12.12.2012 | 10:58
Stefán Ólafsson á Eyjunni: Krónan - Evrópumet í kjaraskerðingu
Dr. Stefán Ólafsson birti þann 12.12.12, mjög áhugaverðan pistil um krónuna, með yfirskriftinni: Krónan - Evrópumet í kjaraskerðingu. Kíkjum á nokkur brot úr pistlinum:
"Hrunið á Íslandi var einstakt. Mörg met voru slegin. Stærsta bóluhagkerfi sögunnar brast og við tók stærsta fjármálahrun sögunnar, með nokkrum stærstu gjaldþrotum sögunnar (sjá um það hjá Þorvaldi Gylfasyni).
Eitt metið sem Íslendingar settu hefur þó ekki farið hátt á metorðalistum þjóðanna. Hér varð meiri kjaraskerðing fyrir heimilin en sést hefur annars staðar í kreppunni, raunar fyrr og síðar. Við getum þakkað íslensku krónunni fyrir það."
"Þegar við berum okkur saman við tölur ársins 2007, sem voru líklega ósjálfbærar, verður hrunið afar mikið (um 41%), mælt í erlendum gjaldmiðli (Evrum). Mælt í krónum eða með kaupmáttarsamræmingu gjaldmiðla er það minna (um 20% að jafnaði), en mikið samt."
"Af myndinni (nokkrar mjög athyglisverðar töflur fylgja pistli Stefáns, innskot, ES-bloggið) má sjá að hvergi í Evrópu var kjaraskerðingin meiri en hér á landi. Við hrundum úr efsta sæti niður í tólfta sæti. Flestar ESB þjóðirnar hafa haldið ráðstöfunartekjum sínum að mestu leyti og margar hafa aukið þær. Atvinnuleysið er stærsti vandi evrópskra heimila. Aðrar þjóðir sem eru með umtalsverða lækkun tekna heimilanna eru Bretland, Írland, Spánn og Lettland. Eftir 2010 hefur staðan versnað á Írlandi, Spáni,Portúgal og í Grikklandi. Ef miðað er við kaupmáttarleiðrétt gengi er það einungis Lettland sem er á svipuðu róli og Ísland í umfangi kjaraskerðingar.
Við getum þakkað krónunni þetta met, sem virðist án fordæma í yfirstandandi kreppu. Það var gengisfall íslensku krónunnar sem gat af sér stærstu kjaraskerðingu kreppunnar. Gengisfelling krónunnar færir umtalsverðan hluta þjóðarteknanna frá heimilunum til atvinnulífsins.
Ríkisstjórnin gat mildað kjaraskerðinguna fyrir lægri og milli tekjuhópa. Hún varð samt mikil fyrir flesta. Skuldir heimilanna eru nú að jafnaði svipaðar og var fyrir hrun (2006-7) og mikil hækkun vaxtabóta léttir skuldabyrðina. Hins vegar eru ráðstöfunartekjurnar enn miklu lægri en var fyrir hrun. Þess vegna er þetta enn svona erfitt fyrir heimilin.
Íslensk heimili eru leiksoppar þeirra afla sem hafa hag af viðhaldi krónunnar. Gengisfellingarkrónunnar."
(Leturbreyting, ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvernig væri að greina fall krónunar með tengingu við hryðjuverkaárás Gordons Brown og Alastir Darling tilefnislausa árás tveggja ráðherra Bresku krónunnar - á Íslenska lýðveldið í upphafi bankakreppunnar 2008.
Nú er Serious Fraud Office (SFO) hætt rannsókna´á Ísl. bönkunum - því ekkert athugavert fannst - sem tilefni um rannsókn.
Þarmeð er komið "hreint sakarvottorð" á Íslandku bankana í UK ekki satt?
Beiting hryðjuverkalaganna 2008 - verðfelldi eignir bankanna trúlega helmingi meira niður - en ella. Hvað er það stór tala:
Verðfelling erlendra eigna (öll erlend bankastarfsemi Íslensinga 2008) það var stærsta eistaka orsökin að falli krónunnar.
Væri ekki nær fyrir "Sérstakan saksóknara" að opna útíbú´í UK og beina sókninni að mestu glæpamönnum í hruni krónunnar- og minnka þetta sprikl hér heima sem virðist meira og minna fálm út í loftið sem engu skilar ' að því er virðist.
EF við fengjgum t.d. matsfyrirtæki frá USA til að meta skaðann (hver er skaði Íslendinga af beitingu hryðjuverkalaganna) og svo myndi Sérstakur opna útíbú í Löndon og ráða virta breska lögmansstofu til að stefna bresku krúnunni til að endurgreiða tjónið skv mati matsfyrirtækis frá USA.
2000 milljarða skaðabætur myndi laga stöðu krónunnar aftur.
Kristinn Pétursson, 12.12.2012 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.