Leita í fréttum mbl.is

Breytingar á Rannís: Menntaáætlun ESB og Nordplus þangað

Í frétt á Rannis.is segir: "Rannís tekur breytingum nú um áramótin, en frá og með 1. janúar 2013 flytjast Landskrifstofur Menntaáætlunar Evrópusambandins og Nordplus til Rannís. Þar með sameinast nokkrar af stærstu styrktaráætlunum Evrópusambandsins og Norrænu ráðherranefndarinnar undir einni stofnun. Markmiðið með sameiningunni er að styrkja erlent samstarf á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Íslandi og einfalda aðkomu umsækjenda að áætlununum.

Verkefni og starfsfólk Menntaáætlunar ESB og Nordplus hafa nú flust frá Háskóla Íslands yfir til Rannís. Fyrst um sinn verður starfsemin á tveimur stöðum, þar sem Rannís verður áfram á Laugavegi 13 og starfsemi Menntaáætlunar (Comenius, Leonardo, Erasmus og Grundtvig) og Nordplus í Tæknigarði við Dunhaga.

Í undirbúningi er einnig að flytja umsýslu innlendra sjóða á sviði menntamála, menningar- og æskulýðsmála frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Rannís á árinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband