Leita í fréttum mbl.is

Sema Erla á DV-blogginu: 10 ástæður fyrir aðild að ESB

Sema Erla SerdarSema Erla Serdar, verkefnastjóri hjá Já-Ísland, er ein af fáum konum á Íslandi sem bloggar reglulega um Evrópumál (þær mættu alveg vera fleiri!) og á DV-blogginu er ný færsla, sem hefst svona: "

Vegna fjölda áskoranna hef ég nýtt ár hér á blogginu með því að fjalla um tíu atriði sem ættu að skipta alla máli þegar velt er fyrir sér afhverju Ísland á að ganga í Evrópusambandið. Hér eru nokkrar af mínum ástæðum.

1. Lægra matvælaverð á Íslandi
Áhrifin á matvælaverð á Íslandi eftir inngöngu í ESB hafa verið rannsökuð margoft, nú síðast af hagfræðingunum Daða Má Kristóferssyni, dósent við Háskóla Íslands, og Ernu Bjarnadóttur, hjá Bændasamtökunum, en niðurstaða þeirra var sú að reikna má með að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um allt að 40 - 50% við aðild að ESB. Ekki nóg með það heldur munu mjólkurvörur lækka um allt að 25% og einnig má reikna með að verð á nautakjöti muni lækka. Þetta eru afleiðingar þess að tollar á vörum og landbúnaðarafurðum frá aðildarríkjum ESB falla niður við aðild Íslands að ESB, sem eykur samkeppnina og bætir kaupmáttinn.

2. Ísland öðlast raunverulegt fullveldi
Öfugt við það sem margir halda gjarnan fram, að Ísland tapi fullveldi sínu við inngöngu í ESB, má í raun segja að Ísland öðlist raunverulegt fullveldi með aðild að ESB. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) njótum við margra þeirra kosta sem ríki öðlast með aðild að ESB, en gleymum því hins vegar ekki að við höfum þar af leiðandi kynnst þeim ókosti sem felst í því að vera ekki fullgildur aðili; við höfum ekkert um þær ákvarðanir sem eru teknar innan ESB og hafa bein áhrif á okkur Íslendinga að segja, því með EES-samningnum tökum við upp gríðarlegt magn af ESB-löggjöf hér á landi, sem samin er af aðildarríkjum ESB, sem síðan senda okkur hana í pósti, því við sitjum ekki við borðið þar sem þessi löggjöf er samin, löggjöfin sem snertir okkur öll daglega."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband