Leita í fréttum mbl.is

Blómlegur landbúnaður í Tékklandi og Slóvakíu

Ritari var að vafra um netið og var að lesa nýja samningsafstöðu er varðar matvælaöryggi í sambandi við ESB-umsóknina, sem birt hefur verið á www.vidraedur.is Hún er um margt áhugaverð en þar kemur t.d. fram skýlaus krafa Íslands um bann við innflutningi á fersku kjöt.

Samningsafstaðan er vel rökstudd og um margt áhugaverð lesning fyrir þá sem t.d. vilja fræðast um sögu sjúkdóma í dýrum á Íslandi, fjárkláða og annað óskemmtilegt.

Að lestri loknum datt svo ritari inn á netsíðu Bændablaðsins og fann þar á leiðarasíðu hefðbundið nöldur varðandi ESB-umsóknina.

Þar má sennilega lesa þann tón sem væntanlega mun heyrast á Alþingi Íslendinga, ef ákveðnum flokkum gengur vel í ákveðnum kjördæmum, en eins og kunnugt er skipar formaður Bændasamtakanna og leiðararitari Bændablaðsins, annað sætið á lista Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi.

Annars var það áhugaverð grein um landbúnað í Slóvakíu og Tékklandi sem vakti athygli.

Bæði þessi lönd gengu í ESB árið 2004 og samkvæmt dómsdagsspám Bændasamtakanna ætti landbúnaður beggja landanna nú þegar að vera rjúkandi rúst!

En það er öðru nær, því fyrirsögn greinarinnar er: MIKILL OG ÖFLUGUR LANDBÚNAÐUR Í SLÓVAKÍU OG TÉKKLANDI.

Ja, hvur andsk.....!

Ps. Annars er það t.d. að frétta af íslenskri mjólkurframleiðslu að MS hefur nú alfarið hætt mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum og nú er mjólk/mjólkurvörur aðeins framleidd/ar á fjórum stöðum landinu; á Selfossi, Akureyri, sem og tvær sérhæfðar litlar stöðvar í Búðardal og á Egilsstöðum. Framleiðsla í Reykajvík verður lögð niður á næstunni. Þetta þýðir m.a. að starfsfólki hefur fækkað í þessari grein.

Það kemur svo fram í viðtali, sem er á krækju hér að ofan að flutt hafa verið út um 400 tonn af skyri til Finnlands. Hinsvegar  er ekki hægt að flytja meira þangað út vegna þess að meiri útflutningskvóti er ekki til, vegna þess að Ísland er ekki í ESB og fær því ekki að flytja meira en 400 tonn út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó guð! Haldið þið að hluti útflutnings Íslendinga (skyr), velti á sambandi þessu sem þið viljið ólm ganga í ? Við þurfum að fylla Alþingi í næstu kosningum af heilsteyptum einstaklingum,sem rífa ísland upp,líta til vesturs þar sem hægt er að byggja upp viðskipta sambönd. Hvaða samanburður Slóvaníu og Tékklands er marktækur við Ísland? Bíst við að þessum fyrrum kúguðu margfalt fjölmennari þjóðum finnist,allt meira en hey,eftir harðindin.Kominn tími til að heyra frá bloggvini mínum,Slovenanum Andrési og leita frétta,faðir hans býr þar. Hélduð þið virkilega að verslun og framleiðsla á búvörum,séu undanskilinn erfiðu árferði að tali ekki um skipulegt einelti stjórnvalda.

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband