Leita í fréttum mbl.is

Samkomulag um bankabandalag í höfn

Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna hafa náð samkomulagi um að mynda bankabandalag og auka þar með eftirlit með bankakerfum aðildarríkjanna. Það á að hefja starfsemi 2014.

Meira að segja Svíar styðja samkomulagið, þó þeir verði ekki með um sinn, en þeir notast við sænsku krónuna. Anders Borg, fjármálaráðherra landsins, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þeir hefðu sett fram stífar kröfur, sem fallist hefði verið á. Hann var ánægður með samkomulagið.

Hér heima hafa andstæðingar ESB gargað hástöfum yfir því (af gleði!) að Svíar hefðu ekki ætlað að vera með!

Þá er einnig gargað yfir því að ekkert tillit sé tekið til smáríkja innan ESB. Þetta afsannar það rugl!

Séu lönd með sanngjarnar skýrar og vel framsettar kröfur, þá er hlustað á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þarf minna en það góði minn,til að vilja ekki fyrir nokkurn mun ganga í ESB. Við ættum ekki að þurfa að standa í ehv. sem líkist ,,afsakið,en mér líkar ekki þessi samkunda,við plummum okkur best út af fyrir okkur þótt þurfum e.t.v. export í kaffið.

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2012 kl. 16:21

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Æ æ æ æ. það á ekki af Fax-sinnum að ganga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2012 kl. 16:52

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í hverra höfn er samkomulagið?

"Friðarhöfn" réttinda-svikins verkafólks innan ESB, sem hafa verið rændir af ábyrðarlausum ESB-elítu-bankaræningjum þjóðanna?

Nóbels-friðarhöfn?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.12.2012 kl. 23:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki bara fyrir evruríkin? (af því að m.a. Bretar kæra sig ekkert um þetta).

Menn eigu að minnast orða Jóns Helgasonar í Kaupmannahöfn:

Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark

en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,

mun hljóta notuð herra sinna spark

og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.

-

Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,

og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,

skal fyrr en varir hremmd í harða kló.

Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!

-

Það er líklegra nú, að ýmsir falli í þessa freistni, heldur en á dögum Jóns Helgasonar.

Jón Valur Jensson, 14.12.2012 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband