Leita í fréttum mbl.is

Stefán Ólafsson á Eyjunni: Krónan - Evrópumet í kjaraskerðingu

Dr. Stefán Ólafsson birti þann 12.12.12, mjög áhugaverðan pistil um krónuna, með yfirskriftinni: Krónan - Evrópumet í kjaraskerðingu. Kíkjum á nokkur brot úr pistlinum:

"Hrunið á Íslandi var einstakt. Mörg met voru slegin. Stærsta bóluhagkerfi sögunnar brast og við tók stærsta fjármálahrun sögunnar, með nokkrum stærstu gjaldþrotum sögunnar (sjá um það hjá Þorvaldi Gylfasyni).

Eitt metið sem Íslendingar settu hefur þó ekki farið hátt á metorðalistum þjóðanna. Hér varð meiri kjaraskerðing fyrir heimilin en sést hefur annars staðar í kreppunni, raunar fyrr og síðar. Við getum þakkað íslensku krónunni fyrir það."

"Þegar við berum okkur saman við tölur ársins 2007, sem voru líklega ósjálfbærar, verður hrunið afar mikið (um 41%), mælt í erlendum gjaldmiðli (Evrum). Mælt í krónum eða með kaupmáttarsamræmingu gjaldmiðla er það minna (um 20% að jafnaði), en mikið samt."

"Af myndinni (nokkrar mjög athyglisverðar töflur fylgja pistli Stefáns, innskot, ES-bloggið) má sjá að hvergi í Evrópu var kjaraskerðingin meiri en hér á landi. Við hrundum úr efsta sæti niður í tólfta sæti. Flestar ESB þjóðirnar hafa haldið ráðstöfunartekjum sínum að mestu leyti og margar hafa aukið þær. Atvinnuleysið er stærsti vandi evrópskra heimila. Aðrar þjóðir sem eru með umtalsverða lækkun tekna heimilanna eru Bretland, Írland, Spánn og Lettland. Eftir 2010 hefur staðan versnað á Írlandi, Spáni,Portúgal og í Grikklandi. Ef miðað er við kaupmáttarleiðrétt gengi er það einungis Lettland sem er á svipuðu róli og Ísland í umfangi kjaraskerðingar.

Við getum þakkað krónunni þetta met, sem virðist án fordæma í yfirstandandi kreppu. Það var gengisfall íslensku krónunnar sem gat af sér stærstu kjaraskerðingu kreppunnar. Gengisfelling krónunnar færir umtalsverðan hluta þjóðarteknanna frá heimilunum til atvinnulífsins.

Ríkisstjórnin gat mildað kjaraskerðinguna fyrir lægri og milli tekjuhópa. Hún varð samt mikil fyrir flesta. Skuldir heimilanna eru nú að jafnaði svipaðar og var fyrir hrun (2006-7) og mikil hækkun vaxtabóta léttir skuldabyrðina. Hins vegar eru ráðstöfunartekjurnar enn miklu lægri en var fyrir hrun. Þess vegna er þetta enn svona erfitt fyrir heimilin.

Íslensk heimili eru leiksoppar þeirra afla sem hafa hag af viðhaldi krónunnar. Gengisfellingarkrónunnar."

(Leturbreyting, ES-bloggið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hvernig væri að greina fall krónunar með tengingu við hryðjuverkaárás Gordons Brown og Alastir Darling  tilefnislausa árás tveggja ráðherra Bresku krónunnar - á Íslenska lýðveldið í upphafi bankakreppunnar 2008.

Nú er Serious Fraud Office (SFO) hætt rannsókna´á Ísl. bönkunum - því ekkert athugavert fannst - sem tilefni um rannsókn.

Þarmeð er komið "hreint sakarvottorð" á Íslandku bankana í UK ekki satt?

Beiting hryðjuverkalaganna 2008 - verðfelldi eignir bankanna trúlega helmingi meira niður - en ella.  Hvað er það stór tala:

  • 1000 milljónir?
  • 1500 milljóni?

Verðfelling erlendra eigna (öll erlend bankastarfsemi Íslensinga 2008) það var stærsta eistaka orsökin að falli krónunnar.

Væri ekki nær fyrir "Sérstakan saksóknara" að opna útíbú´í UK og beina sókninni að mestu  glæpamönnum í hruni krónunnar- og minnka þetta sprikl hér heima sem virðist meira og minna fálm út í loftið sem engu skilar ' að því er virðist.

EF við fengjgum t.d. matsfyrirtæki frá USA til að meta  skaðann (hver er skaði Íslendinga af beitingu hryðjuverkalaganna) og svo myndi Sérstakur opna útíbú í Löndon og ráða virta breska lögmansstofu til að stefna bresku krúnunni til að endurgreiða tjónið  skv mati matsfyrirtækis frá USA.

2000 milljarða  skaðabætur myndi laga stöðu krónunnar aftur.

Kristinn Pétursson, 12.12.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband