Leita í fréttum mbl.is

Össur í DV: Í andstöðu við hagsmuni Íslands að hætta viðræðum

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði grein í DV þann 9.1 um ESB-málið og hefst hún svona: "

Það væri glapræði, og í andstöðu við hagsmuni Íslands, að hætta nú við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, eða frysta hana, einsog margir stjórnmálamenn hafa talað fyrir í aðdraganda kosninga. Þjóðin á sjálf að fá að taka hina endanlegu ákvörðun, þegar samningur liggur fyrir. Þá getur hún á grundvelli staðreynda metið, hvort það er í hennar þágu að gerast þar fullgildur þátttakandi. Alþingi samþykkti þennan rétt þjóðinni til handa. Þeir sem kjósa vaxandi einangrun í viðjum gjaldeyrishafta þar sem valdaklíkur og sérhagsmunahópar geta að gamalkunnum hætti skarað eld að eigin köku eiga ekki að fá að velja þjóðinni framtíð. Hún á að gera það sjálf – en ekki flokksklíkurnar.

Réttur þjóðarinnar til að velja
Aðild er eðlilega umdeild. Hún felur í sér stóra, og mikilvæga ákvörðun, fyrir íslensku þjóðina. Menn hafa ekki á tæru hvaða ávinningur felst í aðild. Það verður ekki ljóst að fullu fyrr en búið er að ljúka aðildarsamningi, sem þjóðin getur skoðað frá öllum hliðum út frá mismunandi hagsmunum sínum – og að lokum greitt um hann atkvæði.

Andstæðingar samningsins halda því fram, að með aðild muni Íslendingar tapa auðlindum sínum, bæði orku á landi, olíu undir hafsbotni og fiskimiðum í hafi. Allt er þetta rangt og í andstöðu við leikreglur Evrópusambandsins. Það er staðfest ekki aðeins af íslenskum og erlendum embættismönnum heldur líka erlendum stjórnmálamönnum sem gjörþekkja innviði og reglur Evrópusambandsins. Má þar til nefna jafn ólíka stjórnmálamenn og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Íslandsvininn Evu Joly, þingmann Græningja á Evrópuþinginu, og Göran Person, sem var forsætisráðherra Svía.

Þegar samningur liggur fyrir, þá munu þessar staðreyndir birtast öllum almenningi. Við það eru andstæðingar aðildar hræddir. Þeir óttast að samningurinn muni verða miklu betri en þeir hafa haldið fram, og afhjúpa þessar blekkingar. Þess vegna vilja þeir stöðva viðræður áður en samningurinn verður til."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband