Leita í fréttum mbl.is

Cameron: Vill ekki að Bretlandi verði stjórnað með faxtæki

Faxvél"Við verðum eins og Noregur ef við göngum úr Evrópusambandinu," hefur The Daily Mail eftir David Cameron, vegna sífellds nöldurs einhverra breskra þingmanna um að Bretland eigi að segja sig úr ESB. Það er hætt við að landinu verði stjórnað með faxtæki:

"Britain faces being ‘governed by fax’ from Brussels and reduced to the standing of Norway if it leaves the European Union but stays in the single market, the Prime Minister said yesterday. At a lunch in Westminster David Cameron insisted he did not want Britain to leave the EU."

Hugsmiðjan OpenEurope hefur líka gert samantekt sem sýnir fram á að það myndi ekki þjóna hagsmunum Breta að yfirgefa ESB, enda Evrópa mikilvægasti markaður landsins.

Og brotthvarf Breta úr ESB myndi sennilega ekki þjóna hagsmunum þeirra bresku fjölmiðla sem eyða spaltmetrum í þúsundavís í að agnúast og pirrast yfir ESB. Hvað í ósköpunum á maður að tala um, ef "bogna gúrkan" er ekki á svæðinu?

Líklega þyrftu sum "gulu blöðin" að grípa til þess ráðs að finna enn fleiri "bikini-stelpur" í staðinn :)

Ps. Svo er verið að draga hingað heiðvirðar þingkonur til að tala um þetta. Út í mitt Atlantshaf!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Mín reynsla af Bretum er sú að þeir hafa ekki hugmynd um hvað ESB snýst um. Ef maður spyr þá afhverju þeir vilja fara úr ESB þá geta þeir litlu svarað, jú segjast vera orðnir þreyttir á stöðugu streymi útlendinga. Það virðist vera megin ástæðan, en þeir átta sig ekki á því að ESB hefur ekkert að gera með allan þann fjölda fólks sem streymir þangað frá mið austurlöndum. Það er þeirra eigin pólitík sem hefur gert þessu fólki kleyft að komast þangað, ekki kom það frá ESB. Einnig eru einhverjir að pirra sig á miklum fjölda austur Evrópu búa. Ég stór efa að þeim myndi fækka einhvað segði Bretland sig úr ESB. Úrsögn myndi fyrst og fremst hækka vöruverð og draga verulega úr útflutningi.

The Critic, 13.12.2012 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband