is near +30 Celsius."

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 00:41

23 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Steina vantar Olla,þeir fengju ekki styrki,nei þeim yrði borgað fyrir velluna.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2012 kl. 00:48

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini minn. Þú þekkir semsagt raunveruleikann hjá bændum í Finnlandi? Og þekkir jafnvel raunveruleikann víðar í Evrópu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2012 kl. 00:53

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnar og aðrir íbúar Evrópusambandsríkjanna hafa það almennt um betra en við Íslendingar og þar með íslenskir bændur.

Til að mynda er verð á matvælum og öðrum vörum, til dæmis fatnaði, almennt MUN LÆGRA í Evrópusambandsríkjunum en hér á Íslandi og vextir á til dæmis húsnæðislánum eru þar MUN LÆGRI en hérlendis.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla hins vegar niður allir tollar á vörum frá Evrópusambandsríkjunum, til dæmis matvörum, fatnaði og raftækjum, verðtrygging fellur hér niður og vextir lækka, til að mynda á húsnæðislánum.

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 02:34

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 02:37

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA 19 MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA
en það franska."

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 02:39

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnuleysi er þó meira í FLESTUM Evrópusambandsríkjanna en hér á Íslandi.

Evrópska efnahagssvæðið er hins vegar sameiginlegur vinnumarkaður og ÞÚSUNDIR Íslendinga starfa í öðrum ríkjum á svæðinu.

Og hér er enn töluvert atvinnuleysi, um 5%, enda þótt íslenski vinnumarkaðurinn sé agnarsmár miðað við langflest önnur ríki.

Í sumum fylkjum Bandaríkjanna er mikið atvinnuleysi en í öðrum lítið, enda þótt Bandaríkjadollar sé gjaldmiðill þeirra allra.

Og atvinnuleysi mun alltaf verða mismunandi mikið í héruðum og ríkjum, enda þótt þau noti sama gjaldmiðilinn.

Nú er til dæmis mun meira atvinnuleysi á Suðurnesjum en Vestfjörðum.

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 03:14

30 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við þurfum ekki í Evrópu sambandið til að aflétta verðtryggingunni. Andstæðingar Evrópusambandsins eygja ótal möguleika,það þýðir mikla vinnu,sem þegar er komin af stað til viðskipta við önnur lönd.

Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2012 kl. 04:06

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum okkar vörur og þjónustu aðallega til evrusvæðisins.

Og verðtryggingu verður EKKI aflétt hér á Íslandi fyrr en við tökum upp evru.

ENGINN
er tilbúinn að lána hér til langs tíma í íslenskum krónum án verðtryggingar.

Íslenska krónan hefur fallið gríðarlega gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem hefur valdið hér mikilli verðbólgu.

Evran hefur hins vegar HÆKKAÐ gagnvart öðrum gjaldmiðlum, til að mynda Bandaríkjadollar, og verðbólgan hefur verið miklu minni í evruríkjunum en hér á Íslandi.

Og enda þótt verðtryggingin yrði aflögð myndu vextir hér vera áfram miklu hærri en í evruríkjunum, ef við tækjum ekki upp evru, þar sem íslenska krónan myndi halda áfram að falla gagnvart öðrum gjaldmiðlum með tilheyrandi verðbólgu.

Væru andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu tilbúnir að lána nágranna sínum eina milljón króna til nokkurra ára með 2% föstum vöxtum, þegar hér hefur verið miklu meiri verðbólga í mörg ár?!

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 04:57

32 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Breim.

Sigurgeir Jónsson, 7.11.2012 kl. 05:22

33 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

st.BREIMAKÖTTUR með njálg, hefur búið hjá karlinum í Tunglinu,besta vini sínum, og ræktað þar kartöflur upp úr kattaskít.Hnn gaf þær svo vinum sínum á Mars þar sem hann bjó líka í mörg ár.Hann gjörþekkir líka landbúnaðinn á Venus.ESB er heppið að hafa svona speking innan sinna raða sem lýgur aldrei.Nei við geðveikislegu rugli ESB.

Sigurgeir Jónsson, 7.11.2012 kl. 05:34

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sandgerðismóri er náttúrlega ekki fábjáni.

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 07:09

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 07:18

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frábær grein þar sem fulltrúi minninhlutans í afstöðu til ESB-aðildar ræddi um óþolandi frekju meirhlutans. Við, sem erum andvíg því að halda áfram þessum kjánaskap köllumst einu nafni; "Þeir" og erum ekki hátt skrifuð.

Enda er á ferðinni einn af þekktustu rithöfundum okkar og stórættaður í ofanálag.

Það er víst nefnilega svo að þegar minnihlutinn er með afburði í skynsemi samanborið við heimskan meirihluta "þeirra" þá er þreytandi fyrir minnihlutann að þurfa einlægt að setja ofaní við meirihlutann.

Ég held að þetta sé árangursrík taktik því ef minnihlutanum tekst að ljúga sig inn á kjósendur eins og Steingrímur gerði síðast og ná á ný meirihluta á Alþingi með guðshjálp og Bjartrar framtíðar verður líklega hægt að nota evruna til að ljúga sig á leiðarenda. 

Árni Gunnarsson, 7.11.2012 kl. 16:46

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er von að Árni Gunnarsson skæli hér úr sér augun, eins og vanalega.

Hversu mörg atkvæði fékk Frjálslyndi flokkurinn í síðustu alþingiskosningum?!

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 18:01

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 7.11.2012 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband