Leita í fréttum mbl.is

Árni Finnsson kosinn Evrópumaður ársins

Árni-FinnssonÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tók í dag við nafnbótinni Evrópumaður ársins, fyrir árið 2011, á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem haldinn var í húsnæði samtakanna Já-Ísland, sem Evrópusamtökin eru hluti af.

Árni hefur í fjölda ára fjallað um málefni sem tengjast náttúru og umhverfismálum, sem og Evrópumálum. Hann er því vel að nafnbótinni kominn.

Umhverfismál einn af mikilvægustu málaflokkunum sem ESB tekst á við (sem og öll heimsbyggðin), en miklar breytingar hafa orðið í þessum mála flokki á undanförnum árum og áratugum.

Á aðalfundinum flutti síðan Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurfulgvelli afar athyglisvert erindi sem hann kallaði ,,Schengen og alþjóðleg samskipti Íslands” . Jóhann er núverandi framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT.

Niðurstaða hans var sú að Ísland væri nánast berskjaldað án þáttöku í Schengen og að vinnubrögð, sem einu sinni hefðu verið ómarkviss og handahófskennd, væru nú þauskipulögð og fagmannleg.

Fór Jóhann vítt og breitt um þetta mikilvæga málefnasvið, enda mikill kunnáttumaður um málefnið og spunnust í kjölfar erindisins málefnalegar og skemmtilegar umræður.

Evrópusamtökin óska Árna til hamingju með nafnbótina og Jóhanni fyrir gott erindi.

Fyrir áhugasama er bent á nýja skýrslu Alþingis um Schengen. Í henni segir m.a. að með tilkomu Schengen ,,hafi orðið bylting hér á landi hvað varðar alþjóðlegt lögreglusamstarf.." og að ...,,þá hafi skapast áður óþekktir möguleikar til þess að fylgjast með erlendum ríkisborgurum hér á landi."

Í skýrslunni kemur einnig frama að ef Ísland myndi hætta í Schengen myndi það m.a. þýða upptöku landamæraeftirlits gagnvart Norðurlöndum, sem og úrsögn Íslands úr norræna vegabréfasamningnum.

Þá segir einig að allt samstarf milli Íslands og annarra Schengen-ríkja vegna glæpa á milli landamæra myndi einnig gjörbreytast og minnka. Úrsögn myndi einnig hafa áhrif á EES-samstarfið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður
Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954
og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári."

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 20:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steina Briem fannst þægilegast að sleppa því að rökstyðja sín skrif um að ég væri lygari, í sambandi við raunveruleika Finnskra bænda.

Það er að sjálfsögðu mikil "náttúruvernd" í því að útrýma ó-æskilegum mannskepnum, sem ekki vilja verða þrælar ESB-klíkunnar í Brussel! Það er í hnotskurn, boðskapur Evrópusamtakanna.

Það koma eflaust einhverjar hálfkveðnar skammar-vísur um að ég sé lygari, frá Steina Briem, eftir þessa athugasemd mína.

Hann kom sér nú snyrtilega frá því að svara mér, um hverju ég hefði logið í sambandi við ESB og bændur í Finnlandi.

Skilaboð frá mér til Steina Briem!

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann

þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann.

En láttu það svona í veðrinu vaka,

þú vitir að hann hafi unnið til saka. 

Þetta er ljóð eftir Pál J. Árdal.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2012 kl. 23:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

Enn heldur þú áfram að LJÚGA!!!

Og þessi skrif þín eru beinlínis SJÚKLEG.

Ef ég held einhverju fram bendi ég á STAÐREYNDIR og gerði það einnig í þessu tilfelli, eins og þú VEIST mætavel!!!

Finnskir bændur fá MJÖG SVIPAÐ verð fyrir mjólk og íslenskir bændur, eins og ég sýndi fram á.

Og BÆÐI finnskir og íslenskir bændur fá þar að auki greidda STYRKI.

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 23:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

• The milk market in Finland increased at a compound annual growth rate of 0.5% between 2004 and 2009.

• The fresh liquid milk (unflavored) segment led the milk market in Finland in 2009, with a share of 72.7%.

• The leading player in milk market in Finland is Valio Group."

Steini Briem, 4.11.2012 kl. 02:35

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 23:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The [Valio] company pays all the milk profit it generates to its owners, the Valio Group milk producers.

In 2010, Valio paid Valio Group dairy co-operatives 777 million euros
[um 140 milljarða íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] for raw milk.

Adding together Valio’s purchases of the commodities and services it requires, the purchases of milk producers in various parts of Finland, and Valio’s payroll and taxes, around 1.0 billion euros [um 180 milljarðar íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] stays in Finland.

Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.

Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000.
"

[Valio Group greiddi því hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]

"Valio pays a high price for raw milk by European standards.

In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk
[73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009.
"

[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13  kr/l."]

Valio Group key figures 2010 - All of Valio's profit goes to its milk producers

Steini Briem, 4.11.2012 kl. 04:28

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 23:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler
og ca 40% fra EU. Total støtte til landbruket i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Strategy for Finnish Agriculture - Sjá svæði C1-C4 á bls. 72

Steini Briem, 3.11.2012 kl. 02:45

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 23:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til LANDBÚNAÐAR í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.

Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

Steini Briem, 3.11.2012 kl. 02:59

Þorsteinn Briem, 15.11.2012 kl. 23:49

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini minn. Ég skal koma þér í samband við finnska bændur, persónulega og prívat, sem geta sagt þér sannleikann um þessi mál. Vilt þú þiggja það boð mitt, að kynnast því hvað bændur sjálfir segja um þetta í Finnlandi?

Þá færðu að heyra raunverulega sannleikann!

Ef þér er raunverulega annt um réttindi bænda innan ESB, þá þiggur þú væntanlega þetta boð mitt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2012 kl. 00:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

Ég þekki sjálfur finnska bændur, eins og ég hef áður bent þér á.

Það sem hér skiptir máli er hvaða verð finnskir og íslenskir bændur fá greitt fyrir mjólk og hversu mikla styrki þeir fá greidda fyrir framleiðsluna.

Og BÆÐI finnskir og íslenskir bændur fá greidda styrki vegna mjólkurframleiðslu.

Þorsteinn Briem, 16.11.2012 kl. 00:34

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The raw milk processed at the Valio Group dairies is always Finnish.

It is produced in Finland on family-owned dairy farms that typically have 28 cows.


The total volume of milk delivered annually to dairies in Finland is around 1,900 million litres, of which Valio processes and markets 86%."


Finland - Milk Production

Þorsteinn Briem, 16.11.2012 kl. 01:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2012, eru um 6,1 milljarðar króna og þar af eru beinar greiðslur til kúabænda um 5,2 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Árið 2008 höfðu 738 mjólkurbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður íslenskur kúabóndi er með 30-40 kýr.

Kostnaður ríkisins vegna hvers mjólkurbús er því að meðaltali um 8,3 milljónir króna á þessu ári
, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis

Þorsteinn Briem, 16.11.2012 kl. 03:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðað við styrki sem bændur í Norður-Finnlandi hafa fengið til mjólkurframleiðslu, 25 evrusent fyrir hvern lítra, hefur dæmigerður kúabóndi þar fengið um 8,7 milljónir íslenskra króna á ári í STYRKI, miðað við gengi íslensku krónunnar nú.

Og kostnaður íslenska ríkisins vegna hvers mjólkurbús er að meðaltali um 8,3 milljónir króna á þessu ári
, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - Íslensk bú í finnsku umhverfi

Þorsteinn Briem, 16.11.2012 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband