Leita í fréttum mbl.is

DV: Sorgarsaga íslensku krónunnar

dv-logoDV birti þann 12.11 ítarlega umfjöllun um gjaldmiðilsmál undir fyrirsögninni Sorgarsaga íslensku krónunnar. Þar fer farið yfir umræðuna um gjadlmiðilsmálin, en eins og kunnugt er kom út mikil skýrsla Seðlabankans um gjaldmiðilsmál. Þar eru kostirnir aðeins tveir: Að halda í krónuna eða taka upp Evru.

Í frétt DV segir:

"Ýmsar aðrar hugmyndir hafa þó verið ræddar eins og einhliða upptaka Kanadadollars eða danskrar eða norskar krónu. Um miðjan september kynnti Seðlabankinn rúmlega 600 blaðsíðna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum.

Ein stærsta spurningin er líklega sú hvernig Íslendingar ætli sér að losna við gjaldeyrishöftin – umræðan um mögulegar leiðir verður líklega hávær í komandi alþingis kosningum sem fara fram í maí á næsta ári.

Íslendingar þekkja vel gjaldeyrishöft enda voru þau við lýði hérlendis allt frá árinu 1931 til 1960 og voru ekki að fullu afnuminn fyrr en íslenska krónan var sett á flot í mars árið 2001. Segja má að höftin hafi þó að mestu verið afnumin með stofnun gjaldeyris markaðar árið 1993 og EES-samningnum sem tók gildi árið 1994 með tilkomu fjórfrelsisins sem kveður meðal annars á um frjálst flæði fjármagns. Íslendingar hafa því einungis verið með haftalausa krónu í rúm sjö ár síðustu 80 árin.

7,4 prósenta ársverðbólga var að meðaltali frá því að krónan var sett á flot í mars 2001 og þar til að sú tilraun endaði með banka- og gjaldeyriskreppu innan við átta árum seinna sem getur vart talist góður árangur. 28. nóvember 2008 voru fyrstu lög um gjaldeyrishöft sett á Alþingi. Kostnaður Íslendinga vegna haftanna hefur frá þeim tíma stöðugt aukist."

Í frétt DV kemur meðal annars fram að við aðild og upptöku Evru væri hægt að spara 33 milljarða vegna gjaldeyrisforðans, að vextir myndu lækka og að utanríkisviðkskipti Íslands við Evru-svæðið myndu aukast um 4-11%. Og að verðbólga myndi lækka.

Þetta er STÓRA málið! Á meðan nota Íslendingar MINNSTA sjálfstæða gjaldmiðil í heimi - sem er bæði með axlabönd og belti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.11.2012 (í dag):

""Það er afar erfitt – líklega ómögulegt – að sjá fyrir sér óhefta fjármagnsflutninga samhliða sjálfstæðum smáum gjaldmiðli," segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við DV, aðspurður hvort hann sjái fyrir sér einhverja aðra lausn en gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið (ESB), svo losna megi við gjaldeyrishöft hér á Íslandi.

Aðrar leiðir séu líklega ekki í boði til að Íslendingar geti staðið við reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um fjórfrelsið, sem kveður á um frjálst flæði fjármagns.

Að mati Árna Páls er gjaldmiðilssamstarf við ESB langbesta lausnin til að draga hér úr óstöðugleika í gjaldmiðlamálum og gera Íslendingum auðveldara að lifa með frjálsum fjármagnsflutningum."

Þorsteinn Briem, 13.11.2012 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband