Leita í fréttum mbl.is

Vextir hækka, enn eina ferðina!

PrósentSeðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í dag og er þeir nú komnir í 6%. Í frétt á vísir.is segir: "Stýrivextir hafa hækkað um nærri tvö prósentustig á rúmlega einu ári og eru nú sex prósent, en aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að á meðan verðbólgan sé langt fyrir ofan verðbólgumarkmið þá verði vextir einnig háir."

Ennfremur segir: "Verðbólgan er enn yfir 2,5 prósent markmiði seðlabankans, en í október mældist hún 4,2 prósent á ársgrundvelli. Spá seðlabankans gerir ráð fyrir að markmiðið náist árið 2014. Þá er gert ráð fyrir minni hagvexti á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða 2,5 prósent, en á næsta ári gerir spá bankans ráð fyrir þrjú prósent hagvexti."

Svo segir: "Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að verðbólgan sé enn of há hér á landi miðað við víðast hvar annars staðar í heiminum, og því sé vaxtastigið að sama skapi hærra, en óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar."

Þetta er athyglisvert: ....,,óvissa sé ávallt fyrir hendi þegar kemur að gengi krónunnar." Sem er í höftum!

Hver lengi getur þetta gengið svona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB lét Má Guðmundsson hækka stýrivexti seðlabanka Íslands.

Svona hertekur ESB-veldið seðlabanka einstakra ríkja. Þetta hefur gerst áður á Íslandi! Eru allir búnir að gleyma því þegar Davíð Oddson var í sömu snörunni? Það getur enginn vitað hverju þessum mönnum er hótað!!!

Það eru engar byssur, sprengjur né skriðdrekar notaðar í nútíma hernaði "friðarbandalagsins" ESB á Íslandi!

Það er snyrtilegra á fölsuðu pappírunum, að ræna bara fólkið þar til það gefst sjálft upp og deyr! "Þeir voru svo vitlausir að velja að deyja úr hungri og sálardauða", munu fræðimenn klíkunnar segja!

Sannleikurinn er verri en lygin. Þess vegna ljúga allir!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2012 kl. 00:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

LYGAR ÞÍNAR
hér og samsæriskenningar gerast æ skrautlegri!!!

HATUR
þitt og skoðanasystkina þinna á Evrópusambandinu er beinlínis SJÚKLEGT og ykkur engan veginn til framdráttar.

Örnólfur Árnason
:
"Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."

Þorvaldur Gylfason
: "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu og Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.

Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet.
"

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 03:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 03:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 0,75% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 6%.


Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 03:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áríð 2006 var hér EFTIRSPURNARVERÐBÓLGA, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru því gríðarlega háir, 14,25%, til að reyna að fá Íslendinga til að leggja fyrir og minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu Jöklabréf fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Nú sitjum við uppi með þau og GJALDEYRISHÖFT.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna OG Seðlabanka Íslands haustið 2008 var hér mjög mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Verðbólgan
hér í janúar 2009 var 18,6% og stýrivextir Seðlabanka Íslands 18%, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands


Seðlabanki Íslands - Peningamál í nóvember 2006

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband