Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll á Útvarpi Sögu - ræddi m.a. gjaldmiðilsmálin

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, þingmaður og formannsframbjóðandi Samfylkingar var gestur í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í gærdag og spjallaði þar við Arnþrúði Karlsdóttur. Stór hluti viðtalsins snerist um gjaldmiðilsmálin og fór Árni þar mikinn, enda hefur hann sterkar skoðanir á því efni og telur íslensku krónuna ónothæfan gjaldmiðil.

Því sé aðeins um eina lausn að ræða; að taka upp Evru með aðild að Evrópusambandinu. Eins og kunnugt er af fréttum hefur krónan fallið um 12% á undanförnum misserum, þrátt fyrir að gjaldeyrishöft séu í landinu.

Leitt er að geta ekki bent hlustendum á krækju til að hlusta á þetta fína viðtal, en til marks um stöðuna á heimasíðu Útvarps Sögu er að þar er dagskrá fyrir 6.september á síðasta ári og veður fyrir einhvern mánudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB krefst afnáms haftanna fyrir inngöngu Íslands í ESB.Evrópski Seðlabankinn skráir krónuna nú á 240 kr.fyrir eina evru.Enginn hefur véfengt að þessi skráning muni vera nær lagi,eða hugsanlega að krónan sé of hátt skráð hjá Seðlabanka Evrópu.Trúlega færi krónan ennþá neðar, þegar allir sem hafa krónur á lausu,íslendingar jafnt sem útlendingar æddu í að skipta erlendum gjaldmiðlum fyrir krónur ef höftunum verður aflétt.Enginn hefur efast um að þá fer restin af afnahag Íslands til andskotans.Það virðist ekki skipta ESB nokkru máli.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2013 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband