Leita í fréttum mbl.is

Krónan veldur verðhækkunum - heldur líklega áfram á næstu mánuðum!

Viðskiptablaðið skrifar: "Sú verðhækkun sem fram kom í verðbólgutölum Hagstofunnar í morgun einkennist af því að gengisveiking krónunnar eftir sumarið er að koma inn af nokkrum krafti. Greiningardeild Arion banka segir áhrifin koma skýrast fram í hærra verði á innfluttri vöru á borð við mat og drykkjarvörum, bílum, húsgögnum og lyfjum.

Verðbólga jókst á milli mánaða, fór úr 4,2% í 4,5%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar."

Samkvæmt frétt blaðsins, sem byggir á greiningu Arion-banka, mun þessi neikvæða þróun halda áfram.

Gjaldeyrismálin eru að fara með þjóðina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Of lítill útflutningur sem skapar gjaldeyrir, eða of mikill innflutningur er að fara með þjóðina. Meðan svo er mun krónan halda áfram að falla.Það þarf ekki ESB til að upplýsa það.En ESB krefst þess að gjáldeyrishöftunum verði aflétt svo hægt sé að ganga frá samningi um inngöngu Íslands í ESB.Það virðist ekki skipta ESB neinu máli þótt allt hrynji á Íslandi við slíkan gjörning.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 28.11.2012 kl. 22:36

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

EU er með lausn á haftastefnu kjánaþjóðrembinga. Skynsama og raunhæfa lausn til lengri tíma. það iggur allt fyrir og magumrætt. það er eina raunhæfa lausnin sem komið hefur fram.

Hinsvegar vilja kjánaþjóðrembingar og elítan hérna hlekkja ísland og innbyggjara í viðjum hafta og helsis. það liggur líka fyrir og ekkert leyndarmál.

Ef litið er yfir sögu lýðveldistímans þá hefur krónuræfillinn alltaf verið að falla. Falla bara og falla og falla.

þetta, veikur gjaldmiðill og beisiklí handónýtur, hefur veikt þetta land alveg gífurlga og þar með afkomu innbyggjara. Hefur gert þetta að hráefnislandi þar sem allt er frekar frumstætt í háttum og umgengni um verðmæti öll hin afkáranlegasta. þetta hefur skapað sveifur sem magnar upp veikleika gjaldmiðils og framkallað það sem kallast á fræðimáli hringavitleysa þar sem fæstir botna neitt í nokkrum hlut á meðan elítan og sjallar ganga hlægjandi alla leið í bankann. Og almenningur borgar og borgar og borgar. Og borgar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2012 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til þess að hægt sé að afletta gjaldeyrishöftunum verður að greiða niður erlendar skuldir.Til þess þarf gjaldeyrir.Hann er einfaldlega ekki til staðar nema taka hann að láni.Það styrkir ekki krónuna.Þeir eru kjánar sem neita staðreyndum.Og hugmyndin um hinn eina sanna Evrópumann er ekkert annað en evrópskur þjóðrembingur sumra evrópuþjóða.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2012 kl. 07:28

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það væri líka athugandi fyrir ESB,að í stað þess að kætast yfir veikingu krónunnar,þá ætti ESB að hafa í huga, að eftir því sem að krónan veikist meira vegna slæmrar skuldastöðu Íslands, þá verða minni líkur til þess að hægt verði að aflétta gjáldeyrishöftunum í framtíðinni,og eins og ESB sjálft hefur gefið út þá fer Ísland ekki inn í ESB með gjaldeyrishöftin.Þannig að hægt er að slá af allar hugleiðingar í bráð um að Ísland eigi þess kost að ganga í ESB,og hvað þá að taka upp evru.Þess vegna ekki síst á að slíta þessum viðræðum við ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2012 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband