Leita í fréttum mbl.is

Össur í FRBL í framhaldi af heimsókn Görans Perssons: Ljúkið aðildarviðræðum við ESB

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði grein í FRBL, þann 5.des í framhaldi af heimsókn Görans Perssons, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar hingað til lands á dögunum.

Grein Össurar hefst svona: "Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland rétt eftir bankahrunið og flutti magnaða ræðu. Hún var ákall til Íslendinga um þjóðarsamstöðu og úthald. Persson hafði sjálfur tekið þátt í að stýra Svíþjóð gegnum norrænu bankakreppuna upp úr 1990. Á grundvelli þeirrar reynslu hvatti hann Íslendinga til að hlusta ekki á þær raddir, sem vildu fresta því að axla sársaukafullar aðgerðir og sagði okkur að taka slaginn strax. Hann réði okkur heilt.

Í síðasta mánuði, fjórum árum eftir bankahrunið, kom Göran Persson aftur í heimsókn til Íslands. Hann taldi margt hafa gengið vel í endurreisninni, en ýmislegt þyrfti að tryggja betur. Stef hans var að Íslendingar yrðu að auka útflutning sinn til að afla gjaldeyris til að þurfa ekki að taka lán fyrir afborgunum og vöxtum. Þannig ynnum við traust umheimsins. Og við yrðum að leysa til frambúðar vandamálin sem tengjast gjaldmiðlinum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þurfum við Goran til að segja okkur að auka útflutning. Hann þarf ekki að vera að skipta sé að ESB málunum en þar erum við búinn að taka ákvörðun hvort sem Össur veit eða ekki.

Valdimar Samúelsson, 7.12.2012 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Göran veit hvað hann syngur. Við eigum að hlusta vel á hann.

Guðjón Sigurbjartsson, 7.12.2012 kl. 23:10

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eigum við ekki að spyrja einhvern frá bandaríkjun s.s Obama eða Grænlandi.

Valdimar Samúelsson, 7.12.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband