6.12.2012 | 17:08
..."eigum ekki að vera of upptekin af forminu..."
Það var verulega ,,fróðlegt viðtalið við Bjarna Benediktsson í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi, þann 2. desember. Þar var Bjarni spurður út í fjölmargt í sambandi við stjórnmálin og hvað hann vill gera ef hann kemst til valda.
Gjaldeyrishöftin voru meðal annars rædd og um þau sagði Bjarni að þau ,,væru ekki vandamál í framtíðinni, að því gefnu að við gætum flutt meira út en inn.
En hvað með fjárfestingar erlendra aðila? Hinn danski Lars Christiansen sagði á fundi í vikunni að hann hefði hitt aðila erlendis sem voru að spá að fjárfesta hér, en hefðu snarlega hætt við það vegna haftanna. Það sjá náttúrlega allir að kerfi sem þetta er mönnum ekki bjóðandi.
Það er ekki bjóðandi þjóð sem vill kalla sig þjóð meðal þjóða.
Og það hlýtur að teljast furðulegt að heyra þetta frá formanni flokks sem vill ótakmarkað FRELSI í viðskiptum.
Bjarni viðurkenndi í viðtalinu að við ættum við gjaldeyriskreppu að glíma, en aðspurður um peningamálastefnu Íslands eyddi hann hvað mestum tíma í tala um það ESB hefur verið að gera!
Hann sagði að við ...ættum ekki að vera of upptekin við að horfa á formið... og átti þar við hvort við værum t.d. með krónuna eða Evruna, tækjum upp einhliða gjaldmiðil, eða myndum tengjast öðrum gjaldmiðli með einhverjum hætti.
Skiptir það þá bara engu máli? Gætum við þá þessvegna bara tekið upp eða tengst t.d. rússnesku rúblunni eða S-Afríska randinu? Er þetta með gjaldmiðilinn þá bara í raun minniháttar atriði? Ummæli sem þessi frá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins hljóta að vekja fólk til umhugsunar.
Bjarni vill stöðugleika ( vill samt hafa krónuna, sem veldur óstöðugleika!) og talaði mikið um hvernig núverandi ríkisstjórn að hans mati leggur litla áherslu á að reka ríkissjóð með afgangi.
Minnið getur stundum farið illa með okkur, en bara til að hafa það á hreinu, að þá fór Ísland næstum lóðbeint á hausinn haustið 2008, skellur sem kostaði okkur fleiri hundruð milljarða og lokareikningurinn í raun ekki enn á hreinu, því ENGINN veit hvað HÖFTIN kosta nákvæmlega, en ALLIR vita að þau kosta okkur stórar upphæðir. Höftin eru í raun eins og opinn tékki á íslenskt efnahagslíf!
Bjarni sagði að hér á landi ...,,væru sóknarfæri á hverju strái... en falla svona ummæli ekki um sjálf sig þegar dæmin raðast upp um aðila sem ekki vilja fjárfesta hér t.d. vegna gjaldeyrishafta?
Allar meiriháttar ákvarðanir í íslenskum utanríkismálum á lýðveldistímanum hafa verið teknar með aðkomu Sjálfstæðisflokksins á einhvern hátt.
Í sambandi við aðildarmálið hafa menn bent á að við aðild hefur utanríkisverslun ríkja aukist um 5 15%. Það myndi muna um minna fyrir þjóð eins og Ísland.
ESB er, þrátt fyrir krísuna, stærsta viðskiptaveldi heims, . Með samstilltu átaki væri mjög líklega hægt að nýta sér aðild á margan hátt fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta vita sjálfsagt þeir sem stunda viðskipti og margir þeirra eru jú í Sjálfstæðisflokknum, eða styðja hann.
En ráðamenn stærsta flokks landsins vilja loka þeirri hurð.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Herra Christiansen mun hafa sagt (skv. Eyjunni):
"Umræðan þarf að snúast um þá staðreynd að krónan verður áfram við lýði. Að því er best ég veit er ekki stuðningur á Íslandi við ESB aðild og því er upptaka evru ekki í kortunum, í það minnsta ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Og á meðan evrukrísan er í gangi held ég að enginn geti haldið því fram að upptaka evru nú sé góð hugmynd".
Skáletrunin er mín.
Enginn veit hversu lengi evrukrísan mun vara eða hvernig myntsamstarfið mun líta út þegar henni lýkur og ef núgildandi skilyrði um upptöku evru stæðu óbreytt þyrfti hvort eð er að losa höftin áður en hægt væri að taka upp blessaða evruna.
ESB aðild er einfaldlega ekki lausn á vandanum með höftin. Þið eruð að blanda saman tveimur ólíkum og lítið skyldum málum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 17:52
Samflykinginn né ESB hluti VG hefur ekki áhuga á að framfylgja hugmynd sem Gylfi Magnússon kom fram með árið 2009, að vera með "grænt kort" fyrir fjárfestingar á íslandi á meðan gjaldeyrishöftinn eru. Sú aðferðafræði hefði leyst þetta vandamál. Gylfi hafði náttúrulega ekki getu til að fylgja þessu máli eftir.
Það hentaði ekki ESB áróðri að erl fyrirtæki myndu fjárfesta hér en frekar gera eins og kalþólska kirkjan gerði í gamla daga, hræða fólk til hlýðni.
Að fjárfestinar útlendinga eftir hrun skuli ekki vera meiri en nú er segir meira um hversu lágt Samfylkinginn í báðum stjónarflokkum er tilbúinn að ganga til að tryggjan nokkrum flokksdyndlum góð laun í Brussel.
Og auðvitað góðar mútugreiðslur í Samspillinguna....
Jón Þór Helgason, 6.12.2012 kl. 22:22
það er í raun alveg stórmerkilegt félagssálfræðilega séð að fylgjast með umræðunni á íslandi þessi misserin - ef umræðu skyldi kalla. Hún er sjúk. Samanstendur mestanpart af þvílíka bullinu að orð ná tæplega yfir það.
það er svo áberandi þessi ofsi og útlendingaandúð. þessi einkennilega hugmynd sem á afar sterkar rætur í mörgum innbyggjurum að íslendingar séu frábærari en annað fólk og útlendingar séu beisiklí vondir og stórhættulegir en til vara vitlausir.
það er líka eitt sem er áberandi hjá kjánaþjóðrembingum. það er þessi yfirgengilega frekja og nánast ofbeldi.
Guði sé lof að íslendingar eru þó ekki nema 300.000. þeir gera lítið alvarlegt af sér nema þá að svindla á útlendingum og reyna að stela af þeim eins miklu og þeir geta. Svo er menn hissa á að engin nema alþjóðlegir auðhringir, brynvarðir, vilji fjárfesta hérna. Ekki er eg hissa.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2012 kl. 01:05
Og ps. það er líka óhugnalegt í raun að sjá fullorðna menn stöglast á því með einum eða örum hætti að þeir sem eru örlítið víðsýnni og reyna að hugsa fram í tímann varðandi þetta land - séu einhvernveginn svikarar eða á bandi vondra útlendinga.
þetta er bara ekki boðlegt. þetta er sjúkt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2012 kl. 01:08
Halda svo uppi útlendingum sem Össur lokkar hingað,eða ehv. á hans vegum. Er þetta boðlegt,þjóðin er á leið í annað hrun vegna kolrangrar efnahagstefnu. Komum hægri flokkunum að í vor,þá lifnar yfir lýðnum sem á og ann þessu landi. Þeir kunna að reka velferðarþjóðfélag,vara sig næst á að mynda ekkert með búrókrötum.
Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2012 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.