Leita í fréttum mbl.is

Hrafn Jökulsson í Viðskiptablaðinu:Þjóðin á það skilið

Hrafn Jökulsson"Í sextán ár hafa Íslendingar þrefað um Evrópusambandið, þar af fóru nokkur ár í að ræða sérstaklega hvort málið væri „á dagskrá“.

Nú eru sextán ár síðan Alþýðuflokkurinn gerði aðildarumsókn að ESB að kosningamáli. Þetta var 1995 og Alþýðuflokkurinn var ekki beinlínis í aðstöðu til að marka stefnu í einu eða neinu – lúskraður og lemstraður eftir að heilög Jóhanna hoppaði frá borði og stofnaði Þjóðvaka sáluga. Þar að auki tók Alþýðuflokkurinn út óvinsældir fyrstu ríkisstjórnar Davíðs (hlutskipti Framsóknar síðar) og hafði ofan í allt saman komist ítrekað í fréttir fyrir spillingarmál. Enda galt Alþýðuflokkurinn afhroð í kosningunum ´95 og var senn úr sögunni."

Þannig byrjar pistill efti Hrafn Jökulsson, sem hann ritar í Viðskiptablaðið, (www.vb.is) og heldur svo áfram:

"Í sextán ár hafa Íslendingar þrefað um Evrópusambandið, þar af fóru nokkur ár í að ræða sérstaklega hvort málið væri „á dagskrá“ eða ekki. Davíð gaf eftirminnilega yfirlýsingu um að aldrei skyldi Ísland inn í þann arma klúbb, gott ef hann lagði ekki geðheilsu sína að veði.

Mánudagurinn 27. júní 2011 var því sögulegur dagur: Formlegar viðræður hafnar við Evrópusambandið og stefnt að niðurstöðu sem fyrst. Það hillir undir að Íslendingar geti loksins, loksins afgreitt rifrildi sem staðið hefur í sextán ár, rifrildi sem hefur einkennst af því að fæstir vita hvað verið er að tala um. Jafnvel harðsvíruðustu andstæðingar ESB ættu að fagna."

Lokaorð Hrafns eru meðal annars þess:

"Þjóðin á það skilið að þetta mál verði til lykta leitt, svo við þurfum ekki að þrasa í önnur sextán ár um hver niðurstaðan af aðildarumræðum hefði orðið. Þjóðin á líka skilið að allir – sama hvað þeim finnst um ESB – standi saman til að sem best niðurstaða fáist. Þá, en ekki fyrr, getum við öll tekið upplýsta ákvörðun um já eða nei."

(Mynd: Eyjafréttir)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sá ágæti maður Hrafn þarf að fara að byrja á því ekki seinna en NÚNA að kynna sér, hve róttækt framsal fullveldis í æðstu löggjafarmálum er fólgið í hverjum "aðildarsamningi" (sbr. HÉR).

Jón Valur Jensson, 25.11.2012 kl. 15:33

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hefði ekki átt að vera þjóðarkosnngar á einhverju af þessu tímabili Hrafn Jökulsson. Ég spyr bara eða var þetta einkamál flokkanna.

Valdimar Samúelsson, 25.11.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband