3.1.2013 | 16:18
Hærra fjárfestingarstig í Grikklandi en hér á landi!
Morgunblaðið birti um áramótin í samstarf við bandaríska storblaðið The New York Times áramótablað sem heitir 2013 TÍMAMÓT. Innihélt blaðið greinar eftir ekki minni menn en Zbigniew Brzezinski, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Jimmy Carters á árunum 1971-1981 og fleiri erlenda aðila. Margt gott var í þessu ágæta blaði.
Einnig voru greinar eftir innlenda blaðamenn blaðsins, þar á meðal Hörð Ægisson, viðskiptablaðamann. Í grein hans Bati en blikur á lofti, er að finna þetta:
"Á síðasta ári var fjárfestingarstigið í hinu kreppuhrjáða ríki Grikklandi jafnvel hærra en hér á landi. Þjóðhagsspá Seðlabankans gerir ráð fyrir því að fjárfestingarstigið verði aðeins ríflega 17% í árslok 2014. Hrun í fjárfestingu og innlendri eftirspurn var vissulega óhjákvæmilegur fylgifiskur falls fjármálakerfisins haustið 2008. (Krónan hrundi, innskot ES-bloggið) Því verður þó ekki haldið fram að það sé til marks um öflugan efnahagsbata að fjárfesting verði enn töluvert undir sögulegu meðaltali sex árum frá bankahruni.
Það eru hins vegar blikur á lofti á næsta ári. Hætt er við því að sá efnahagsárangur, sem þó hefur náðst, muni aðeins reynast svikalogn í baksýnisspeglinum ef íslenskir stefnusmiðir misstíga sig þegar kemur að stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar um þessar mundir - uppgjöri föllnu bankanna og í kjölfarið lausn aflandskrónuvandans."
Það er áhugavert að velta þessu fyrir sér - hversvegna er fjárfesting/fjárfestingarstig hér á landi ekki meira eða hærra en raun ber vitni? Er það krónan og höftin sem fæla frá?
Lars Christiansen er sennilega á þeirri skoðun, en hann sagði frá því um daginn í heimsókn hér að hann hefði hitt viðskiptamenn sem einmitt lýstu því að þeir hefðu hætt við fjárfestingar vegna haftanna.
Grikkir eru hinsvegar með alþjóðlega sterkan og gjaldgengan gjaldmiðil, Evruna.
Skiptir þetta máli?
Krónan fellur enn og hún hefur ekki þýtt raunaukningu á útflutningi frá landinu, en þetta eru einmitt helstu rök áköfustu "krónusinna"!
Leturbreyting í tilvitnun: ES-bloggið.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ESB þegir yfir því að fjárfestingin í Grikklandi er að uppistöðu frá ríkjum utan Evrópu til að mynd Kína, vegna þess að hægt er að fá eignir í Grikklandi á brunaútsölu.Sú fjárfesting skapar Grikkjum engan auð,ekki frekar en Spánverjum þar sem eins er ástatt og atvinnuleysi er yfir 20%.ESB lygin á sér engin mörk.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 4.1.2013 kl. 00:55
ESB krefst afnáms haftanna, þótt það viti að slíkt þýðir fall krónunnar um að minsta 40% prósent ef miðað er við gengi Seðlabanka Evrópu á íslenskri krónu.Slíkt þýðir að sjálfsögðu gjaldþrot íslensku þjóðarinnar.ESB er efnahagsleg hryðjuverkasamtök hvað Ísland varðar.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 4.1.2013 kl. 01:00
Hvaða sannanir hefu þú fyrir því að ESB þegi yfir því að fjárfestingar komi frá Kína? Fyrst þú hefur komist að því, þá er það varla leyndamál!
Og heldur þú virkilega að höftunum verði aflétt án stuðningsaðgerða? Hefur þú áhuga á öðru krónuhruni? Og auðvitað er þetta sönnun þess hve veikleikar krónunnar eru gríðarlegir - hún getur ekki staðið á eigin fótum!
Menn verða nú smám saman að fara að viðurkenna þá staðreynd.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 4.1.2013 kl. 15:20
....þar að auki er þetta að finna á netinu: "• Investment activity in Greece originates primarily from companies in important markets such as the EU..."
http://www.investingreece.gov.gr/default.asp?pid=21
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 4.1.2013 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.