Leita í fréttum mbl.is

Dæmi um "hina hræðilegu aðlögun" !

MBLMBL.is segir frá: "Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri og Barnaheill – Save the Children á Íslandi gerðu í dag tímamótasamning við þrjú ráðuneyti mennta- og menningarmála, innanríkis- og velferðarmála um stuðning við SAFT verkefnið til ársloka 2014.

Samningurinn var undirritaður í morgun við athöfn í Langholtsskóla og snýr að rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi. Markmið SAFT er að reka vakningarátak og fræðslu um örugga og jákvæða notkun netsins meðal barna og ungmenna, foreldra, kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa við upplýsingatækni. Barist er gegn ólöglegu efni á netinu og börnum og ungmennum veitt aðstoð í gegnum hjálparlínu. Mikið er lagt upp úr samstarfi við önnur lönd á Norðurlöndum og jafnframt er verkefnið hluti af netöryggisáætlun Evrópusambandsins sem nær til allra landa á Evrópska efnahagssvæðinu."

Hér heima byrjaði SAFT sem lítið verkefni, með stuðningi Evrópusambandsins. Dæmi um HINA SKELFILEGU AÐLÖGUN, ekki satt?

Nánar um SAFT:

"SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Programme, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af framkvæmdastjórn ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Embætti landlæknis og Barnaheill – Save the Children Iceland.

SAFT er í samstarfi við önnur lönd í Evrópu og deilir með þeim upplýsingum, aðferðafræði og þekkingu. Markmiðið er að til verði sameiginlegur evrópskur sjóður þekkingar og aðferðafræði á þessu sviði sem styður hið jákvæða og spornar gegn neikvæðum hliðum upplýsingatækninnar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er í mínum huga útilokað, að berjast einungis fyrir vernd og velferð Evrópu.

Réttlætið er að mínu mati landamæralaust, og ekki er hægt að kúga fólk til hlýðni, með ólöglegum rökum einokunarsambands Evrópu.

Heimurinn er svo miklu stærri heldur en Evrópa. Allur heimurinn á rétt á landamæralausum mannréttindum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 18:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverskonar áróðursbull er þetta eiginlega? Það er engu líkara en að samtökin sem halda þessari síðu úti telji að mannréttindi hafi verið uppgötvuð af ESB og að auki þá sé útilokað að Ísland geti orðið að gagni í baráttu fyrir réttindum af ýmsum toga nema að hafa fyrst ánetjast þesari deild himnaríkis. Er fólki sem hefur tekið þessa trú bara sjálfrátt?

Það er slæmt að geta ekki haft skoðun og viðrað hana án þess að gera sig að flóni. 

Það er ekki lítið gert úr fjárhagslegum stuðningi þessa ríkjasambands við hin og þessi verkefni - hin og þessi ríki. En er það virkilega svo að fjármunir komi sjálfkrafa án þess að einhver leggi þá fram?

Auðvitað er það ekki svo. Þetta er miðstýrt "velferðarkerfi" ríkjabandalags og fjármagnið stýrir áróðursmiðaðri pólitík. Það vex ekkert fjármagn sjálfvirt í þessu bandalagi fremur en á öðrum stöðum. Til þess að geta veitt fé til einhvers þarf að sækja það til annars eða annara; svo einfalt er nú það.

Árni Gunnarsson, 4.12.2012 kl. 18:59

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svo einfalt er þetta Árni minn!

Mannréttindin eru ó-pólitísk og landamerkjalaus

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2012 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband