Leita í fréttum mbl.is

Ósvífni Nei-sinna engin takmörk sett!

Samtök Nei-sinna, vilja sjá VG-hverfa af Alþingi, á þeim forsendum að VG hafi svikið kjósendur sína í ESB-málinu. Þetta kom fram á bloggi samtakanna.

Hatur Heimssýnar á bæði VG og Samfylkingu er grímulaust. Hjá Nei-samtökum Íslands er ekkert pláss fyrir málamiðlanir, samtökin eru gott dæmi um harðlínusamtök af gamla skólanum, eins og gamall ryðgaður kommúnista eða þjóðernissinnaflokkur, þar sem flokkslínan er keyrð, sama hvað það kostar.

Með þessum hætti birtist líka vel ,,lýðæðisást“ samtakanna, þ.e. að hér verði fjölbreytt flóra stjórnmálaafla, fyrir kjósendur að velja úr. Nei, samtök Nei-sinna vilja með þessu draga úr valmöguleikum kjósenda og þar með draga úr íslensku lýðræði. Þar með afhjúpa samtökin sig sem and-lýðræðisleg og mjög veik fyrir einræði.

Er þetta yfirlýst stefna samtakanna, var þetta samþykkt af stjórn þeirra, eða er þetta bara sólóleikur? En þetta er að minnsta kosti ósvifni.

Það er ljóst að flokksmenn í VG, sem viðhafa hófsama skynsemisnálgun varðandi ESB-málið, eins og t.d. að standa svið samninga sem menn gera sín á milli, eigi enga samleið með þessu fyrirbæri, sem er eins og þröngsýnin holdi klædd.

Enda eru fyrirferðamestu mennirnir í þessum samtökum einstaklingar sem lifðu og hrærðust í andrúmslofti kalda stríðsins, þar sem veröldin skiptist í „góða gæja“ og ,,vonda gæja“.

Veröldin hefur breyst en sumir standa bara enn í stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband