Leita í fréttum mbl.is

Elvar Örn um hræringar í Bretlandi

Elvar Örn Arason, gerir hræringar í Evrópumálum í Bretlandi að umtalsefni í nýjum pistli á Eyjunni og hefst hann svona:

"Bretland gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 1973 þegar íhaldsmaðurinn Edward Heath var við völd. Á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru frá frá því að Bretland gerðist aðili að Evrópusambandinu hefur ríkt togstreita innan Íhaldsflokksins um stöðu þess í Evrópu. Evrópuandstæðingar innan flokksins skiptast í tvo hópa. Annars vegar þá sem vilja tengjast innri markaðnum, en vera samt sem áður í hæfilegri fjarðlægð frá kjarna evrópusamstarfsins og hins vegar þeirra sem eru alfarið á móti aðild Bretlands að sambandinu. Margrét Thacther sem seint verður talin mikill aðdáandi Evrópusambandsins sagði árið 1988: „Britain does not dream of some cosy, isolated existence on the fringes European Community“"

Í lokin segir Elvar: "Úrganga Bretlands yrði mikið hættuspil og myndi skaða hagsmuni Bretlands og Evrópu í heild, eins og tímaritið the Econmist komst að í síðasta mánuði. Nú hafa tíu helstu viðskiptaleiðtogar Bretlands varað Cameron við því að setja aðild Bretlands að ESB í uppnám."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er hvergi pláss fyrir þá sem hvorki vilja EES-mútu-fjór"frelsið", né ESB-hernaðarstórveldis-giftinguna?

Var ekki verið að berjast fyrir fullveldi og sjálfstæði Palestínu, sem var sem betur fer samþykkt á alþingi Íslands? Hvers konar þjóða-fullveldi og sjálfstæði styður ESB-hernaðar-stórveldið eiginlega, þegar staðreyndirnar eru skoðaðar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.1.2013 kl. 01:55

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skrítin hugmyndafræði að styrkja sjálfstæði Palestínu en ekki eigið sjálfstæði. Einkvað brengluð hugmyndafræði.

Valdimar Samúelsson, 10.1.2013 kl. 06:50

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sérkennilegt þetta fullveldis og sjálfstæðistal í samb. við aðild að EU.

Staðreyndin er að ríki auka fullveldi sitt og sjálfstæði með fullri og formlegri aðild.

Með aðild eru þau að nota rétt sinn sem fullvalda og sjálfstæð ríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 11:50

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hverskonar maður ert þú. Þegar þjóð gengur undir lög annarra þjóða þá er það að tapa sínu fullveldi. Ertu NitWitt. Láttu mig vita ef þú skilur þetta ekki. Það að hafa leifi að stjóra sinni þjóð eftir lögum ESB er ekki fullveldi nema í augum ykkar blindu.  Ég er ekki að trúa að fólk sé svona auðtrúa og jafnvel heilaþvegið. Ég verð að byðja þig Ómar að segja mér hvort þú skilur þetta.

Valdimar Samúelsson, 10.1.2013 kl. 12:10

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Veistu Ómar mér finnst þetta svo hlægilegt. Lestu hvað þú skrifar. Staðreyndin er að ríki auka fullveldi sitt og sjálfstæði með fullri og formlegri aðild.  Hvernig getur það aukið fullveldi þjóðar sem gengst 100% undir lög annarra þjóða. Ef þú ætlar að tala um EES þá veistu það að við töpuðum mikið af fullveldi okkar með að taka þann pakka.

Valdimar Samúelsson, 10.1.2013 kl. 12:17

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ert þú ekki maðurinn sem sagði að Ísland ætti Grænland og Jan Mayen?

Minnir það.

Segir allt sem segja þarf og óþarfi að hafa fleiri orð um.

Óumdeilt er að full og formleg aðild að EU eykur fullveldi og sjálfstæði viðkomandi ríkja. þessu hafa öll ríki Evrópu komist að.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband